Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Jólaskraut á Rússajeppa Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson. SigA'aldi H. Ragnarsson gaf sér stund frá rúningsamstrinu, tyllti sér á garðaband í riýju fjárhúsunum og horfði yfir fjárhópinn sem fyllti krærnar með forustumæðgurnar í forgrunni, en forustukindumar em fjárprýði hvers sauðfjárbús. Norður-Héraði - Jólaskreyting- arnar eru með ýmsum hætti, sumar allfrumlegar. Þessi gamli Rússajeppi í Fellabæ hefur held- ur betur fengið andlitslyftingu og uppreisn æru eftir nokkurt notk- unarleysi fyrir utan trésmiðjuna Eini. Hann skartar nú fallegri jólaskreytingu við endurnýjun líf- daga. Ný fjárhús tekin í notkun Norður-Héraði - Það er ekki al- gengt að bændur taki í notkun ný fjárhús nú á dögum þegar aftur- kippur er í sauðfjárrækt. Sigvaldi H. Ragnarsson bóndi á Hákonar- stöðum lætur ekki deigan síga nú á tímum samdráttar í sauðfjárrækt. Hann tók í notkun nú á Þorláks- messu ný 350 kinda fjárhús þegar hann hýsti þar fyrstu rollurnar. Sigvaldi segir þessa byggingu kosta um níu milljónir fyrir utan eigin vinnu og gjafavinnu vensla- manna. „Þetta er náttúrulega bilun á tímum samdráttar og kreppu sem sauðfjárræktin á í nú um stundir og eftirtekjan ekki líkleg til að greiða af svo stórri fjárfestingu,“ segir Sigvaldi. Sigvaldi á allt nema konu Fyrstu kindurnar voru hýstar daginn fyrir Þorláksmessu og þeg- ar fréttaritara bai- að garði var ver- ið að rýja rollurnar sem voru komn- ar inn í húsin en þeim hafði verið gefið úti á gömlu beitarhúsunum á Langagerði sem eru hlaðin af torfi og grjóti. Það var á rollunum að sjá að þetta stökk inn í nútímann væri nokkuð stórt og þær stigu varlega til jarðar á grindunum í nýju hús- unum. Rúningsmennirnir töluðu um að nú ætti Sigvaldi næstum allt til alls, hann vanti bara konu, það sé til lítils að eiga gott hús, góðan bíl, margt gangandi fjár og ný fjár- hús ef konuna vanti. Nýtt skóla- húsnæði í Borgar- byggð Morgunblaðið/Gurún Vala Elísdóttir Frá undirritun samningsins við verktakafyrirtækið Sólfell ehf. F.v. Sig- urður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólfells ehf., Stefán Kalmansson bæjarstjóri og Sigurður Páll Harðarson bæjarverkfræðingur. BORGARBYGGÐ hefur gengið frá samningi við verktakafyrirtækið Sólfell ehf. um að reisa 660 fm byggingu við Grunnskólann í Borgarnesi. Verksamningurinn er gerður á grundvelli útboðs og nemur samningsfjárhæð 97,2 millj- ónum króna. Verktaki semur við undirverk- taka um hluta af framkvæmdinni og er stærsti undirvertaki Loft- orka í Borgarnesi sem tekur að sér að steypa einingar í húsið og reisa þær. Byggingartíminn er um sjö mán- uðir og er áætlað að hið nýja skóla- húsnæði verði tekið í notkun í upp- hafi skólaárs næsta haust. Með þessari stækkun á húsnæði Grunn- skólans í Borgarnesi bætast við sex kennslustofur og verður skól- inn þar með einsetinn. Slík breyt- ing mun hafa ýmis áhrif á skóla- starfið og verður skipaður starfshópur sem hefur það hlut- verk að halda utan um ferli breyt- inga á skipulagi og starfsháttum skólans og þeirra sem honum tengjast. Búast má við einhverjum óþæg- indum fyrir skólastarfið fram til vors vegna byggingarframkvæmd- anna og eru kennarar, nemendur, foreldrar og aðrir sem tengjast skólanum beðnir að sýna því skiln- ing, segir í fréttatilkynningu. Gert er ráð fyrir að færa til gæslu skólabarna og verður byggingar- svæðið girt af eins og kostur er. Borgarbyggð hefur gengið frá fjármögnun framkvæmdarinnar með fjölmynta lánasamningi við Is- landsbanka-FBA. Morgunblaðið/Sigurður Hannesson Þökur ristar á stysta degi ársins Höfh - Það mun ekki vera algengt að þökur séu ristar af íslenskum túnum á stysta degi ársins, en það gerðist í Hornafirði 21. desember síðastlið- inn. Bjarni Hákonarson í Dilksnesi risti 6-700 m af þökum af túni Selja- vallabóndans og fékk duglegan mannskap til aðstoðar við að stafla þeim á bretti. Þökurnar voru síðan fluttar alla leið til Grindavíkur. Það hefur verið sumarblíða í Homafirði undanfarnar vikur og sá klakavottur sem kom í jörð i haust er horfinn aft- ur. Flest tún í sveitum og húsagarð- ar bera ennþá grænan lit. Tvö ný fyrirtæki í nýuppgerðu húsnæði Skagaströnd - Hárgreiðslu- og snyrtistofan Viva var opnuð nú í byijun desember á Skagaströnd. Um leið var opnuð gjafavöru- og tískufatabúðin Risið í sama hús- næði. Hafdís Ásgeirsdóttir hár- greiðslukona og Birna Sveinsdótt- ir snyrtifræðingur reka Vivu en Björk Sveinsdóttir á Risið. Ungu konurnar þrjár stofn- settu fyrirtækin í gömlu húsi sem þær keyptu og hafa að undan- fömu verið að gera upp. Húsið heitir Iðavellir og á sér langa sögu. Upphaflega var það byggt í Kálfshamarsvík upp úr síðustu aldamótum en var flutt til Skaga- strandar fyrir miðja öld. Það hafði staðið autt um nokkurn tíma áður en þær stöllur hófust handa við endurbæturnar en hefur nú öðlast nýtt líf með framtaki þeirra þriggja. Mikil þörf var fyrir þessi ný- stofnuðu fyrirtæki þar sem langt er síðan hárgreiðslustofa hefur verið starfrækt á staðnum og fréttaritara er ekki kunnugt um að áður hafi verið rekin hér snyrtistofa. Eru þær Birna og Hafdís bjartsýnar á framtíðina enda búið að vera nóg að gera þessa fyrstu viku frá opnuninni. Risið er eina tískuvömverslun- in á Skagaströnd og er fólk sam- mála um að rekstur þessara tveggja fyrirtækja fari mjög vel saman í hinu gamla og virðulega húsnæði. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fyrsti jólasnjórinn Stykkishólmi - Fyrsti snjórinn féll til jarðar í Stykkishólmi ó laugardag- inn. Þá breytti bærinn um svip og varð bjart yfir öllu, því auðri jörð fylgir myrkur á þessum árstíma. Flestir vilja hafa hvíta jörð yfir jólin, en veðurspá fyrir næstu daga er ekki þessleg að Hólmarar geti verið vissir um að þeim verði að ósk sinni. Þessi mynd var tekin í gamla kirkjugarð- inum í Stykkishólmi eftir að fyrsti snjór vetrarins kom og sýnir að búið að gera bátana í Maðkavíkinni klára fyrir veturinn. Þiljugaddur í afréttinni á Vestur- öræfum Norður-Héraði - Gísli Pálsson bóndi á Aðalbóii segist sjaldan hafa séð svo mikinn snjó og nú sé þar. Þegar stöðugt rigndi í byggð í haust og fram á vetur hefur alltaf snjóað á afréttinni. Þessi mynd er tekin inn við Hrauka innst á Vesturöræfum þar sem Gísli var í eftirleit, þarna skimar hann eftir fé sem kynni að vera ennþá í afréttinni. Engin sást kindin enda hvergi að sjá á dökk- Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson an díl og hér hefur ekki tittlingur í nef sér. Fé er allt runnið út enda byrjaði ótíðin með klessu en færi hélst gott svo féð rann und- an snjónum út í Daiina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.