Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Góð kirkju- sókn í veður- blíðunni JÓLAHALD fór víðast hvar vel fram og var jólaveðrið með besta móti á landinu. Kirkjusókn var mjög góð á aðfangadagskvöld, en í mörgum stærri kirkjum var bæði aftansöngur og miðnæt- urmessa. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra, segir að mjög góð kirkjusókn hafi verið á að- fangadagskvöld í þeim 20 kirkjum sem prófastsdæmið nær yfir. I Hallgrímskirkjusókn, þar sem Jón Dalbú er sóknarprestur, var kirkjusókn með besta móti, og ekki spillti fyrir að veður var með eindæmum gott. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í Ak- ureyrarkirkju, segir að fólk hafi þurft að standa í kirkjunni við aftansöng á aðfangadag. Hann segir það einnig ánægjulega þró- un að kirkjusókn só greinilega að aukast ár frá ári á aðventunni. Jón Dalbú tekur í sama streng og segir að framboð aukist stöðugt af helgihaldi og listviðburðum í kirkjum á aðventunni. „Þátttakan er ótrúleg, sem seg- ir mér að fólk notar aðventuna í auknum mæli til andlegrar upp- byggingar, þótt okkur finnist prjál í kringum jólin stundum vera of mikið,“ segir Jón Dalbú. Árlegur jólafagnaður Verndar og Hjálpræðishersins var haldinn á aðfangadagskvöld í Herkast- alanum við Kirkjustræti og tókst mjög vel, að sögn aðstandenda. Þangað mættu ríflega 150 manns, og var mætingin svipuð og í fyrra. Árin þar á undan mættu hins vegar um 100 manns, þannig Fjöldi manns tók þátt í friðargöngu niður Laugaveg á Þorláksmessu. Morgunblaðið/Jim Smart Að venju lögðu fjölmargir Ieið sína að leiðum ættingja og vina og tendruðu þar Ijós yfir jólin. að gestum hefur fjölgað nokkuð síðustu tvö árin í þennan jóla- fagnað, en þangað eru þeir vel- komnir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vanda- mönnum á aðfangadagskvöld. Jólaveðrið lék við flesta lands- menn, hæg norðanátt var á jóla- dag og léttskýjað víðast hvar, en stöku él norðantil. Á jóladag sáust margir í göngutúrum í blíð- unni, og fólk heimsótti kirkju- garða og setti þar kertaljós á leiði ættingja og vina. Á Þorláksmessu stóðu íslenskar friðarhreyfingar að blysför niður Laugaveginn um kvöldmat- arleytið, en þetta var 21. árið sem friðargangan er farin á þessum degi. Fólk safnaðist saman við Hlemm og lauk förinni með stutt- um fundi á Ingólfstorgi. Er leið á kvöldið fjölgaði á Laugaveginum þar sem jólasveinar voru á hlaup- um, kórar sungu jólalög og hlýða mátti á einsöng af svölum á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis, en í Kringlunni dró hins vegar úr ösinni. Frumvarp um breytingu vopnalaga Bannað verði að selja yngri en 18 ára skotelda LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á vopnalögum sem felui- í sér að bann- að verði að selja eða afhenda skot- elda barni yngra en 18 ára en þó er gert ráð fyrir því að heimilt verði að selja börnum eldri en 15 ára skotelda til notkunar innan húss. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að samkvæmt núgild- andi lagaákvæðum sé sala eða af- hending skotelda til barna yngri en 16 ára bönnuð sé þess getið í leið- beiningum með skoteldum og að öll sala á skoteldum til barna yngri en 12 ára sé óheimil. Samkvæmt þessu ákvæði sé það lagt í hendur framleið- enda eða innflytjanda vörunnar að taka ákvörðun um hvort heimilt sé að selja vöruna bömum yngri en 16 ára, en það sé í verkahring hans að sjá um að leiðbeiningar um meðferð vörunn- ar séu límdar á hana. Almenn notkun skotelda um áramót sé mikil og tíðni slysa af völdum þeirra sé há hér á landi, einkum á bömum. Margt bendi til að tíðni slysa af völdum þeirra sé hærri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Einnig segir: „Nauðsynlegt er að herða öryggisreglur um meðhöndlun skotelda, reglur um sölu á skoteldum og endurskoða aldursmörk við sölu þeirra. í því sambandi er sérstaklega litið til þróunar í nálægum löndum þar sem aldursmörk um sölu á skot- eldum hafa verið færð upp til 18 ára aldurs og tekin hefur verið upp flokk- un á skoteldum. Með þessu frum- varpi er lagt til að aldursmörk við sölu skotelda séu færð úr 16 ára aldri til 18 ára aldurs. Þó sé heimilt að selja bömum frá 15 ára aldri skot- elda til notkunar innan húss. Gert er ráð fyrir að ný reglugerð um skot- elda sem væntanleg er innan tíðar setji fastari reglur um flokkun skot- elda. Með þeirri breytingu sem hér er lögð til á 32. gr. vopnalaga yrði það ekki lengur á valdi framleiðanda eða innflytjanda að ákvarða hvaða skot- elda megi selja til yngi-i aldurshóps- ins, heldur yrði skýrt kveðið á um það í lögum og nánar útfært í reglu- gerð um skotelda.“ Ásta Möller er fyrsti flutnings- maður frumvarpsins. Hún sagði að sú slysaalda af völdum flugelda sem hefði orðið um síðastliðin áramót hefði vakið hana til umhugsunar í þessum efnum. Með því að breyta lögunum væru skapaðar forsendur til þess að fækka slysum veralega og einnig auka umræðuna um hættuna af völdum notkunar skotelda. Með- höndlun skotelda væri kæraleysisleg hér á landi og þessi miklu slys af völdum þeirra væru merki um það. Morgunblaðið/Porkell Ólafur Ragnar sýndi börnunum gott fordæmi og setti upp hlífðargleraugu. Hlífðargleraugu til allra tólf ára barna í landinu BLINDRAFÉLAGIÐ hefur um undanfarin áramót gefíð öllum tólf ára börnum í landinu hlífðargler- augu en með þessu móti vill félagið stuðla að auknu öryggi barna í um- gengni við flugelda og hvetja til aukinnar aðgæslu. Formleg setning verkefnisins var í gær á Bessastöð- um þar sem forseti Islands hjálpaði til við að dreifa hlífðargleraugum til hóps barna. I ár era hlífðargleraugu send til rúmlegá 4.500 barna og fylgja gler- augunum leiðbeiningar þar sem mikilvægi notkunar þeirra er ítrek- að. Tölur um slys af völdum blysa og ílugelda sýna að börn á aldrinum 12 til 14 ára verða oftast fyrir slysum en í þessum aldurshóp slösuðust 13 við síðustu áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.