Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 28.12.2000, Qupperneq 72
J?2 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Anand heimsmeistari eftir - öruggan sigur gegn Shirov Morgunblaðið/Sverrir Viswanathan Anand SKAK Teheran HEIMSMEISTARA- EINVIGI FIDE 20.-27.12 2000 SKÁK INDVERSKI stórmeistarinn Viswanathan Anand varð fyrstur Asíubúa til að hreppa heimsmeist- -^aratitil í skák þegar hann sigraði Alexei Shirov 3VM4 í lokaeinvígi FIDE-heimsmeistarakeppninnar. Fyrirhugað var að einvígið yrði sex skákir, en þar sem Anand hafði þegar tryggt sér sigur verða þær tvær síðustu ekki tefldar. Fyrirfram var Anand talinn líklegastur til að sigra í keppninni, en þó var fyr- irkomulag hennar þannig að margir vildu líkja henni við happdrætti fremur en heimsmeistarakeppni. Það gerðu hin stuttu einvígi, venju- lega tvær skákir, auk þess sem úr- slit ráðast gjaman í atskákum eða jafnvel hraðskákum. Anand er mjög vel að titlinum kominn. Hann vann 8 skákir á jjmótinu, gerði 12 jafntefli og var taplaus. Anand tekur við titlinum af Alexander Khalifman, sem var reyndar sá eini sem veitti Anand verulega mótstöðu. Það var einung- is gegn Khalifman sem Anand lenti í taphættu og kannski var það ekki eins mikil tilviljun og menn töldu upphaflega að Khalifman skyldi sigra í keppninni í fyrra. Þetta var í þriðja skipti sem Anand tefldi um heimsmeistaratitil. Hann tapaði fyr- ir Kasparov í New York 1995 og fyrir Karpov í Lausanne 1997. ' '** Sigur Anands vakti gífurlega at- hygli í heimalandi hans, Indlandi. Honum bárust árnaðaróskir frá for- seta og forsætisráðherra auk fjölda annarra fyrirmanna. Sigur hans var forsíðuefni dagblaða og sumir telja þetta mesta íþróttasigur Indverja, en skákin er flokkuð með íþróttum í fjölmiðlum. Eftir sigur sinn sagðist Anand telja að í framtíðinni myndi heims- meistarakeppnin byggjast á stutt- um einvígjum og sagði að í ljósi keppninnar sem fór á undan hefði sex skáka einvígi verið meira en nóg. Hann vildi ekki tjá sig um heimsmeistaratitil Kramniks, en sagði að sigur hans gegn Kasparov hefði verið mikið afrek. Hann upp- lýsti einnig, að hann hygðist hætta við þátttöku í skákmótinu í Linares í febrúar. Alexander Khalifman sagði að heimsmeistaratignin hefði fært honum meiri frægð og athygli heldur en hann hefði átt von á og Ijóst er af viðbrögðum fjölmiðla og endalausum viðtölum Anands frá því að hann sigraði að sérstaða hans á eftir að færa honum enn meiri at- hygli. Shirov sagði að einvíginu hefði í raun verið lokið eftir fyrstu tvær skákirnar. Hann kvaðst hafa verið orðinn þreyttur eftir að hafa teflt sextán daga í röð í Nýju-Delhí, en bætti reyndar við að Anand væri það sterkur skákmaður að það þyrfti ekki þreytu til að tapa gegn honum. Auk fjölmargra viðtala hefur An- and heimsótt skólaböm á Indlandi og rætt við þau. Þar sagði hann m.a. að skákmenn gætu nýtt sér þá þjálfun sem fylgir skákinni á ýms- um sviðum lífsins. Til dæmis ættu skákmenn auðvelt með að einbeita sér og eins væri skákþjálfun góður grunnur þegar taka þarf yfirveg- aðar ákvarðanir í lífinu. Helgi Áss sigrar á jóla- hraðskákmóti TK Jólahraðskákmót Taflfélags Kópavogs var haldið á annan í jól- um og var þátttaka mjög góð. Alls kepptu 32 keppendur og voru tefld- ar 18 skákir eftir Monrad-kerfi. Helgi Áss Grétarsson stórmeistari sigraði mjög örugglega, hlaut 17 vinninga af 18 mögulegum og hlýtur því heiðursnafnbótina „Jólasveinn TK 2000“. Jafnir í 2.-3. sæti urðu Þráinn Vigfússon og Jón Viktor Gunnarsson með 12 vinninga. í 4.-6. sæti urðu Stefán Kristjánsson, Hlíðar Þór Hreinsson og Sigurjón Sigurbjömsson með 1114 vinning. í 7.-8. sæti urðu Hrannar Baldursson og Páll Þórarinsson með 11 vinn- inga. Jólamót Hellis á ICC Taflfélagið Hellir heldur fyrsta jólamót félagsins á morgun, 29. des- ember, í samstarfi við ICC-netskák- klúbbinn. Mótið fer fram á ICC, það hefst kl. 20 og lýkur um kl. 22.30. Góð verðlaun eru í boði, peninga- verðlaun og frímánuðir á ICC. Þátt- taka er ókeypis og er öllum heimil þátttaka. Mótið fer fram með svip- uðum hætti og hið árlega íslands- mót í netskák. Veitt verða verðlaun í fjóram flokkum, opnum flokki, undir 2.100 skákstigum, undir 1.800 skákstigum og stigalausir. Miðað er við íslensk skákstig keppenda. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartíminn er fjórar mínútur á skák með tveggja sekúndna viðbót eftir hvern leik. Verðlaun í opnum flokki: 1. vl. 5.000 kr., 2. vl. 3.000 kr„ 3. vl. 2.000 kr. í öðram flokkum era fyrstu verðlaun fjórir mánuðir frítt á ICC. Skylda verður að nota nýjasta Blitzin-hugbúnaðinn (Blitzin 2.31) í mótinu, en hann er hægt að nálgast frá heimasíðu ICC, www.chessclub- .com. Nánari upplýsingar um mótið má finna á skak.is og á heimasíðu Taflfélagsins Hellis: www.simnet.is/ hellir. Nýársmót Skeljungs Laugardaginn 30. desember fer fram Nýársskákmót Skeijungs þar sem flestir sterkustu skákmenn landsins tefla fimm mínútna hrað- skákir. Mótið verður haldið í húsa- kynnum Skeljungs á Suðurlands- braut 4 og hefst taflmennskan kl. 14. Ahorfendur era velkomnir. Mót- ið er haldið í samvinnu Skeljungs og Taflfélags Reykjavíkur. Skákmaður ársins Lesendum vefsíðunnar skak.is stendur nú til boða að velja skák- mann ársins 2000 og jafnframt þann efnilegasta. Að valinu standa skak- .is og Skáksamband Islands. Valið stendur um sjö skákmenn sem stjórn Skáksambandsins hefur til- nefnt í vali skákmanns ársins og auk þess fimm unga skákmenn í vali efnilegasta skákmanns ársins. Urslit verða tilkynnt í byrjun janú- ar. Mót á næstunni 28.12. SA. Jólahraðskákmót 29.12. SA. Jólamót 15 ára og yngri 29.12. Hellir. Jólamót 30.12. TR. Skeljungsmótið 30.12. SA. Hverfa- keppni Daði Orn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson H * Fornsagnagetraun Morgunblaðssins birtist í bla byggist hún á spurningum úr köflum og kvæðu fornbókmennta. Veitfc verða þrenn verðlaun | Hátíðarútgáfa Brennunjálssögu, nákvæm endurgerð á sögufrægri útgáfu Helgaf frá 1945, með nútfma stafsetningu. Haildór Laxness annaðist útgáfuna og er bókl rfkulega skreytt myndum eftir Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjarnar og Þorva Skúlason. Útgefandi Vaka-Helgafell. tl Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn. Útgefandl Mál og mennlng. tll Fyrlrlestur um hamingjuna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Útgefandl Bjartur. ausm Fornsa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.