Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 31 ERLENT Harmi slegnir ættingjar fórnarlamba eldsvoðans. Beðið eftir björgun. Mörg hundruð manns létu lífíð í bruna í Kína • • Oryggismál bygging- arinnar voru í ólestri Luoyang. AP, AFP. Á FJÓRÐA hundrað manns létust í stórbruna í borginni Luoyang í Mið- Kína á kvöldi jóladags. Flest fórn- arlambanna voru stödd í nætur- klúbbi í byggingunni sem m.a. hýsir einnig stórmarkað. Harmi slegnir ættingjar fóru í gær yfir myndir af fórnarlömbunum til að bera kennsl á líkin. Upptök brunans eru í rannsókn en komið hefur í ljós að öryggismál í bygging- unni voru í mjög miklum ólestri. Að sögn kínverska rfldssjónvarps- ins hafa um tuttugu manns verið yf- irheyrðir vegna brunans en lögregl- an hefur ekki viljað tjá sig nánar um málið. Talsmaður Luoyang-borgar, sem ekki vill láta nafns síns getið, sagði að þeir sem hafa verið yfir- heyrðir bæru ábyrgð á byggingunni. Flestir létust úr reykeitrun Eldurinn kviknaði í kjallara bygg- ingarinnar klukkan hálftíu að stað- artíma á mánudagskvöld. Þaðan breiddist hann út upp á þriðju hæð. Næturklúbburinn er á fimmtu og sjöttu hæð hússins en þar voru flest fórnarlambanna stödd. Flest þeirra létust úr reykeitrun eða köfnuðu, en þykkan reyk lagði upp á efri hæðir byggingarinnar. Auk gesta nætur- klúbbsins voru byggingarverka- menn staddir á þriðju hæð hússins, en þeir voru að leggja lokahönd á frágang stórverslunar sem átti að opna í dag, fimmtudag. Að sögn þeirra sem komust lífs af var önnur tveggja útgönguleiða úr næturklúbbnum full af reyk og hin þannig staðsett að gestirnir tóku ekki eftir henni. Kínverskt dagblað, Southem Daily, hefur eftir Wang Weihong, sem komst lífs af ásamt unnusta sínum að það hafi bjargað lífi þeirra að þau brutu glugga á her- bergi sem þau voru stödd í og þannig hafi þau fengið nægt súrefni þar til slökkvilið kom þeim til bjargar. Hún segir að hræðflegt hafi verið um að litast á slysstað, slíkur var fjöldi lík- anna. Stjórnvöld heita rannsókn og refsingum Kínversk stjórnvöld hafa brugðist harkalega við fregnum af brunanum og ónógum brunavömum. Zhu Rongji forsætisráðherra og Hu Jintao varaforseti hafa, að sögn kín- verska sjónvarpsins, fyrirskipað ít- arlega rannsókn á slysinu og krafist þess að þeir sem bera ábyrgð á brun- anum verði refsað harðlega. Kínverska fréttastofan Xinhua hefur greint frá því að byggingin hafi verið sett á lista yfir 40 hættulegustu byggingar í Henan-héraði fyrir þremur árum. Þrátt fyrir það var ekkert gert til að bæta úr öryggis- málum í byggingunni. Yfirvöld í Luoyang drógu til baka leyfi sem veitt hafði verið til að leigja út rými í byggingunni en þrátt fyrir það héldu umsjónarmenn hennar áfram að leigja þau út, m.a. fyrir næturklúbbinn. Nýverið var skrifað undir samning um endurnýjun bygg- ingarinnar, en sú vinna var ekki haf- in þegar eldsvoðinn átti sér stað. Talsmenn Luoyang-borgar hafa staðfest þessa frétt fréttastofunnar en neituðu að tjá sig frekar um mál- ið. Sömuleiðis hafa lögregla og önnur yfirvöld ekki viljað greina frá fram- gangi rannsóknarinnar. Meðal annars hefur getum verið leitt að því að neisti í kjallara bygg- ingarinnar, þar sem verkamenn voru að logsjóða, hafi valdið brunanum. Einnig hefur því verið haldið fram að um íkveikju hafi verið að ræða. Sýning á antik- bútasaumsteppum í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34 Sýningin er opin á opnunartíma safnsins frá kl. 11.00 - 17.00 27. - 30. desember og 3. - 7. janúar. Mitterrand yngri áfram í varðhaldi Parfs. Reuters, AFP. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í París hafnaði í gær beiðni um að Jean- Christophe Mitt- errand, sonur fyrrverandi Frakklandsfor- seta, yrði látinn laus úr gæzlu- varðhaldi gegn tryggingu. Hann var handtekinn sl. fimmtudag, grun- aður mn að vera viðriðinn vopna- sölumál sem franskir saksóknarar eru nú með til meðferðar. Jean-Christophe Mitterrand, eldri sonur Francois Mitterrands heitins, var ráðgjafi föður síns í Afríkumálum á tímabilinu 1986-1992. Hann hefur þegar viðurkennt að hafa þegið and- virði um 155 milUóna króna frá fyr- irtæki sem seldi vopn til Angóla upp úr 1990. Eru uppi grunsemdir um að hann hafi þegið greiðslumar fyrir að hafa notað víðtækt tengslanet sitt í Afríku til að liðka fyrir vopnasölu- samningum milli rússnesks fyrirtæk- is með vafasaman orðstír og stjóm- valda í Angóla, sem komst til framkvæmda á ámnum 1993-1994. Jean-Pierre Versini-Campinchi, lögfræðingur Mitterrands, sagði að líkamleg heilsa hans væri ágæt „en andlega er hann útbmnninn. Þið get- ið rétt ímyndað ykkur hve mikil smán þetta er honum.“ Jean Christophe Mitterrand Blaða- menn í stríði við yfirmenn FRÉTTAMENN á tékkneska rfldssjónvarpinu eiga nú í harð- vítugum deilum við yfirmenn sína. Fréttamennirnir neituðu í vikunni sem leið að samþykkja ráðningu Jiri Hodac í stöðu yf- irmanns stöðvarinnar á þeirri forsendu að ráðning hans væri pólitísk og hann ætti eftir að vera stjórnarflokkunum leiði- tamur. I kjölfar ráðningarinnar lok- uðu fréttamenn sig inni á fréttastofunni og senda nú út eigin fréttir. Þeir vom reknir á þriðjudag en hafa neitað að samþykkja uppsögnina. í gær kærðu yfirmenn síðan þessa uppreisnargjörnu undirsáta sína. Stuðningsmenn Hodac hafa einnig sagt að svo geti farið að valdi verði beitt til að rýma fréttastofuna. Fréttamennirnir, sem njóta stuðnings annara vinnuveit- enda, blaðamanna og verka- lýðsfélaga segja að Hodac teng- ist miðjuflokknum Borgara- legir demókratar (ODS) og hafi þegar hann var fréttastjóri á ríkissjónvarpinu látið stjómast af þeim flokki og sósíaldemó- krötum sem sitja í ríkisstjórn með stuðningi ODS. Leit að mál- verkum ár- angurslaus SÆNSKA lögregfan leitar nú dyrum og dyngjum að þremur málverkum, einu eftir Rem- brandt og tveimur eftir Renoir, sem stolið var úr sænska Lista- safninu á föstudag. 25 manns hafa verið yfirheyrðir en lög- reglan sagði í gær að hún væri litlu nær um þjófnaðinn á mál- verkunum sem samanlagt eru metin á um tvo og hálfan millj- arð ísl. lcróna. Ránið átti sér stað rétt fyrir lokun listasafns- ins á fostudag. Þrír grímu- klæddir og vopnaðir menn ruddust inn og tóku verkin traustataki. Þeir komust síðan undan á bát eftir að hafa kveikt í bflum og stráð göddum á göt- una fýrir utan safnið. Vinur ber vitni gegn Estrada NÁINN vinur Joseph Estrada, forseta Filippseyja, er fús til að bera vitni gegn honum. Þetta kom fram í fil- ippseyskum dagblöðum í gær sem segja sak- sólmara hafa yfirheyrt manninn. Að sögn þing- mannsins Mike Defens- or mun vitnis- burður mannsins koma Estr- ada enn verr en vitnisburður bankamanns sem sagðist hafa séð Estrada falsa undirskrift að skjölum. Defensor vildi elcki gefa nánari upplýsingar um manninn en þær að hann vissi mikið um viðskipti Estrada sem hefur verið sakaður um mútuþægni og spillingu. Joseph Estrada
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.