Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR hversu langt við getum gengið.“ „Þess vegna er leiksýning alltaf eins og bein útsending,“ segir Sig- urður „Hún er ekki eins og kvik- mynd, sem er fest á fílmu í eitt skipti fyrir öll, heldur ný á hverju kvöldi og með nýja áhorfendur. Það getur allt gerst.“ Verðið þið aldrei leið á Georg og Dóru? Nei, alls ekki. Við þekkjum þau orðið svo vel, örugglega betur en höfundurinn og kannski betur en okkur sjálf,“ segja Sigurður og Tinna - og Sigurður bætir við: „Georg hefur oft hjálpað mér og ég á mjög auðvelt með að samsama mig honum.“ Hvernig má það vera? „Það er vegna þess að Georg og Dóra tala um alvörumál, um atburði sem koma fyrir í lífi flestra. Þau tala tæpitungulaust sem gerir alvöruna oft fyndna. Þau hittast aðeins einu sinni á ári og eru trúnaðarvinir. Þau vita bæði að þau geta engar kröfur gert hvort til annars og þau vita líka að hvert ár getur verið það síðasta sem þau hittast. Þau gefa sér því ekki tíma til að dyljast hvort fyrir öðru, heldur þróast samband þeirra án allra skilyrða, í vináttu og vænt- umþykju.“ Það er nú kannski dálítið sér- kennilegt að tala svona um framhjá- haldssamband. „Já, kannski. En framhjáhalds- sambönd verða til og þróast hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta samband á ekki möguleika á að verða annað en það er, vegna þess að bæði Georg og Dóra hafa skyldur heima hjá sér sem þeim ber að rækja. Þau eru trygglynd og það trygglyndi kemur ekki bara fram í þessum árlega fundi þeirra.“ Nú eru þau um fjörutíu og átta ára í upphafi leiksins og sextíu og fjögurra ára í lok- in. Hvernig tilfinning er það að sjá sjálfan sig eldast; sjá hvernig þið komið til með að líta út eftir fimm ár, tíu ár, sextán ár? „Það er holl reynsla. Við höfum mikið velt því fyrir okkur hvernig fólk eldist, hvort við ættum að búa til eitthvað utan um þróunina, hvort hún væri spurn- ing um ytri myndina. A endanum ákváðum við hins vegar að þótt Georg og Dóra eldist og þroskist, þá eru þau alltaf sömu karakterarnir. Ástin sem tengdi þau í upphafi, þessi neisti, er alltaf til staðar. Líkaminn eldist en ástin er sú sama. Við völdum þá leið að „leika“ ekki gamalt fólk, heldur bara leyfa litlum hlutum að breytast; hreyfingarnar verða smám saman stirðari, þau verða smám saman gi-áhærð og ná alltaf meiri tökum á ákafanum - læra kannski betur að njóta hverrar stundar. Enda er þetta ekki leikrit um gamalt fólk eða um það hvort eða hvernig við eldumst á sviðinu. Þetta er leikrit um ástina. Fólk á í ást- arsamböndum fram á grafarbakk- ann. Það er alveg sama hvað maður verður gamall. Þörfin fyrir ástina - og húmorinn - hverfur aldrei." A sama tíma síðar verður, sem fyrr segir, frumstýnt í Loftkastalan- um í kvöld. Leikstjóri sýningarinnar er Hallur Helgason og það var Tinna Gunnlaugsdóttir sem þýddi verkið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson George og Ddra halda sínu striki og hittast einu sinni á ári. Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigurður Siguijónsson í hlutverkum sínum í Á sama tíma síðar. Líkaminn eldist en ástin er sú sama ASAMA tíma síðar, eftir Bernard Slade, er sjálf- stætt framhald af leikrit- inu Á sama tíma að ári og verður frumsýnt hjá Leikfélagi Is- lands í Loftkastalanum í kvöld. Eins og fyrra leikritið fjallar Á sama tíma síðar um þau Georg og Dóru sem hittast einu sinni á ári og alltaf á sama staðnum, sama hótelinu. Þau eru bæði gift - en ekki hvort öðru. Engu að síður þróast samband þeirra ár frá ári. Þau kynnast kost- um og göllum hvort annars, eiga sín- ar góðu stundir og slæmu, eru ekki sammála um allt, eiga í átökum - en þessi eina helgi á ári er þeim mik- ilvæg og þau halda sínu striki. Þegar leikurinn hefst eiga þau Georg og Dóra tuttugu og fimm ára „framhjáhaldsafmæli" og árið er 1983. í lokin er komið árið 1999 og hafi fyrri hluti sambands þeirra ver- ið viðburðaríkur, þá eru þessi sextán ár ekki síður skrautleg. Þau deila sorgum sínum og gleði hvort með öðru, aldurinn færist yfir með sínum kvillum. Þau tímabil koma að Georg og Dóra leggja mikið á sig til að sporna gegn ellinni - grípa jafnvel til örþrifaráða. Börnin eru vaxin úr grasi og sum þeirra hafa ekki náð fótfestu í lífinu, önnur hafa farið óhefðbundnar leiðir. En sem fyrr, er Leikfélag íslands frumsýnir Á sama tíma síðar í Loftkastalanum í kvöld. Súsanna Svavarsdóttir _______leit inn á æfingu og ræddi við leikara__ sýningarinnar, Sigurð Sigurjónsson og Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem halda áfram þar sem frá ------------7---------------------------------- var horfíð í A sama tíma að ári og leika þau Georg og Dóru á aldursskeiðinu fjörutíu og átta til sextíu og fjögurra ára. það hlýjan og húmorinn sem fleytir þeim í gegnum þykkt og þunnt. Þau Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir, sem í þrjú ár léku Georg og Dóru í Á sama tíma að ári, mætast hér aft- ur og gætu allt eins átt von á að leika þessa sýningu næstu þrjú árin. Þeg- ar þau eru spurð hvort ekki vefjist fyrir þeim að halda áfram að leika þessa sömu karaktera næstu árin, segja þau það af og frá. „Mér finnst svo vænt um minn mann og ég elska Dóru svo mikið að ég vil hitta hana sem oftast," segir Sigurður og Tinna bætir við: „Þegar maður þekkir kar- akterana orðið svona vel er mjög skemmtilegt að fá að halda áfram að vinna þá. Samanlagt spanna leikritin tvö fjörutíu og eitt ár af ævi þeirra og þótt seinni hlutinn sé nokkuð frá- brugðinn þeim fyrri er þetta alvöru fólk með raunverulegar tilfinning- ar.“ Frábrugðinn og ekki frábrugð- inn. Þau Georg og Dóra eru sömu persónurnar, þau hafa sömu veikleikana, sama styrkinn en þau eru að þroskast, átta sig á því að þau fá ekki við allt ráðið og eru að sættast við örlög sín. „Já,“ segja þau Sigurður og Tinna, „það er margt í sögu þeirra sem við þekkjum af eigin raun og vitum að áhorfendur þekkja. Þeir geta speglað sig í Georg og Dóru. Þess vegna er aldrei leiðinlegt að vinna þetta verk. Það er mjög vel skrifað og gefur okkur tækifæri til þess að prófa ýmsar leiðir til að túlka og vinna með það sem er að gerast í lífi Georgs og Dóru. Það sem er kannski enn meira spennandi er að eftir hverja sýningu höfum við getað endurskoðað það sem við er- um að gera og prófað að gera eitt- hvað nýtt næst.“ Sigurður og Tinna segja það líka einstakt tækifæri að fá að vinna svona náið saman í langan tíma. „Þetta eru bara tveir karakterar og því er mjög auðvelt fyrir okkur að hafa áhrif hvort á annað og þróa þessa karaktera. Þegar maður þekkir mótleikarann orðið svona vel - tækni hans og getu - er nánast allt leyfilegt án þess að detta út úr karakter." Hafið þið komið hvort öðru í vand- ræði? „Já, það hefur oft komið fyrir. Við erum oft að stríða hvort öðru á góð- látlegan hátt - en ekki þannig að það gangi ekki upp á sviði.“ Hvernig þá? „Það eru til dæmis svo margir fletir á tungumálinu. Sömu orðin geta haft svo margvíslega merkingu, allt eftir raddblæ. Raddblærinn stjórnar því hvert við förum með sýninguna og þar sem við þekkjum hvort annað svo vel, vitum við Engar hækkanir til sjálf- stæðu leikhúsanna STJÓRN Bandalags sjálfstæðra leikhúsa sendi í gær frá sér eftirfar- andi yfírlýsingu: Að undanfórnu hafa borist fréttir af auknum stuðningi ríkisins og Reykjavíkuri)orgar til Þjóðleikhúss- ins og Leikfélags Reykjavíkur. Stjórn Bandalags sjálfstæðra leik- húsa fagna ætíð auknum stuðningi opinberra aðila við leiklist í landinu. Hins vegar hlýtur að orka tvímælis að enn sé bætt við stuðning við op- inberu leikhúsin tvö áður en gríðar- legur aðstöðumunur atvinnuleikhúsa á Islandi er réttur. Sjálfstæðu Ieik- húsin hafa mjög sótt í sig veðrið á undanförnum arum. Æ fleiri gestir sækja sýningar þehra og vegna kraftmikillar starfsemi hefur leik- húsaðsókn á íslandi tvöfaldast á 10 árum. Sjálfstæðu leikhúsin taka á móti íleiri gestum en opinberu leik- húsin tvö til samans. Á sama tíma hljóta þessi opinberu leikhús lang- stærstan hluta þeirra opinbei-u styrkja sem veittir eru til leiklistar. Ríkið hækkaði framlög til Þjóðleik- hússins fyrir skemmstu um 9 millj- ónir og verður framlagið til þess 387 milljónir fyrir næsta ár. Þess utan fær Þjóðleikhúsið 66 milljónir á aukafjárlögum ársins til að standa við lífeyrissjóðsskuldbindingar húss- ins. Reykjavíkurborg er að ganga frá samningi við Leikfélag Reykjavíkur um 10 milljóna króna hækkun á næsta ári og vísitölutryggt 180 millj- óna króna rekstrarframlag á ári næstu 12 árin. Sé miðað við um 5% vísitöluhækkun árlega, getur sú hækkun ein og sér numið 140 millj- ónum á samningstímanum, þannig að í lok hans yrði framlagið komið upp í 320 milljónir árlega. Auk þess er borgin að leysa til sín eignarhlut LR í Borgarleikhúsinu upp á liðlega 195 milljónir króna. Utan þessa fá bæði opinberu leikhúsin leikhúsbygging- arnar endurgjaldslaust. Þjóðleikhús- ið 387 milljónir (auk 66 milljóna kr. aukafjárveitingar), Borgarleikhúsið 180 milljónir (auk vísitölutryggingar til 12 ára), Sjálfstæðu leikhúsin (þ.á m. Hafnarfjarðarleikhúsið, Leikféiag íslands, Möguleikhúsið, Kafíileik- húsið ofl.) samtais um 55 milljónir. I fjárlögum fyrir næsta ár er ekki gert ráð fyrir neinum hækkunum til sjálf- stæðu leikhúsanna. Framlög ríkisins til þeirra eru í það heila 25 milljónir á árinu, auk möguleika leikhúslista- manna til starfslauna úr Listasjóði. Heildai-stuðningur Reykjavíkur- borgar við starf sjálfstæðu leikhús- anna hefur numið um 5 milljónum króna á ári í mörg ár. Hafnarfjarð- arbær styður Hafnarfjarleikhúsið um 11 milljónir á ári. Sjálfstæðu leikhúsin hafa sýnt mikið frumkvæði, dugnað og fórnfúst starf í þágu leiklistarinnar. Starf þeirra skiptir mikiu máli í menning- arlífi borgai-innar og landsins. Sjálf- stæðu leikhúsin frumsýndu 36 leik- sýningar á síðasta ári og þar af voru 25 ný íslensk verk. Listræna viðburði sjálfstæðu leikhúsanna sóttu yfir 180 þúsund gestir á síðasta leikári. Stjórn Bandalags sjálfstæðra leik- húsa lýsir furðu sinni á og harmar að opinbeiTr aðilar skulu ekki nota tæki- færið, sem augljóslega er fyrir hendi, og auka stuðning sinn verulega við starf sjálfstæðu leikhúsanna. Það hlýtur að teljast eðlilegt forgangs- verkefni að hækka fjárframlög til þeirra og svara með því þeirri þróun sem verið hefur í íslensku leiklistar- lífi undanfarin ár. Það er von og trú stjórnar Bandalags sjálfstæðra leik- húsa, að á nýju ári munu ráðamenn hjá ríki og borg ganga í það brýna verkefni að stórauka stuðning við starf sjálfstæðu leikhúsanna, og styðja þar með við þá kröftugu og já- kvæðu uppbyggingu sem sjálfstæðu leikhúsin hafa staðið fyrir í menning- arlífi landsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.