Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Yasser Arafat og Ehud Barak ræða friðartillögur Bills Clintons Sagðar að mörgu leyti þær sömu og í Camp David Jenísalem. AP, Reuters. Arafat, leiðtogi Palestínumanna, kyssir ungan sjúkling á sjúkrahúsi á Gaza-svæðinu sem hann heimsótti í gær. YASSER Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, og Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, ætla að hittast í dag með milligöngu Hosnis Mubaraks Egyptalandsfor- seta, og ræða tillögur sem Bill Clin- ton Bandaríkjaforseti hefur lagt fyr- ir deiluaðila í Mið-Austurlöndum. ísraelskur embættismaður hafði fullyrt á þriðjudag að Arafat og Bar- ak myndu hittast, en Palestínumenn sögðu þá að ekki væri öruggt að af fundinum yrði. í gær staðfestu báðir að fundurinn yrði í Sharm el-Sheik í Egyptalandi. Ýmsir fyrirvarar Báðir aðilar sögðu í gær að tillög- ur Clintons vörðuðu meginefni ágreinings sem staðið hefur milli ís- raela og Palestínumanna í 52 ár, eins og til dæmis framtíð Jerúsalem, landnám gyðinga og endanleg landa- mæri. Fallist deiluaðilar á þennan ramma er líklegt að Arafat og Barak haldi til Washington til að reka enda- hnútinn á samkomulag. „Við höfum ýmsa fyrirvara á,“ sagði Shlomo Ben-Ami, utanríkis- ráðherra ísraela og helsti samninga- maður þeirra, um tillögurammann sem Clinton lagði fram eftir fimm daga samningafundi sáttanefnda deiluaðila í Washington í síðustu viku. „[Palestínumenn] munu gera grein fyrir fyrirvörum sínum og við munum gera grein fyrir okkar. A grundvelli þess mun [Clinton] ákveða hvort forsendur eru fyrir fundi,“ sagði Ben-Ami ennlremur. „Eg met það svo, að báðir aðilar muni segja, já, en“.“ Næstu dagar ráða úrslitum Arafat sagði í gær að næstu dagar, sem eru hátíðisdagar hjá múslímum, muni ráða úrslitum. Barak hefur lýst því yfir að ísraelar muni ekki eiga neins annars úrkosti en samþykkja tillögur Clintons ef Arafat samþykk- ir þær. Fréttaskýrendur segja að Barak þurfi nauðsynlega að ná friðarsam- komulagi við Palestínumenn til þess að auka sigurlíkur sínar í forsætis- ráðherrakosningum sem fara fram í ísraela 6. febrúar nk. Andstæðingur Baraks í kosningunum, Ariel Shar- on, hefur neitað að taka í hönd Ara- fats. Halda níu prósentum Að sögn palestínsks embættis- manns þýða tillögur Clintons í raun að ísraelar myndu halda níu pró- sentum af herteknu svæðunum á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu, sem þeir tóku, ásamt Austur-Jerú- salem, í sexdaga stríðinu 1967. Israelar myndu innlima fimm pró- sent af landinu, fá þrjú prósent til langtímaleigu og eitt prósent yrði innlimun landnámssvæða gyðinga í Jerúsalem. Embættismaðurinn sagði að ísr- aelar vildu ennfremur ná leigusamn- ingi svo að þeir gætu haldið land- námssvæði sem væri samliggjandi bænum Hebron á Vesturbakkanum, og að ísraelskir landnemar gætu ver- ið áfram á svæðum inn í bænum. Þá væru tillögur Clintons varð- andi helgistað í Jerúsalem þær sömu og lagðar hefðu verið fram á fundi Arafats og Baraks í Camp David í Bandaríkjunum í sumar. A helgistaðnum, sem múslímar nefna al-Haram al Sharif, eða Hinn göfúga helgidóm, og gyðingar nefna Must- erishæð, yrði Palestínumönnum veitt full yfirráð efst á hæðinni, þar sem al-Aqsamoskan og Helgisteins- moskan eru, en ísraelar fengju svæðið þar fyrir neðan, þar á meðal vesturhluta gamla borgarmúrsins. Krefjast fullra yfírráða Israelar hertóku staðinn í sex- dagastríðinu 1967. Múslímar fara þar með daglega umsjón, en krefjast þess að fá full yfirráð. Clinton mun hafa farið fram á það við Palestínu- menn, að í staðinn fyrir eftirgjöf ís- raela á Musterishæðinni dragi Pal- estínumenn verulega úr kröfum sínum um rétt palestínskra flótta- manna til að snúa til síns heima, en milljónir Palestínumanna hröktust á flótta eða voru hraktir frá heimilum sínum í þeim styrjöldum sem háðar hafa verið fyrir botni Miðjarðarhafs. Rétturinn til að snúa heim hefur verið eitt af grundvallaratriðum stefnu Palestínumanna, en ísraelar hafa sagt að þeir muni aldrei sam- þykkja að taka við hátt í fjórum milljónum palestínskra flóttamanna, sem nú eru í Jórdaníu, Sýrlandi, Líb- anon og búðum á Vesturbakkanum og Gaza. Þessi fjöldi myndi ger- breyta ísraelsku samfélagi, en þar í landi eru 80% íbúanna gyðingar. Tillögur Clintons voru bornar sáttafulltrúum Palestínumanna og Ben-Ami munnlega í Hvíta húsinu sl. laugardag. Þær eru ekki skriflegar, sem þýðir að talsvert svigrúm gefst til að breyta eða jafnvel falla frá ein- hverjum þeirra, verði þeim hafnað. Brezkt frumvarp Nafnleynd svipt af sæð- is- og eggja- gjöfum? SAMKVÆMT nýju lagafrumvarpi sem í smiðum er í Bretlandi gætu böm sem verða til úr gefnu sæði, eggi eða fóstri öðlast lagalegan rétt til þess að fá að vita hveijir líf- fræðilegir foreldrar þess séu. Samkvæmt firétt á fréttavef BBC hefur brezka heilbrigðisráðuneytið boðað breytingar á þeirri löggjöf sem nú er í gildi á þessu sviði en samkvæmt henni er nafnleynd sæð- is-, eggja- og fósturgjafa tryggð. Eins og reglumar em nú hafa einstaklingar yfir átján ára aldri rétt á að fá að vita hvort þeir séu ávöxtur sæðis-, eggja eða fóst- urgjafar en ekki á frekari upplýs- ingum um líffræðilega foreldra sma. Eftir því sem haft er eftir talsmanni brezka heilbrigðisráðuneytisins er nú verið að íhuga að slik böm fái rétt til þess að fá vissar upplýsingar um líffræðilegt foreldri sitt, án þess þó að svipta nafnleyndinni af þvf. I hverju tilviki muni viðkomandi sæð- is-, eggja eða fósturgjafar þurfa að samþykkja að nokkrar upplýsingar um þá séu látnar af hcndi. Og verði lögfestar heimildir til að veita tæknifrjóvgunarbömum aðgang að upplýsingum um líffræðilega for- eldra sína muni hinar nýju reglur ekki vera afturvirkar, þ.e. ekki gilda um þá sem þegar hafa gefið sæði, egg eða fóstur. Einn möguleikinn sem þykir koma til greina er að tækniftjóvg- unarböra fái aðeins upplýsingar sem ekki nægja til að „fletta ofan af‘ hinu líffræðilega foreldri, þ.e. upplýsingar um hár- og augnlit o.s.frv. Hinn möguleikinn er sá að barnið (orðið 18 ára) fái upplýsingar um sjúkrasögu hins líffræðilega for- eldris síns en þar með væri vegið all- nærri nafnleynd foreldrisins. Rót- tækasta hugmyndin er sú að tæknifijóvgunarbam geti fengið nafn og heimilisfang líffræðilegs foreldris si'ns uppgefið, óski það þess. Þegar fyrstu hugmyndir komu fram um slflta endurskoðun laganna árið 1999 sagði talsmaður „Fijósem- issamtakanna" (National Fertility Association), samtaka sæðis-, eggja- og fósturgjafa í Bretlandi, að þær væra slæmar fréttir fyrir skjólstæð- inga félagsins. Starfsmaður gekk berserksgang’ hjá netfyrirtæki í Massachusets Myrti sj ö sam- starfsmenn sína Michael McDermott leiddur fyrir rétt í gær. Wakefleld ( Bandarikjunum. AP. TÖLVUNAKFRÆÐINGUR, sem talinn er hafa skotið til bana sjö sam- starfsmenn sína í netráðgjafafyrir- tæki í bænum Wakefield í Massachusettsríki í Bandaríkjunum, kann að hafa verið argur vegna krafna um að skorið yrði af launum hans til þess að greiða ógreidda skatta eftir jólaleyfið, að því er yf- irvöld segja. Maðurinn heitir Michael McDer- mott og er 42 ára. Hann veifaði hálf- sjálfvirkum riffli, haglabyssu og skammbyssu þegar hann gekk um skrifstofur fyrirtækisins Edgewater Technologies á þriðjudaginn, myrti fjórar konur og þijá karla og skildi eftir sig slóð af byssukúlum og skot- hylkjum, að sögn saksóknara. Fimm hinna myrtu unnu í bók- haldsdeild fyrirtækisins sem hafði nýlega borist krafa frá skattayfir- völdum um að farið yrði að draga af launum McDermotts til greiðslu á sköttum. Starfsmaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að í síðustu viku hefði McDermott fengið reiði- kast vegna þessa máls. Hinir tveir sem hann myrti unnu í móttöku og starfsmannahaldi. „Svo virðist sem allt hafi beinst að þessum einstaklingum fremur en að um hafi verið að ræða tilviljana- kennda skotárás,“ sagði Martha Coakley, saksóknari í Middlesex- sýslu. Árásin stóð í tíu múiútur Hún segir að helst verði ráðið af viðtölum við vitni að McDermott hafi mætt í vinnu klukkan níu á þriðju- dagsmorgun og spjallað við sam- starfsfólk sitt Það hafi ekki verið fyrr en um klukkan ellefu að hann dró upp skotvopn og hafi árásin ekki staðið nema í fimm til tíu mínútur. „Fá, ef nokkur, skot misstu marks,“ sagði Tom O’Reilly, aðstoð- arsaksóknari. „Eitt fómarlambanna var undir skrifborði sínu. Hann hafði verið skotinn mörgum sinnum. Ann- að var ung kona sem lá fram á lykla- borð tölvu sinnar. Hún hafði verið skotin í hnakkann." Fyrirtækið hafði nýlega samþykkt að verða við kröfu skattayfirvalda en ákveðið hafði verið að beðið yrði þar til eftir hátíðimar með að heíja frádrátt af launum McDermotts tál greiðslu á þeim sköttum sem hann skuldaði, auk vaxta Heimildarmaður, sem ekki vildi láta nafhs síns getið, sagði að upphæð- in er um væri að ræða næmi „um tvö þúsund dollurum." Coakley sagði að McDermott hefði ekki haft leyfi fyrir neinum af þeim skotvopnum sem hann hefði notað. Hann hefði haft hreint sakavottorð. Lögreglumenn fundu McDermott sitjandi rólegan í anddyri fyrirtæk- isins og lá lík skammt frá og vopn hans innan seilingar. Hann var hand- tekinn án þess að gripið væri til vopna. „Viðkunnanleg fjölskylda" Samstarfsfólk og nágrannar McDermotts, sem er fyrrverandi kaf- bátarafmagnsfræðingur hjá banda- ríska sjóhemum, sögðu að hann væri þögull, önugur og duttlungafullur. Fjölskylda McDermotts hefur ráð- ið verjandann Kevin Reddington og héfur hann hitt McDermott. „Þetta er afskaplega viðkunnanleg fjöl- skylda. Þeim er auðvitað mjög brugð- ið,“ sagði Reddington í viðtali við blaðið Boston Herald. „En þau standa að baki bróður sínum og syni ... Það eru allir slegnir vegna þessara skelfilegu atburða." Fyrirtækið Edgewater hefur um það bil 240 starfsmenn í Massachus- etts, að sögn yfirmanns fjárfesta- tengsla þess, Johns Cooleys. Verið er að flytja höfuðstöðvar þess frá Ark- ansas-ríki til Wakefield sem er 25 þúsund manna bær tæpa 20 km norð- ur af Boston. Fyrirtækið er ennfrem- ur með skrifstofur í Alabama, Minne- sota og New Hampshire. McDermott kom fyrir dómara í gær og vom birtar sjö ákærar fyrir morð. Hann kvaðst ekki sekur. Hon- um var neitað um að verða látinn laus gegn tryggingu. Þetta er mannskæðasta skotárás á vinnustað í Bandaríkjunum síðan 2. nóvember í fyrra þegar Brian Uye- sugi, Ijósritunarvélaviðgerðarmaður hjá Xerox í Honolulu á Hawaii, myrti sjö manns á skrifstofum fyrirtækis- ins. Hann hlaut lífstíðarfangelsisdóm. Einungis um þremur mánuðum áður hafði Mark Barton myrt níu manns á skrifstofum verðbréfafyrirtækis í Atlanta í Georgíu-ríki. Hann framdi síðan sjálfsvíg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.