Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ , Verðbréfareikningur Islandsbanka ---■---- ■ V V. ■■ ■ Tilkynning til viðskip tavina Vegna breytinga við framkvæmd á útboði ríkisvíxla mun vaxtagrunnur Verðbréfareiknings íslands- banka breytast frá 1. janúar 2001. Vextir reiknings- ins hafa til þessa tekið mið af þriggja mánaða ávöxtun ríkisvíxla á eftirmarkaði en útboð þeirra hafa nú verið felld niður. Frá áramótum mun ávöxtunin taka mið af þriggja mánaða innlánsvöxt- um á millibankamarkaði (Reibid) eins og þeir eru að meðaltali í hverjum mánuði að frádregnum 50 punktum (0,50 prósentustigum). Ofangreind breyting á viðmiði hefur engin áhrif á það að Verðbréfareikningur íslandsbanka er góður kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem ekki vilja binda fjármuni sína en njóta samt sem áður hámarksávöxtunar með lágmarksáhættu. Breytingar á kjörum eru háðar ákvörðun bankans hverju sinni. ISLAN DSBAN Kl - hluti af Íslandsbanka-FBA ÚRVERINU Skötuveizla um borð AÐ UNDIRLAGI kokksins Garðars Gunnarssonar var ákveðið að halda heljar skötuveizlu um borð, við komu úr siðustu veiðiferð fyrir þessi jól. Þar sem Harðbakur, togari IJA, kom heim rétt, fyr- ir hádegi þann 23. des. var allt undirbúið fyrir síð- ustu veiðiferð og svo er Harðbakur lagðist að bryggju var mökum og börnum og nokkrum stjórn- endum ÚA boðið að koma og snæða við þær að- stæður sem sjómenn snæða daglega. Var þessu uppá- tæki kokksins vel tekið af öllum og þakkarvert hjá einhverjum að losna við ilminn (!) af skötunni af heimilinu. Morgunblaðið/Böðvar Eggertsson Töluverður Qöldi fólks smakkaði á skötunni um borð í Harðbaki á Þorláksmessu. Veður og færð á Netinu ^mbl.is f-------------------------------------\ Hf. Eimskipafélag íslands Hlutafjársala Hf. Eimskipafélag íslands hefur ákveðið að bjóða hluthöfum til kaups eigin bréf félagsins. Tekið er fram að hér er ekki um hlutafjárhækkun að ræða heldur sölu á eigin bréfum. Salan fer fram dagana 20.- 29. desember. Fjárhæð hlutabréfa Nafnverð hlutabréfanna er 61.158.104 kr. sem er um 2% hlutur í félaginu, og bjóðast þau á genginu 7,1. Fyrírkomulag og skilmálar sölu Hluthöfum er heimilt að skrá sig fyrir hærri fjárhæð en þeir eiga hLutfallslegan rétt á. Nýti hluthafi ekki rétt sinn til kaupa að fullu, þá skiptast eftirstöðvar miLLi hluthafa, sem hafa skráð sig fyrir hærri fjárhæð, í htutfalli við eignarhlut þeirra. Verði eftirspurn eftir hlutafé meiri en það hlutafé sem tit sölu er, verður sala til hluthafa skert hlutfallslega. Ef eftirspurn eftir hlutafé verður minni en það hlutafé sem til sölu er, mun félagið bjóða einum eða fleirum aðilum það tiL sölu án þess að bjóða hluthöfum forkaupsrétt að nýju. Áskriftarblöð verða send til hluthafa. Einnig er mögulegt að fylla út áskriftarblað á heimasíðu félagsins www.eimskip.is. ÚtfyLltum áskriftarbLöðum skat skilað tiL fjárreiðudeildar Hf. EimskipaféLags íslands, Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík, myndsími 525 7009, fyrir kL. 17:00 þann 29. desember n.k. Hluthöfum verður sendur gíróseðill fyrir keyptum hLutum að forgangsréttartímabili loknu, en hann þarf að greiða eigi síðar en 2. febrúar 2001. Nánari uppLýsingar og aðstoð við skráningu eru veittar af hlutahafaskrá Hf. Eimskipafélags íslands í síma 525 7188. EIMSKIP S_____________________J Aukinn afli hjá frystitog'aranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS Verðmætið um 943 milljónir á árinu JÚLÍUS Geirmundsson, ftystiskip Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf., kom til Isafjarðar á gamlársdag með ríflega 90 milljóna króna ailaverð- mæti, en þetta var síðasta veiðiferð ársins. Samtals aflaði skipið fyrir um 943 milljónir króna á árinu og er það mesta aflaverðmæti þess á einu ári fráupphafi. Um 13% grálúðukvótans Aflaverðmæti Júlíusar Geir- mundssonar í fyrra var um 725 millj- ónir króna og segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf., að verðmætisaukninguna milli ára megi fyrst og fremst rekja til meiri veiðiheimilda. Þorskur var uppi- staða aflans en eins veiddist mjög mikið af grálúðu. „Á fiskveiðiárinu fiskaði hann 1.200 til 1.300 tonn af grálúðu eða um 13% af heildarkvót- anum,“ segir Einar Valur, en fyrir síðustu löndun hafði Júlíus komið með tæplega 2.000 tonn af þorski á árinu. „Það hefur gengið mjög vel á árinu,“ segir hann. „Tíðin hefur ver- ið mjög erfið undanfarnar vikur og skyndilokanir hafa sett strik í reikn- inginn, stórum svæðum hefur verið lokað, en annars hefur gengið mjög vel.“ I áhöfn eru 25 manns en Gunn- ar Árnason og Ómar Ellertsson eru skipstjórar til skiptis. Tekist á Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NORSKIR hvalveiðimenn og græn- friðungar deila nú enn einu sinni hart um hvort leyfa eigi sölu á hvalspiki, sem safnast hefur fyrir í Noregi. Þeir fyrmefndu vilja fá leyfi til að selja um 600 tonn af spiki af tegundum sem leyft er að veiða en grænfrið- ungar fullyrða að það muni ýta undir veiðar á tegundum í útrýmingar- hættu. Alls hafa 130 sveitarfélög í Noregi nú krafist þess að fá leyfi til að selja hvalspikið en markaður fyrir það er einkum í Japan. Samtök grænfrið- unga á Norðurlöndum sendu hins vegar frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að slíkt muni auka veiðar og sölu á tegundum sem ekki sé leyfi- legt að veiða og þar með tegundum í útrýmingarhættu. „Ekki þarf að leita langt til að sjá að erfitt er að stöðva smygl á mat og drykkjarvöru ef eft- um spik irspurn er fyrir hendi,“ segir í til- kynningu grænfriðunga. Þeir létu nýlega framkvæma skoð- anakönnun í Noregi þar sem fram kemur að 42% þjóðarinnar eru ósam- mála grænfriðungum um að lögleg sala á hval og hvalaafurðum leiði til ólöglegra veiða og sölu. Tæplega þriðjungur er sammála grænfriðung- um. Hánorðursamtökin, sem eru sam- tök íbúa á norðurslóð, einkum jieirra sem hafa lifibrauð sitt af sjávarút- vegi, gagmýna þessa könnun græn- friðunga þar sem þeir segja að spurt hafi verið leiðandi spurninga. Minna samtökin á að tekin séu DNA-sýni úr hverjum einasta veiddum hval til að koma í veg fyrir ólöglega sölu. Þá takast grænfriðungar og samtökin á um hve mikið magn eiturefna, svo sem díoxíns, sé að finna í hvalkjöti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.