Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 28.12.2000, Blaðsíða 84
^54 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ í dag er fímmtudagur 28. desem- . ber, 363. dagur ársins 2000. Barna- ^ dagur. Orð dagsins: Svo segir Drottinn allsherjar: Dæmið rétta dóma og auðsýnið hver öðrum kærleika og miskunnsemi. (Sak. 7,9.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Sofie Theresa kemur í dag. Remöy fer í dag. - -.fHafnaríjarðarhöfn: Sel- foss fór í gær. Frímerki. Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum alls konar not- uð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða umslagið í heilu lagi. Utlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM og -K, Holtavegi 28,Reykjavík, og hjá Jóni Oddgeiri Guð- mundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri. líattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14-17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30-17. Áheit. Kaldrananes- kirkja á Ströndum á 150 ára afmæli á næsta ári og þarfnast kirkjan mikilla endurbóta. Þeir ifem vilja styrkja þetta málefni geta iagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Árskógar 4. Ki. 9-12 baðþjónusta og bók- band, kl. 9-16.30 penna- saumur og bútasaumur, kl. 9.45 morgunstund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9-16 handa- vinna og fótaaðgerð, kl. 13 glerlist, kl. 14 dans. Félagsstarf aldr- aðra.Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun, hár- greiðslustofan og handavinnustofan opn- ar, kl. 13 opin handa- vinnustofan, kl. 14.30 sögustund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, ki. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, '"imíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Áramótadansleikur laugard. 30. des. kl. 20.30. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Happdrætti, ásadans. Serðuberg, féiagsstarf. iðvikudag, fimmtudag og fóstudag milli jóla og nýárs er opið kl. 9- 16.30, frá hádegi spila- salur opinn. Veitingar í fallega skreyttu kaffi- húsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9-15, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, ki. 13 klippimynd- ir og taumálun. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hæðargarður 31. Kl. 9- 16.30 opin vinnustofa, glerskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bókabíll, kl.15.15 dans. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 opin handavinnustofa, búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið, kl. 13.30 stund við píanóið. Vesturgata 7. Ki. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15-12 að- stoð við böðun, kl. 9.15- 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13-14 leik- fimi, kl. 13-16 kóræfing. Tréskurðarnámskeið hefst í janúar, leiðbein- andi Sigurður Karlsson. Upplýsingar í s. 562- 7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaum- ur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerð- ir, kl. 13 handmennt, körfugerð og frjálst spil. Bridsdeild FEBK, Gull- smára. Spilað mánu- og fimmtudaga í vetur í Gullsmára 13. Spil hefst kl. 13, mæting 15 mín- útum fyrr. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánu- dögum í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðu- múla 3-5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðara á höfuðborgar- svæðinu. Jólaball verður 29. des kl. 15 í Félags- heimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Jólasveinar og annað skemmtiefni á dagskrá. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vestmanna- braut 23, s. 481-1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúð- vangi 6, s. 487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni íris, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á sjúkra- húsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Árvegi, s. 482-1300. í Þorláks- höfn: hjá Huldu I. Guð- mundsdóttur, Odda- braut 20, s. 483-3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga, fást á eftirtöldum stöðum á Rcykjanesi. I Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Víkur- braut 62, s. 426-8787. í Garði: Islandspósti, Garðabraut 69, s. 422- 7000. í Keflavík: í Bóka- búð Keflavíkur, Penn- anum, Sólvallagötu 2, s. 421-1102 og hjá íslands- pósti, Hafnargötu 89, s. 421-5000. í Vogum: hjá Islandspósti b/t Ásu Árnadóttur, Tjarnar- götu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavíkur- vegi 64, s. 565-1630, og hjá Pennanum - Ey- mundsson, Strandgötu 31, s. 555-0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu L.H.S. Suð- urgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegsapóteki, Laugavegi 16, s. 552- 4045, hjá Hirti, Bón- ushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561- 4256. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akranesi: í Bóka- skemmunni, Stillholti 18, s. 431-2840, Dalbrún ehf., Brákarhrauni 3, Borgarnesi, og hjá El- ínu Frímannsd., Höfða; grund 18, s. 431-4081. í Grundarfirði: í Hrann- arbúðinni, Hrannarstíg 5, s. 438-6725. í Ólafsvík hjá Ingibjörgu Pétursd., Hjarðartúni 1, s. 436- 1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Á Seyðisfirði: hjá Birgi Hallvarðssyni, Botna- hlíð 14, s. 472-1173. í Neskaupstað: í blóma- búðinni Laufskálinn, Kristín Brynjarsdóttir, Nesgötu 5, s. 477-1212. Á Egilsstöðum: í Blómabæ, Miðvangi, s. 471-2230. Á Reyðarfirði: hjá Grétu Friðriksd., Brekkugötu 13, s. 474- 1177. Á Eskifirði: hjá Aðalheiði Ingimundard., Bleikárshlíð 57, s. 476- 1223. Á Fáskrúðsfirði: hjá Maríu Óskarsd., Hlíðargötu 26, s. 475- 1273. A Hornafirði: hjá Sigurgeir Helgasyni, Hólabraut la, s. 478- 1653. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, V esturbæj arapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá punnhildi Eh'asdótt- ur, Isafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Is- landi eru afgreidd í síma 552-4440 og hjá Áslaugu í síma 552-7417 og hjá Nínu í síma 564-5304. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar: - 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Morgunblaðið/Ómar Laun þingmanna og kennara EF ég man rétt var það æðsti draumur alþingis- manna þegar þeir fóru á föst árslaun að fá það sama og menntaskóla- kennarar fengu þá. Menntaskólakennarar þurfa að hafa lokið há- skólaprófi í sínum kennslugreinum og að auki prófi í svonefndri uppeldis- og kennslufræði. Alþingismenn þurfa engin próf. Þrátt fyrir þetta hefur verulega dregið sundur í launum og það svo að nú þarf tvo til þrjá kennara á móti einum þingmanni. Við hverjar kosningar sækjast mun fleiri eftir þingsæti heldur en þing- sætin eru. Það er því auð- velt að manna þau. Þegar ráða þarf kennara er þessu öfugt farið. Því legg ég til að mark- aðslögmálið verði látið ráða og laun kennara hækkuð að því marki að jafnauðvelt verði að ráða þá og þingmenn. Almennt má segja að það sem lýst er hér að framan sé dæmi um kolvit- laust launakerfi í landinu, launakerfi sem er í tengslum við markaðinn. Launin eiga að ráðast af ásókninni í starfið. Einar Kristinsson, Funafold 43. Léleg dagskrá um jólin EG vil koma á framfæri óánægju minni með dag- skrá sjónvarpsins yfir jól- in. Finnst mér dagskráin hafa verið til skammar. I þættinum Milli himins og jarðar voru t.d. spekingar sem að mínu mati lítils- virtu Maríu og Jósef og fannst mér það til skamm- ar. Það ætti að leggja þann þátt niður. Eins var ég óhress með bíómyndir sjónvarpsins, það voru sýndar eintómar glæpamyndir sem hæfa ekki jólunum, t.d. var í fyrri myndinni sem sýnd var á annan dag jóla mjögslæmt orðbragð. Ég tel að dagskrárdeild sjónvarpsins ætti að bæta sig því ég er mjög ósátt við dagskrána sem sýnd var um jólin. Rúna. Hvað er að gerast? ER það með vitund og vilja R-Iistans að starfs- menn Reykjavíkurborgar séu að stuðla að því að fá unglinga til að fremja lög- brot með því að fá þeim peninga til að reyna að fá kaupmenn til að selja þeim vindlinga. Ég reyki ekki og er á móti reykingum en ég trú því ekki fyrr en á reynir að borgarlögmaður hafi sam- þykkt þessa gerð starfs- mannanna, að tæla ung- linga til að fremja lögbrot. Það hlýtur að vera ólög- legt að stuðla að því að fá annan mann með gylliboð- um til að brjóta lög og reglur. 280925-3579. Tapað/fundiö Týnd jólagjöf Á Þorláksmessu varð það óhapp í Kringlunni eða þar í kring að jólagjöf til sjö ára drengs tapaðist. Um er að ræða Gameboy- leikjatölvu og með henni er svokallaður „rauður“ leikur. Tölvan og það sem henni fylgir er í poka frá versluninni Heimskringl- unni. Ef einhver skilvís og heiðarlegur hefur fundið pokann er hann vinsam- legast beðinn um að hafa samband í síma 553-7496 eða 569-1230. Fundarlaun. Svört úlpa týndist SVÖRT úlpa með gulu flís- fóðri týndist um mánaðar- mót nóv.-des., sennilega á gervigrasvellinum í Laug- ardal. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557-9096. Dýrahald Dúskur er týndur DÚSKUR, sem er 5 mán- aða högni, rauðbröndóttur, hvarf frá Holtsgötunni í vesturbæ Reykjavíkur á hádegi á jóladag. Ef ein- hver hefur séð til hans þá vinsamlega hringið í síma 552-2864. Hans er sárt saknað. Krossgáta LÁRÉTT: 1 gamansemi, 4 málms, 7 starfsvilji, 8 glerið, 9 pikk, 11 sjá eftir, 13 skriðdýr, 14 sjái eftir, 15 verkfæri, 17 þvaður, 20 blóm, 22 illa þefjandi, 23 slæmt hey, 24 hlaupa, 25 erfðavísirinn. LÓÐRÉTT: 1 vinnuflokkur, 2 stakar, 3 hugur, 4 raup, 5 dáið, 6 sól, 10 krafturinn, 12 flýt- ir, 13 málmur, 15 karl- dýr, 16 hnötturinn, 18 ávöxtur, 19 stíf, 20 elska, 21 ófús. LAUSN SIÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 greinileg, 8 kolan, 9 jaðar, 10 ar.a, 11 apann, 13 norpa, 15 bjórs, 18 smeyk, 21 kát, 22 lokka, 23 illur, 24 þrásinnis. Lóðrétt: 2 rella, 3 innan, 4 iðjan, 5 eiður, 6 ekla, 7 þráa, 12 nýr, 14 orm, 15 boli, 16 óskar, 17 skass, 18 stinn, 19 efldi, 20 kári. Víkverji skrifar... NÚ þegar jólahátíðin er liðin hefst atgangurinn sem jafnan er í kringum áramótin. Auglýsend- ur og fjölmiðlar keppast við að æsa fólk upp í að kaupa sem mest af flugeldum. Stöðugar fréttir eru sagðar af því hvort salan er meiri í kringum þessi áramót en þau síð- ustu o.s.frv. Víkverji hefur alla tíð verið þeirrar skoðunar að þessi flugeldakaup séu hin mesta pen- ingaeyðsla. Það er sannkallað rétt- nefni að menn séu að brenna pen- ingum. Þar að auki verða um hver áramót alvarleg slys af völdum flugelda og margir bera merki þeirra ævilangt. Þá má ekki gleyma þeirri gíf- urlegu mengun sem af þessum flug- eldaskotum hlýst. Mælingar Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur sýna að á gamlárskvöld fer loftmengun í Reykjavík talsvert upp fyrir skil- greind hættumörk. Stærsti einstaki þátturinn sem veldur díoxínmeng- un hér á landi er flugeldar sem skotið er upp á gamlárskvöld, en sem kunnugt er álítur Evrópusam- bandið díoxín það mikið eitur að það áformar að banna öll matvæli sem það finnst í. XXX ANÆSTU dögum verður til- kynnt um kjör íþróttamanns ársins. Árið hefur verið óvenju gjöf- ult á sviði íþróttanna. Að dómi Vík- verja hafa tveir íþróttamenn þó skarað fram úr, en það eru Vala Flosadóttir og Orn Arnarson. Örn hefur tvö ár í röð unnið þennan titil og hefur á þessu ári haldið áfram að vinna afrek. Víkverji telur hins vegar að það verði mjög erfitt að ganga framhjá Völu. Verðlaunapen- ingur hennar á Ólympíuleikunum í Sydney var mikið afrek. Vala á ótvírætt skilið að verða útnefnd íþróttamaður ársins. XXX YÍKVERJI var um jólin að lesa bók um frönsku stjórnarbylt- inguna 1789. Það er afar fróðlegt að kynna sér þessa ótrúlegu byltingu og þau gríðarlegu þjóðfélagsátök sem urðu í kjölfarið. Það er dálítið merkilegt að bera frönsku bylt- inguna saman við byltingu komm- únista í Rússlandi. í Frakklandi urðu átök meðal byltingarmanna um stefnuna og í kjölfarið hófust sí- fellt róttækari menn til valda. Sum- arið 1793 náði Robespierre völdum og með honum gekk í garð sann- kölluð morðöld þar sem um 20.000 menn voru hálshöggnir á einu ári. Ári síðar tóku menn sem óttuðust um líf sitt í taumana og steyptu Robespierre af stóli. í kjölfarið tóku hófsamari menn við völdum. Þróunin í Rússlandi varð ekki ólík. Glundroði var á fyrstu dögum byltingarinnar, en eftir að Lenín dó tók Stalín við sem tók upp enn öfgafyllri stefnu í stjórnmálum en forveri hans. Með honum gekk einnig í garð sannkölluð morðöld. Rússum tókst hins vegar ekki að losa sig við Stalín á jafnskömmum tíma og Frakkar við Robespierre.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.