Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VAFALÍTIÐ hafa flestir heyrt getið um alþjóðatungumálið esperanto, sem var búið til af pólska gyðingnum Lazaro Ludoviko Zam- enhof árið 1887. Ár hvert er haldinn fjöldi þinga þar sem esper- antistar koma saman og tala málið, þ. á m. svonefnd heimsþing, sem telja má hápunkt þeirra, en þar koma saman esperantistar hvaðanæva úr veröld- inni til skrafs og ráða- gerða um framgang málsins á heimsvísu og ekki sízt til að rækta vináttuna, sem verður til við að ræðast við á máli sem er hlutlaust og hafið yfír tak- markanir þjóðernishyggju og trúar- fordóma. Að þessu sinni var heimsþingið haldið í landi forfeðra Zamenhofs, Israel, á Biblíuslóðum. Að vísu var þetta þing fremur fámennt, sem vafalítið má rekja m.a. til ótta margra við að sækja landið heim vegna þess ótrygga ástands, sem þar hefur ríkt um árabil. Aðeins sóttu það um 900 manns að þessu sinni, en vana- lega er þessi aðsókn á bilinu frá 2000-5000 manns. Vandamál Mið- Austurlanda eru gríð- arleg, eins og flestir vita, og virðast oft á tíð- um illleysanleg eða jafnvel óyfírstíganleg með öllu, eins og hinar síendurteknu skærur á milli gyðinga og araba bera vott um, og virðast engan enda ætla að taka. Þá er það huggun harmi gegn að verða vitni að samkundu sem þessari, sem gefur von um betri tíð með blóm í haga fyrir allt mannkyn- ið, þar sem hugsjónin um bræðralag, útrýmingu styrjalda og frið og vin- áttu meðal þjóða mun vonandi verða til þess að vinna bug á hinni hræði- legu örbirgð í heiminum og lamandi áhrifum styrjalda. Mörgum kann að þykja, að þessi sjónarmið séu heldur draumórakennd, ef tekið er mið af því mjög svo bágboma ástandi, sem ríkir á mörgum stöðum í heiminum. Alþjóðatungumál Tungumálið esperanto hefur lifað af allar styrj- aldir og lægðir. Loftur Melberg Sigurjdnsson sat 85. heimsþing esperantista í Tel-Aviv ----7----------------------- í Israel fyrr á árinu. En sú staðreynd, að tungumálið esperanto hefur lifað af allar styrj- aldir og lægðir, gefur sannarlega tilefni til bjartsýni. Það virðist gætt vissum lífsanda og sprettur upp lif- andi eins og fuglinn Fönix, þegar það virðist vera að því komið að deyja út, eins og raunin var eftir seinni heims- styrjöldina. Ekki er úr vegi að ætla, að sá lífsandi hafi einhvem óræðan tilgang, sem síðar eigi eftir að koma í ljós. Reyndar er eitt af því, sem mannkynið þarf sárlega á að halda, einmitt hjálpartungumál, til þess að stuðla að því að hinar stríðandi fylkingar mannkynsins sameinist. Þrátt fyrir að esperanto sé útbreitt í öllum heimsálfum hefur það ekki náð að skjóta rótum svo nokkru nemi í arabaheiminum. Það er ekki fyrr en nú eftir eins árs þrotlausa upplýs- ingaherferð og viðleitni til kynningar á esperanto og möguleikum og til- gangi þess sem hnattræns sam- skiptamiðils, að áhugi vaknaði hjá all- nokkrum einstaklingum í Jórdaníu, en hún virðist einmitt það arabaland, sem er aðgengilegast og móttækileg- ast fyiir alþjóðlegum áhrifum, og hefur hún orðið í þessu tilliti eins konar lykill að arabaheiminum. All- margir, eins og áður segir, lýstu yfir áhuga sínum íyrir málinu, kostum þess og möguleikum, en það gæti í þessu tilfelli þjónað sem brú á milli menningarheima og orðið til þess að yfirstíga fordóma, bæði menningar- lega og trúarlega, og skapað þannig skilyrði fyrir friði og gagnkvæmum skilningi. Sú þróun mála, sem lýst hefur verið, varð til þess að efnt var til svokallaðs Forþings, sem haldið var bæði í Jórdaníu og ísrael, eins konar undanfara Heimsþingsins í Tel-Aviv. Enda þótt undirritaður hafi ekki sjálfur verið þátttakandi í þessu fjögurra daga þingi í Jórdaníu / ísra- el, fyrstu þrjá dagana í Jórdaníu og síðasta daginn í Israel, heldur aðeins Heimsþinginu í ísrael, getur hann staðfest að menntamálaráðherra Jórdaníu hélt þar ræðu, þar sem hann fjallaði um alheimsvæðingu og menningarleg tengsl á milli araba- landa og umheimsins, og beindust síðan umræður að togstreitu milli menningargilda, t.d. alheimshyggju andspænis staðbundnum og trúar- legum hefðum. Þema þingsins í Jórd- aníu var „Alheimsvæðing og araba- löndin". Síðasta daginn var haldið yfir landamærin, og lokaáfanginn fór fram í Friðarskólanum í þorpinu Neve Shalom/Wahat-al-Salam (Frið- arvinin), þar sem haldnir voru marg- ir fyrirlestrar, en þó bar hæst um- fjöllunina um sambúð gyðinga og araba í f srael. Næsta dag hófst sjálft Heimsþing esperanto í Tel-Aviv, sem stóð í heila viku. Þar var að venju margt í boði, bæði fyrirlestrar um hin ólíkustu efni, að sjálfsögðu allt á esperanto, oftast á sama tíma, þannig að gestir urðu að velja úr það sem hugur þeirra stóð helzt til. Einnig leiksýn- ingar, kórsöngur og þjóðdansar, sem gyðingar höfðu flutt með sér frá sín- um fyrri heimalöndum, þegar þeir sneru heim til ísraels. Enn fremur var þar bóksala og ýmislegt fleira. __________________UMRÆDAN________ Esperanto o g samskipti þjóðanna Loftur Melberg Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.