Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einhver afdrifarík- L. asti dómur Hæsta- & „Statt’ upp og gakk.“ Allur matur á að fara... meö flutningabílum búnum sérhönnuóum kæli- og frystitækjum og geymast í þar til gerðum vörumóttökum, vottuóum af gæðaeftirlitskerfi GÁMES. Skipulegt flutningakerfi og reynsla í daglegum matvælaflutningum um allt land tryggir aó neytandinn fær vöru sína ferska innan 24-48 tíma og alla leió ... upp í munn og ofan í maga! Rannsóknarstefna ReykjavíkurAkademíu Hnattrænt rann- sóknarsamfélag Kristrún Heimisdóttir Reykj avíkurAkad- emían heldur rannsóknarstefnu í dag í húsakynnum sínum að Hringbraut 121 (JL- húsið) á 4. hæð og hefst hún klukkan 15.00. Krist- rún Heimisdóttir er fram- kvæmdastjóri akademí- unnar og var hún spurð hvað þarna ætti að fara fram? „Þetta er haldið til þess að stefna saman fólki sem er að sinna rannsóknum í hug- og félagsvísindum hér heima og þeim fjöl- mörgu sem eru í rann- sóknum eða rannsóknar- námi út um allan heim. Þeir koma margir hingað til Islands til að halda jól.“ -Eru margir hug- og félagsvísindamenn við nám og rannsóknir erlendis? „Já, nær allir sem starfa með ReykjavíkurAkademíunni hafa sótt verulegan hluta sinnar menntunar til útlanda og það er engin Evrópuþjóð sem sendir eins margt fólk utan _ til fram- haldsháskólanáms og Islending- ar, nema Luxemburgarar sem hafa engan háskóla sjálfir. ReykjavíkurAkademían var stofnuð til þess að skapa öllu þessu fólki ný tækifæri til rann- sókna á íslandi en á hinum sam- eiginlega evrópska vinnumarkaði getur fólk núna gengið í störf hvar sem er. ísland er þannig komið í allt aðra samkeppni á vinnumarkaði en áður var. A þann veg skapast þjóðhagsleg hætta fyrir ísland, hætta á því sem við höfum nefnt „speki- leika“, sem á ensku er nefnt „brain-drain“.“ -Hvað fer fram á rannsókn- arstefnunni í dag? „Við ætlum að byrja klukkan 13.00 á opnu húsi í Reykjavík- urAkademíunni þar sem fólk opnar sínar skrifstofur og gestir geta komið og séð hvað fram fer hjá hverjum og einum. Við hvetj- um alla sem eru forvitnir til að koma og spjalla og mynda tengsl. Klukkan 15.00 hefst skipulagt málþing með þremur framsögu- mönnum sem hver lýsir íslensku rannsóknarsamfélagi frá sínu sjónarhorni. Yfirskriftin er: Hvað hefur Island að bjóða fræðimönnum? Fyrsti framsögu- maður er Mikael M. Karlsson prófessor í heimspeki við Há- skóla íslands. Hann er fæddur í Bandaríkjunum en fyrir tæpum 30 árum valdi hann að koma til íslands og taka þátt í byggja upp heimspekinám við Háskóla Is- lands og rannsóknir á því sviði, auk þess sem hann hefur á síð- ustu árum verið brautryðjandi í samstarfi Háskóla íslands við háskóla í Evrópu í gegnum sam- starfsáætlanir Evrópusam- bandsins. Næsta erindi er haldið af tveimur ungum konum sem starfa saman að verkefni þótt önnur sé í Berlín en hin á íslandi. Þær heita Soffía Guðný Guðmundsdótt- ir og Laufey Guðna- dóttir. Þær eru að vinna að verkefni í ný- sköpunarmiðlun og kennslu íslendinga- sagna, sem er dæmi um ný- breytni í rannsóknaumhverfi ungra fræðimanna. Þriðja fyrir- lesturinn heldur Gunnlaugur Ólafsson sem vinnur að rann- sóknum á sviði sálfræði og lífeðl- isfræði og er fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni. Hann mun lýsa reynslu sinni af rann- sóknum í Bandaríkjunum, Kan- ► Kristrún Heimisdóttir fædd- ist í Reykjavík 28. ágúst 1971. Hún lauk stúdentsprófi 1990 frá Menntaskólanum í Reykjavík og lagaprófí frá Háskóla íslands 1998. Hún hefur einnig lagt stund á heimspeki í H.í. og er þar í M.A.-námi. Hún hefur starfað á Ríkisútvarpinu, sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og umboðsmanni barna og hefur verið framkvæmda- stjóri ReykjavíkurAkademíunn- ar frá hausti 1999. ada og á íslandi. Þá verða pall- borðsumræður með þátttöku ráðamanna íslenskra háskóla.“ -Er eitthvert meginþema í þessum fyrirlestrum? „AHt þetta fólk mun væntan- lega lýsa því hversu breytingin á heiminum, það sem kallað hefur verið hnattvæðing, er að hafa mikil áhrif á starfsumhverfi fólks í rannsóknum. Hér heima er hægt að greina ákveðnar breyt- ingar sem ganga í þá átt að rann- sóknarefni eru sífellt að verða þverfaglegri, það er að segja að gróskan er í því að fólk úr mis- munandi greinum leggur saman krafta sína og nær þannig fram nýrri sýn á áður vel þekkt fyr- irbæri. Það eru líka á vissan hátt að verða breytingar á viðfangs- efnum, einkum er í gangi alls kyns endurskoðun hefðbundinna hugmynda, ekki síst á hverju því sem varðar íslenska menningu og íslenskt samfélag." - Hvað getur Reykjavíkur- Akademían boðið þeim sem koma hingað frá útlöndum? „ReykjavíkurAkademían get- ur í fyrsta lagi boðið þeim vinnu- aðstöðu og það skiptir verulegu máli fyrir fólk sem kemur til Is- lands kannski einn eða tvo mán- uði á ári að eiga aðkomu að akad- emísku umhverfi. Við tökum frá sérstakan hluta okkar húsnæðis fyrir fólk sem vill geta „dottið inn“ skamman tíma. í öðru lagi er Reykj avíkur Akademían að byggja upp á Netinu í gegnum heimasíðu sína, sem er www.- akademia.is, það sem við köllum hnattrænt rannsókn- arsamfélag. Það er í raun og veru ætlað annars vegar fólki sem hefur vald á íslensku og hins vegar fólki sem hefur áhuga á íslandi sem rannsóknarviðfangsefni. Við vitum að hægt er að nota íslensk- ar heimildir og grunnrannsóknir til að draga vísindalegar álykt- anir sem geta haft gildi fyrir all- an heiminn. í hnattrænu rann- sóknasamfélagi byggjum við upp rannsóknarhópa og samstarf sem getur náð á milli Ástralíu og Eyjafjarðar ef því er að skipta. Rannsókn- arfólki heima og erlendis stef nt saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.