Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 55 gæti farið út. Hann hefur sjálfsagt verið að gera sig flottan fyrir Jónínu þó ég hafi ekki gert mér grein fyrir því þá. Við stríddum hvort öðru eins mikið hægt var, fundum veika bletti og skemmtum okkur yfir því. Honum fannst fyndið að ekki mætti trufla bfl- stjórann í akstri og naut þess að kitla mig þegar ég sat frammí hjá honum. Mér fannst mjög merkilegt að eiga svona stóran bróður og svo var hann að læra flug. Það fannst mér spenn- andi, enda voru það ófáar ferðimar sem ég fékk að fara með honum. í einni af mörgum umræðum síðustu mánaða fórum við yflr þetta að setjast undir stýri á flugvél og tímunum sem hann hafði fengið í Tulsa. Þetta vai- stuttu áður en Svani fékk bflpróflð, en þá sagði hann við mig: „Það er sko málið að fyrst og síðast ertu að stýra flugvélinni og ekki að gera neitt ann- að. Þetta á líka við um það að setjast undir stýri á bfl. Það þarf að setja á sig beltið áður en farið er af stað ekki á eftir, því þá ertu að gera eitthvað annað en að aka bílnum. Svani hefur gott af að hugsa um þetta þegar hann fær bflpróflð.“ Alvaran í bland en létt- leikinn yflrgnæfandi og góð blanda af kímni voru samtvinnaðir í umræðun- um, þannig leið okkur best. Þannig var Eiríkur, bjartsýnn, hress og skemmtilegur og hafði gaman af góð- um sögum, hvort heldur hann sagði sjálfur frá eða var hlustandi, enda fór- um við oft á flug með handapati og til- heyrandi skemmtilegheitum. Við átt- um mörg sameiginleg áhugamál og var Ijósmyndun eitt þeirra. Þá fékk ég að kynnast því hve þolinmóður hann gat verið þegar hann kenndi mér á myndavéKna og hvemig allt virkaði saman. Hann gat haldið áfram að leiðbeina og segja til löngu eftir að aðrir hefðu gefist upp. Ferðalög vora hans líf og yndi og held ég að vart sé til sá staður á land- inu sem þau Jónína hafa ekki komið á. Við hjónin vorum svo lánsöm að vera með þeim í óbyggðaferð sumarið 1988 sem var alveg ógleymanleg. Um mitt sl. sumar fengum við frændfólk okkar í heimsókn frá Bandaríkjunum og var þá fengin lítil rúta að láni til að sýna þeim landið. Þetta vora tveir ógleym- anlegir dagar, veðrið eins og best varð á kosið og þrátt fyrir að hann væri orðinn veikur aftur lét hann eng- an bilbug á sér flnna. Þessar tvær ferðir verða lengi í minnum hafðar. Það var mikið gæfuspor þegar Ei- ríkm- gekk að eiga Jónínu. Mér fannst fi'ábært að þau fengu að búa í kjall- aranum á Reykjahlíðinni, því það var svo gaman að geta skroppið niður og spjallað við þau. Margret systir var spurð að því hvort það gæti verið að Jónína væri gift honum Eiríki, bara svona venju- legum manni. Svarið hennar Jóm'nu er svo fallegt. Konan bara vissi ekki að hann Eiríkur var ekkert venjuleg- ur maður. jFyrir tæpum 15 áram, þeg- ar litla fjölskyldan mín var að fóta sig í nýrri og betri tilvera, fengum við stuðning þeirra ómældan. Orð vora ekki nauðsynleg en þau stóðu við hlið okkai- eins og klettar. Fyrir þetta og margt, margt annað er ég svo þakklát og reyni að hafa það hugfast á næstu dögum og vikum þegar ég verð að sætta mig við orðinn hlut. Elsku Eiríkur ég þakka þér fyrir allt. Megi góður guð styrkja fjölskyld- una á þessum erflðu timum. Una. Kær mágur og vinur er látinn langt um aldur fram, aðeins 58 ára að aldri. Þegar ég læt hugann reika yfir tæplega 30 ára kynni af Eiríki er margs að minnast, en þau hófust þeg- ar ég kynntist systur hans, Unu. Hann talaði ekki mikið um tilfinning- ar, en hafði einstaklega góða nærvera þannig að þegar hann hafði verið í heimsókn eða hann heimsóttur fann ég fyrir jákvæðum og góðum straum- um. Hann var hress og frásagnargóð- ur, talaði ekki illa um aðra. Það var gaman þegar hann og hans elskulega og góða eiginkona, Jónína, komu við eftir að hafa verið í gönguferð um hverfið. Eiríkur hafði mikinn áhuga á ferða- lögum og fóram við margar ferðir saman. Flugferðin okkar norður í Hrútafjörð þegar frænka mín var að vitja um netin og þorði ekki í land því að hún hélt að við væram veiðieftir- litsmenn, og þennan fína lax sem við fengum með okkur suður. Hálendis- ferðin 1988 þegar farin var Gæsa- vatnaleið á nokkram bflum í mjög svo misjöfnu veðri var ævintýri líkust. Hann var fróður um landið og sagði vel frá, var yfirleitt sjálfkjörinn far- arstjóri. Naut sín hvað best í rútu- ferðum þegar erlendir gestir vora í heimsókn. Ljósmyndaáhuga höfðum við sameiginlegan og var oft og mikið rætt um ljósmyndun. Það er erfitt að sætta sig við það að eiga ekki eftir að spjalla við þig fram- ar eða njóta návistar þinnar, kæri vin- ur. Það hafa verið erfiðir tímar und- anfarið en þú barst þig ótrúlega vel, alltaf jákvæður og trúðir á bata, eng- an bilbug á þér að finna. Það var því reiðarslag þegar kom í Ijós að ekkert var hægt að gera meira og endalokin vora stutt undan. Umhyggja Jónínu og barnanna síðustu dagana var aðdá- unarverð og lýsti mikilli væntum- þykjuogást. Kæra tengdamamma, þetta era erfið spor að stíga að fylgja elskuleg- um og góðum dreng þessa leið og það svona stuttu eftir að tengdapabbi fór. Með ósk um að æðri máttur og góðar hugsanir styðji þig og vemdi, elsku Bergþóra mín. Elsku Jónína, Eggert, Bergþóra, Sigga Dóra, Atli og Jónína Valgerður, megi góður Guð vemda ykkur og styrkja en minningin um elskulegan eiginmann, umhyggjusaman föður og tengdaföður lýsa ykkur veginn fram- undan. Systkinum og öðram er að Ei- ríki standa votta ég mína dýpstu sam- úð. Haukur Guimarsson. Fyrir nokkra er mér var sagt írá veikindum nafna míns, hans Eiríks Níelssonar, átti ég bágt með að trúa því sem mér var sagt, að Eiríkur væri alvarlega veikur. Eg trúði því tæp- lega vegna þess að fyrir mér var Ei- ríkur einn af þessum mönnum sem ég leit á sem eilífa, eilífur þar sem alltaf var stutt í spaugið og hláturinn hjá honum og ekki var hlátur manns sjálfs langt undan, veikindi og annað þess háttar var ekki í myndinni og alls ekki eins nálægt og raun bar vitni. Þó svo að Eúíkur sé nú látinn og sárt er að horfa á eftir honum er mér þó ljóst að ég hafði rétt fyrir mér, hann er ei- lífur, minning hans liflr að eilífu. Mér er það sannur heiður að hafa fengið að kynnast honum nafna mín- um sem oft hlaut viðumafnið „stóri Eiríkur" og ég fékk viðumefnið „litli Eiríkur" til aðgreiningar frá nafna mínum. Það má með sanni segja að hann hafi verið stóri Eiríkur en ekki aðeins var hann hávaxinn heldur einnig mikill persónuleiki sem átti sér fáa líka. Alltaf vissi ég hvenær Eirík- ur var í heimsókn, það fór ekki íramhjá neinum, rödd hans hafði þann blæ að enginn komst hjá því að hlusta á hana. Sögusnilld hans var slík að enginn vildi komast hjá því að hlusta á hann. Þótt ég sé ungur að ár- um man ég enn þá tíð þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og þá kom Eiríkur og fjölskylda hans oft í heimsókn til okkar, þetta er mín elsta minning um Eirík og mun hún og all- ar hinai- síðari lifa svo lengi sem hug- ur minn og hjarta endist. Þótt dauðinn sé hluti af lífinu er ekkert sem segir að maður verði að sætta sig við orðinn hlut, raunar er mér það mjög erfitt að sætta mig við að frændi minn, Eiríkur, sé látinn. Ósanngjarnt er lífið, ef það tekur jafngóðan mann og Eirík og sviptir mann öllum þeim gleðistundum sem ég hélt að ég ætti eftir að njóta hjá honum. Þá man ég allar þær gleði- stundir sem ég átti hjá honum og hugsa um hve mikilvægt er að minn- ast þeirra og varðveita sem dýrasta djásn. Eiríkur, ég sakna þess að heyra ekki rödd þína, sakna þess að heyra ekki hlátur þinn, sakna þess að þú sért ekki lengur hér, samt ertu alltaf hér enn meðan ég man þig. Þinn frændi, Eiríkur. Þegar ég hugsa til baka og minn- ingamar streyma fram veit ég ekki hvemig get ég sagt frá öllum þeim frábæra stundum sem ég hef átt með honum og fjöldskyldu hans. Af nógu er að taka þar sem ég hef verið með annan fótinn á heimilinu frá því að ég man eftir mér. Hve oft man ég ekki eftir því þegar ég og Sigga höfðum verið við leik og í góðu stuði og draslið eftir því að Eiríkur sagði: „Takið sam- an og foram og fáum okkur ís.“? Það stóð ekki á tiltektinni, hún tók ekki langan tíma og síðan var farið á Broncoinum í ísbúðina og rúnturinn tekinn um Reykjavík eða aðra nálæga staði. Þegar Eiríkur og fjölskylda hans komu til okkar á fostudags- og/eða laugardagskvöldum með helling af myndböndum og síðan var horft fram eftir nóttu. Þetta var alveg einstakt þar sem maður var ekki vanur að horfa mikið en svo var yfir þeim þessi frábæra stemmning sem var engu lík. Fólk fór að detta út af á ýmsum tím- um en við voram þrjú, Eiríkur, mamma og ég, sem náðum alltaf að horfa á allar myndimar. Minnisstæð- astar era þó Agötu Christie-myndim- ar og þegar við horfðum á þær aftur fyrir svefnpurrkumar og hlógum yfir því að þau vissu ekki endalokin en við gátum jafnvel sagt þeim hvenær í myndinni þau höfðu sofnað. Spilakvöldin okkai' góðu vora alveg sérstök. Þar sem við voram það mörg þurftum við aðeins að breyta reglum og gerðum það eftir okkar höfði. Leikurinn var orðaleikur og þurfti að skrifa útskýringar á orðum á blað. Ei- ríkur var ekki alveg ánægður með nýju reglumar og það tók hann fyrsta prafurúntinn að taka þær í sátt. Það sem hann setti á blað var í raun út- skýring hans á leiðinlegum leik. En eftir fyrsta rúntinn þegar við höfðum hlegið okkur máttlaus yfir þessum furðulegu útskýringum varð þetta skemmtilegasta spilakvöldið okkar. Myndakvöldin vora líka einstök þar sem pabbi og Eiríkur eiga mikið af litskyggnum. Þá fengum við að sjá ævisögu okkar og foreldra okkar en ekki síst frásagnir um hverja mynd eins og Eiríki var einum lagið. Það var líka gaman að sjá landslagsmynd- imar því þar naut sín vitneskja hans um landið og sögurnar sem við eigum nú svo mikið af í minningunum. Eirík- ur hafði sérstaklega skemmtilegan frásagnarhæfileika, ég gat aldrei fengið nóg af því að hlusta á hann, sérstaklega þegar hann fór að tala um þegar hann var í fluginu, en það vora margar góðar sögur, hvort sem var héma heima fyi-ir eða erlendis þar sem hann var við nám. Ég fékk erlenda vini mína í heim- sókn síðastliðið vor og var okkur boð- ið í hádegismat til Eiríks, þeir urðu SJÁSÍÐU 56 Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga LANDSSAMTÖK HjARTASJÚKLÍNGA Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta o Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 ár. Sími 567 9110 & 893 8638 RúnarGeirmundsson Sigurdur Rúnarsson www.utfarir.is utfarir@utfarir.is útfararstjóri útfararstjóri t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORBJÖRNSSON, Árskógum 8, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 29. desember kl. 13.30. Halldóra Kr. Sigurðardóttir,Guðmundur Heiðar Guðjónsson, Ásta Sólveig Stefánsdóttir, Sigurjón Már Stefánsson, Heiðrún Ásta Guðmundsdóttir, Jón Þór Hjaltason, Ragnhildur Guðjónsdóttir, Hrefna Björk Jónsdóttir, Arnar Þór Jónsson, Ragnar Þór Jónsson, og langafabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR SIGURÐSSON lögreglumaður, Flókagötu 6, Reykjavík, sem lést laugardaginn 16. desembersl., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 29. desember kl. 10.30. Erna Lárentsíusdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Trausti Nóason, Lárus Jóhann Sigurðsson, íris Ingvarsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Haukur Árnason, Sigurður S. Sigurðsson, Anna Maren Svavarsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Axel Kristján Eínarsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og tengdadóttir, KRISTÍN KARÍTAS ÞÓRÐARDÓTTIR, Ósabakka11, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 20. desember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 29. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarsjóð hjúkrunarþjónustunnar Karítas í síma 551 5606. Einar Norðfjörð, Einar Þór Einarsson, Margrét Sif Andrésdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Þórður Einarsson, Bergsteinn Ólafur Einarsson, Sólveig Guðmundsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, JÓFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Hólavegi 17, Sauðárkróki, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 20. des- ember, verður jarðsungin frá Sauðárkróks- kirkju í dag, fimmtudaginn 28. desember, og hefst athöfnin kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja heiðra minningu hinnar látnu, er bent á Sjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási til styrktar Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Gunnar Þórðarson, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sigurður Jónsson, Birna Þóra Gunnarsdóttir, Sölvi Karlsson og barnabörn. t Kærar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður og afa, SVEINS BERGMANNS BJARNASONAR, (Denna Bjarna). Bjarni, Ingibjörg, Úndína, Ásmundur, Árni, Rúnar, Sigrún, Jón Þór og Róslind Sveinsbörn, makar og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.