Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Steingrímur og undirstaða stöðugleikans EIN af athyglisverð- ustu bókum ársins er þriðja bindi ævisögu Steingríms Her- mannssonar, Forsætis- ráðherrann, eftir Dag B. Eggei'tsson. Þar rekur Dagur endahnút- inn á ævisögu Stein- gríms og er heldur bet- ur bragð að lestrinum. Þessi bók er hreint og klárt afrek á sviði ævi- söguritunar og verður vafalaust lengi í minn- um og til fyrirmyndar höfð við ritun samtíma- sögunnar. Árangur vinstri stjórnarinnar Það er afskaplega athyglisvert að lesa frásögn Steingríms af vinstri stjóminni 1988-1991. Stjórnin sú er ySteingrími hugstæð sakir margra ’ liluta. Hún er sú stjóm sem honum þykir greinilega mest til koma af þeim sem hann tók þátt í, og kemur margt til. Ekki síst sá mikli og merkilegi árangur sem stjórnin náði í efnahagsmálum og má með sanni segja að hafi lagt gmnninn að þeim efnahagslega stöðugleika sem við búum við í dag. Þjóðarsáttin og sá sigur sem vannst í glímunni við verð- bólguna lögðu gmnninn og em horn- steinar þeirrar velmegunar sem rík- ir á Islandi nú. v Lesning þessarar bókar Dags er skylda öllum áhugamönnum um stjórnmál og mjög góð lexía í stjórnmálasögu seinni ára. Þess utan er stórskemmtilegt að lesa um samskipti Steingríms og allra þeirra litríku manna sem voru honum sam- ferða í stjórnmálunum. Samskiptin við Þor- stein Pálsson, Ólaf Ragnar og ekki síst Jón Baldvin Hannibalsson, sem Steingn'mur hefur miklar mætur á eftir samstarfið. Þrekvirkj- um þeim sem vinstri stjórnin vann á mörg- Ævisaga Þjóðarsáttin og sigurinn á verðbólgunni, segir Björgvin G. Sigurðsson, lögðu grunninn og eru hornsteinar velmeg- unarinnar. um sviðum hefur ekki verið haldið á lofti sem skyldi undanfarin misseri. Sá kúrs er nú réttur með afgerandi hætti svo bragð er að. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Björgvin G. Sigurðsson Brúðhjón Allur borðbúndóur - Glæsileg gjafavara - Briiótijönalislar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Kalvín ríður röftum KALVÍN hét maður sem predikaði lausn úr helvítislogum fyrir til- stuðlan vinnuhörku. Og hálf heimsbyggðin hlustaði í andakt og tók til við stritið. Enn í dag er það almenn sann- færing á Vesturlöndum að dómsdagur hljóti að dynja yfir ef allir vinnufærir borgarar neyðist ekki til að þræla a.m.k átta tíma á dag, og helst lengur. En nú er okkur nokkur vandi á hönd- um með að útvega öll- um borgurum nútíma- þjóðfélagsins nóg að iðja. Frumframleiðslan er orðin svo tæknivædd að varla er þörf á nema handfylli fólks til að ýta á nokkra takka við og við (og e.t.v. aðra hand- fylli til að hnippa í hina þegar blund- ur fer að síga á brá). Ekki þarf nema tiltölulega lítinn hluta fólksfjöldans til að sinna öðrum ómissandi störf- um, s.s. heilsugæslu, kennslu, ræst- ingum o.ö.þ.h. Og ekki hafa allir þol- inmæði né vitsmuni til að stunda alvarleg vísindi eða fræðimennsku. Samanlagt krefjast ofangreindar starfstéttir ekki nema um helmings mannfjöldans. Við þurfum því að skaffa hinum helmingnum vinnu, og það í hvelli! Ef engin nauðsynleg eða jafnvel gagnleg störf fyrirfinnast þá er bara um að gera að búa þau til. Fyrsta skrefið er að biása út rík- isbáknið alla leið að sprengimörkum. Þannig getur heil hersing skriffinna haft viðurværi sitt af því að hrúga upp sífellt ítarlegri og íburðarmeiri lögum og reglugerðum til að gæta þess að við almúgagreyin förum okk- ur ekki að voða. Reglugerð um hundahald í meðalstórum fjölbýlis- húsum í 13 liðum. Og þannig áfram þindarlaust. Samhliða þessu er þjóðráð að byggja upp þunglamalegt og þoku- kennt dómskerfi sem lætur meðal- jóninum líða eins og hann hafi álpast inn í myrkan frumskóg fullan af blóðþyrstum rándýrum svo hann neyðist til að leita á náðir útvaldra sérfræðinga ef hann á að gera sér einhverjar vonir um að sleppa út í heilu lagi. Með þessu tvennu ofan- töldu má skapa ógrynni starfa ef nógu ötullega er keppst við. Næst kemur röðin að menntakerf- inu. Við látum háskólana spúa út þykkum vöðum spekinga í nýjum og sífellt esóterískari fræðigreinum, þar sem eina inngönguskilyrðið virð- ist vera að geta skrifað nógu mikið um nógu lítið. Menningarfræðinga til að færa okkur í allan sannleikann um kynjuð viðhorf í póstmódem- ísku fjölhyggjusam- félagi. Bókmennta- fræðinga til að fletta ofan af duldum sódóm- ískum mótífum í ýms- um ástsælum öndvegis- verkum. Þetta er botnlítil hít og gefur vel af sér. En gamanið er bara rétt að byrja. Nú púss- um við rykið af gömlu og sígildu bragði. Þetta bragð heitir nýsköpun athafnamanna á frjáls- um markaði.' I mjög einfaldaðri mynd gengur þetta svona fyrir sig: Einhver ungur framtaks- samur eldhuginn kemst einn daginn að þeim niðurstöðu að það sem helst vanti til að lina þrautir heimsins sé ný tegund af tannkremi. Þessi teg- und er að vísu alveg eins og gömlu sortirnar, nema bara með rifsberja- bragði og frískandi alkóhólkeimi. At- hafnamaðurinn ungi stofnar fyrir- tæki og ræður til sín sæg af fólki til að framleiða dásemdina og útvegar auglýsingastofum næg verkefni við að sannfæra lýðinn um að eintómur grátur og gnístran tanna bíði allra sem fara á mis við nýja undratann- kremið með rifsberjabragðinu og frískandi alkóhólkeimnum. Og þann- ig, kæru böm, verður hagsældin til. En betur má ef duga skal! Þótt ofangreindar leiðir séu nánast óþrot- leg uppspretta nýrra og tilgangs- lausra starfa eru takmörk fyrir því hversu mikið má mjólka jafnvel júg- urdigurstu kýr. Nú taka sýndar- störfin við. Hvarvetna spretta upp áður óþekktar en skyndilega ómiss- andi starfstéttir: gæðastjómendur, þarfagreinendur, ímyndaráðgjafar, almannatengslafulltúar og þannig áfram óendanlega. Þótt heitin séu íburðarmikil er öllu óljósara hvert inntak þessara starfa á að vera en það skiptir engu. Aðalatriðið er að þau séu til staðar og að einhverjir þurfi að sinna þeim. Þá er verkið nánast fullklárað. En enginn sannur skipuleggjandi geng- ur frá iðju sinni án þess að huga fyrst að framtíðinni. Hér vippum við fram úr erminni uppfinningu nokkurri sem svala mun atvinnuþörf þjóð- félagsins um langa ókomna hríð: Þekkingarþjóðfélagið. Þekkingin í þekkingarþjóðfélag- inu táknar ekki eins og ætla mætti í fljótu bragði visst verklag eða ákveðnar staðreyndir sem fólk þarf að kunna skil á til að geta sinnt vinnu sinni enda væri það varla ýkja bylt- ingarkennd nýjung. I gervallri Nútímaþjóðfélag Markmið þekkingar- þjóðfélagsins er ekki að framleiða raunverulega þekkingu, segir Kári Auðar Svansson, heldur að skaffa fólki störf við að virðast vera að fram- leiða þekkingu. mannkynssögunni er ekki unnt að benda á neitt tímabil á neinum stað þar sem slíks hefur ekki verið þörf. Nei, byltingin í þekkingarþjóð- félaginu er sú að þekkingin er ekki lengur vinnuforsenda heldur vinnu- afurð; takmarkið er að framleiða þekkingu. En nú spyrja sumir kannski í sakleysi sínu: Hvaða þekk- ing er þetta sem allir eiga að sitja sveittir við að matreiða hver ofan í annan? Er það þekking um áveitu- kerfi í Kína? Mökunarhætti evr- ópskra fjallageita? Súrheysverkun í Skaftárhreppi um miðja 17. öld? Hvað er það? Veit það nokkur? Sá sem spyr svo fávíslega hefur augljóslega ekki skilið bofs í eðli nú- tímaþjóðfélags. Markmið þekkingar- þjóðfélagsins er auðvitað ekki að framleiða neina raunverulega þekk- ingu heldur aðeins að skaffa þúsund- um manna störf við að virðast vera að framleiða þekkingu. Takið sér- staklega eftir því að hér er ekki talað um að öðlast þekkingu heldur að framleiða hana. Þekkingunni er sem sagt skipað á bás með ímynd, verð- bréfavísitölum og öllum hinum sýnd- arafurðunum sem nútímaþjóðfélag hefur gert að skurðgoðum sínum. Og þannig á það einmitt að vera. Með ofangreindu móti hefur okk- ur tekist að skapa samfélag þar sem flest störfin eru því sem næst ger- samlega gagnslaus. Að auki bætum við um betur og þvingum fólk til að drekkja sér í endalausri yfirvinnu og helgarvinnu við að sinna þessum störfum sem enginn kærir sig um að sé sinnt hvort eð er. Allt saman til þess eins að þóknast hinum kalv- ínska vinnumóral því nútímaþjóð- félag kæmist að öllum líkindum prýðilega af þótt meðalvinnutími væri ekki nema fjórir til fimm tímar ádag. Eins og kerlingin sagði: „Ef þetta er ekki hagkvæmni, þá stundar páf- inn stóðlífi." Höfundur er nemi í HI. Kári Auðar Svansson ALLRA SÍÐUSTU DAGAR! ENN MEIRI VERÐLÆKKUN flLLTflÐ 2Q0/0 AFSLATTUR ÚLPUR - BUXUR r ' •/. OPIÐ REGNGALLAR S.PAR SPORT FIMMTUDAG 9-18 GOIMGUSKOR TOPPMERKI Á LÁGMARKSVERÐI FOSTUDAG 9-18.30 ÍÞRÓTTAGALLAR LAUGARDAG 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.