Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 72
J?2 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Anand heimsmeistari eftir
- öruggan sigur gegn Shirov
Morgunblaðið/Sverrir
Viswanathan Anand
SKAK
Teheran
HEIMSMEISTARA-
EINVIGI FIDE
20.-27.12 2000 SKÁK
INDVERSKI stórmeistarinn
Viswanathan Anand varð fyrstur
Asíubúa til að hreppa heimsmeist-
-^aratitil í skák þegar hann sigraði
Alexei Shirov 3VM4 í lokaeinvígi
FIDE-heimsmeistarakeppninnar.
Fyrirhugað var að einvígið yrði sex
skákir, en þar sem Anand hafði
þegar tryggt sér sigur verða þær
tvær síðustu ekki tefldar. Fyrirfram
var Anand talinn líklegastur til að
sigra í keppninni, en þó var fyr-
irkomulag hennar þannig að margir
vildu líkja henni við happdrætti
fremur en heimsmeistarakeppni.
Það gerðu hin stuttu einvígi, venju-
lega tvær skákir, auk þess sem úr-
slit ráðast gjaman í atskákum eða
jafnvel hraðskákum.
Anand er mjög vel að titlinum
kominn. Hann vann 8 skákir á
jjmótinu, gerði 12 jafntefli og var
taplaus. Anand tekur við titlinum af
Alexander Khalifman, sem var
reyndar sá eini sem veitti Anand
verulega mótstöðu. Það var einung-
is gegn Khalifman sem Anand lenti
í taphættu og kannski var það ekki
eins mikil tilviljun og menn töldu
upphaflega að Khalifman skyldi
sigra í keppninni í fyrra. Þetta var í
þriðja skipti sem Anand tefldi um
heimsmeistaratitil. Hann tapaði fyr-
ir Kasparov í New York 1995 og
fyrir Karpov í Lausanne 1997.
' '** Sigur Anands vakti gífurlega at-
hygli í heimalandi hans, Indlandi.
Honum bárust árnaðaróskir frá for-
seta og forsætisráðherra auk fjölda
annarra fyrirmanna. Sigur hans var
forsíðuefni dagblaða og sumir telja
þetta mesta íþróttasigur Indverja,
en skákin er flokkuð með íþróttum í
fjölmiðlum.
Eftir sigur sinn sagðist Anand
telja að í framtíðinni myndi heims-
meistarakeppnin byggjast á stutt-
um einvígjum og sagði að í ljósi
keppninnar sem fór á undan hefði
sex skáka einvígi verið meira en
nóg. Hann vildi ekki tjá sig um
heimsmeistaratitil Kramniks, en
sagði að sigur hans gegn Kasparov
hefði verið mikið afrek. Hann upp-
lýsti einnig, að hann hygðist hætta
við þátttöku í skákmótinu í Linares
í febrúar. Alexander Khalifman
sagði að heimsmeistaratignin hefði
fært honum meiri frægð og athygli
heldur en hann hefði átt von á og
Ijóst er af viðbrögðum fjölmiðla og
endalausum viðtölum Anands frá
því að hann sigraði að sérstaða hans
á eftir að færa honum enn meiri at-
hygli. Shirov sagði að einvíginu
hefði í raun verið lokið eftir fyrstu
tvær skákirnar. Hann kvaðst hafa
verið orðinn þreyttur eftir að hafa
teflt sextán daga í röð í Nýju-Delhí,
en bætti reyndar við að Anand væri
það sterkur skákmaður að það
þyrfti ekki þreytu til að tapa gegn
honum.
Auk fjölmargra viðtala hefur An-
and heimsótt skólaböm á Indlandi
og rætt við þau. Þar sagði hann
m.a. að skákmenn gætu nýtt sér þá
þjálfun sem fylgir skákinni á ýms-
um sviðum lífsins. Til dæmis ættu
skákmenn auðvelt með að einbeita
sér og eins væri skákþjálfun góður
grunnur þegar taka þarf yfirveg-
aðar ákvarðanir í lífinu.
Helgi Áss sigrar á jóla-
hraðskákmóti TK
Jólahraðskákmót Taflfélags
Kópavogs var haldið á annan í jól-
um og var þátttaka mjög góð. Alls
kepptu 32 keppendur og voru tefld-
ar 18 skákir eftir Monrad-kerfi.
Helgi Áss Grétarsson stórmeistari
sigraði mjög örugglega, hlaut 17
vinninga af 18 mögulegum og hlýtur
því heiðursnafnbótina „Jólasveinn
TK 2000“. Jafnir í 2.-3. sæti urðu
Þráinn Vigfússon og Jón Viktor
Gunnarsson með 12 vinninga. í
4.-6. sæti urðu Stefán Kristjánsson,
Hlíðar Þór Hreinsson og Sigurjón
Sigurbjömsson með 1114 vinning. í
7.-8. sæti urðu Hrannar Baldursson
og Páll Þórarinsson með 11 vinn-
inga.
Jólamót Hellis á ICC
Taflfélagið Hellir heldur fyrsta
jólamót félagsins á morgun, 29. des-
ember, í samstarfi við ICC-netskák-
klúbbinn. Mótið fer fram á ICC, það
hefst kl. 20 og lýkur um kl. 22.30.
Góð verðlaun eru í boði, peninga-
verðlaun og frímánuðir á ICC. Þátt-
taka er ókeypis og er öllum heimil
þátttaka. Mótið fer fram með svip-
uðum hætti og hið árlega íslands-
mót í netskák. Veitt verða verðlaun
í fjóram flokkum, opnum flokki,
undir 2.100 skákstigum, undir 1.800
skákstigum og stigalausir. Miðað er
við íslensk skákstig keppenda.
Tefldar verða 9 umferðir eftir
Monrad-kerfi. Umhugsunartíminn
er fjórar mínútur á skák með
tveggja sekúndna viðbót eftir hvern
leik.
Verðlaun í opnum flokki: 1. vl.
5.000 kr., 2. vl. 3.000 kr„ 3. vl. 2.000
kr. í öðram flokkum era fyrstu
verðlaun fjórir mánuðir frítt á ICC.
Skylda verður að nota nýjasta
Blitzin-hugbúnaðinn (Blitzin 2.31) í
mótinu, en hann er hægt að nálgast
frá heimasíðu ICC, www.chessclub-
.com. Nánari upplýsingar um mótið
má finna á skak.is og á heimasíðu
Taflfélagsins Hellis: www.simnet.is/
hellir.
Nýársmót Skeljungs
Laugardaginn 30. desember fer
fram Nýársskákmót Skeijungs þar
sem flestir sterkustu skákmenn
landsins tefla fimm mínútna hrað-
skákir. Mótið verður haldið í húsa-
kynnum Skeljungs á Suðurlands-
braut 4 og hefst taflmennskan kl.
14. Ahorfendur era velkomnir. Mót-
ið er haldið í samvinnu Skeljungs og
Taflfélags Reykjavíkur.
Skákmaður ársins
Lesendum vefsíðunnar skak.is
stendur nú til boða að velja skák-
mann ársins 2000 og jafnframt þann
efnilegasta. Að valinu standa skak-
.is og Skáksamband Islands. Valið
stendur um sjö skákmenn sem
stjórn Skáksambandsins hefur til-
nefnt í vali skákmanns ársins og
auk þess fimm unga skákmenn í
vali efnilegasta skákmanns ársins.
Urslit verða tilkynnt í byrjun janú-
ar.
Mót á næstunni
28.12. SA. Jólahraðskákmót
29.12. SA. Jólamót 15 ára og yngri
29.12. Hellir. Jólamót 30.12. TR.
Skeljungsmótið 30.12. SA. Hverfa-
keppni
Daði Orn
Jónsson
Hannes Hlífar
Stefánsson
H
*
Fornsagnagetraun Morgunblaðssins birtist í bla
byggist hún á spurningum úr köflum og kvæðu
fornbókmennta.
Veitfc verða þrenn verðlaun
| Hátíðarútgáfa Brennunjálssögu, nákvæm endurgerð á sögufrægri útgáfu Helgaf
frá 1945, með nútfma stafsetningu. Haildór Laxness annaðist útgáfuna og er bókl
rfkulega skreytt myndum eftir Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjarnar og Þorva
Skúlason. Útgefandi Vaka-Helgafell.
tl Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn. Útgefandl Mál og mennlng.
tll Fyrlrlestur um hamingjuna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Útgefandl Bjartur.
ausm
Fornsa