Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 30

Morgunblaðið - 28.12.2000, Page 30
30 ? FIMMTUPAQUR 28. DE^EMBER 2000 ERLENT MQRGUNBLAÐID 1. verðlaun netfr@mköllun 2.-10. verðlaun íkmhmm www.hah»p«t*r»«n,b Meö aðstoð mbl.is er hægt að senda vinum og vandamönnum áramótaakveðjur á Netinu fjöltía'Skemmtilegra mynda |ma ýmsum tungumálum a skrifaðu eigin texta. Vinningar köllun (10x15) ÉfcfeDC 3800 ilÍkfekGSO. eið til að gleðja vini IvaLÍ lieimi sem er! ÁRAMÓTAKORT Á mbl.is Leitin að njósnaforingjanum fyrrverandi frá Perú Ferðast milli landa í dulargervi The Daily Telegraph. VLADIMIRO Mont- esinos, íyrrverandi yfirmaður leyniþjón- ustu Perú, virðist geta ferðast um Róm- önsku Ameríku nán- ast eins og honum sýnist og notað lysti- snekkjur og einka- flugvélar til að kom- ast hjá handtöku. Fregnir herma að hann hafi jafnvel látið breyta andliti sínu. Montesinos var mjög valdamikill á bak við tjöldin á tíu ára valdatíma Albert- os Fujimoris, fyrr- verandi forseta Perú, sem flúði til Japans og var sviptur forseta- embættinu i nóvember. Yfirvöld í Perú hafa hafið viðamikla rann- sókn á spillingarmálum njósna- foringjans fyrrverandi en ekki getað haft hendur í hári hans. Hefur hann meðal annars verið sakaður um peningaþvætti og að- ild að eiturlyfjasmygli og er sagð- ur bera ábyrgð á pyntingum og morðum í tengslum við baráttuna gegn uppreisnarhreyfingunni Skínandi stíg, sem var upprætt á valdatíma Fujimoris. „Pað verður ekki auðvelt að ná þessari rottu,“ sagði David We- isman, formaður þingnefndar sem rannsakar mál Mon- tesinos. „Þetta er skepna sem þekkir undirheimana mjög vel.“ Sagður hafa flúið til Kosta Ríka Fjölmargar kenn- ingar hafa komið fram um flótta Mont- esinos en frásögn þriggja fyrrverandi lífvarða hans þykir trúverðugust. Þeir segjast hafa siglt með honum á lysti- snekkju til Kosta Ríka 29. októ- ber. Átta manns voru í snekkjunni, þeirra á meðal ung og glæsileg kona, að sögn þremenninganna. Þeir segjast hafa kvatt Montes- inos á eyjunni Los Cocos 18. nóv- ember. Stimplar á vegabréfum þeirra staðfesta frásögnina. Yfirvöld í Kosta Ríka segja að Montesinos kunni að hafa komið til landsins með vegabréf frá Venesúela undir nafninu Manuel Antonio Rodriguez Perez. Lýsing vitna bendir til þess að Montes- inos hafi verið með gerviskegg til að villa á sér heimildir. Rogelio Ramos, öryggismála- ráðherra Kosta Ríka, segir að tal- ið sé að Montesinos hafi notað sama vegabréf til að komast með einkaflugvél til eyjunnar Aruba í Karíbahafi 23. nóvember. Fregnir herma að Montesinos hafi sést í Venesúela og dvalið í sex daga á hóteli í Caracas. Louis Ponte, framkvæmdastjóri lýta- lækningastöðvar í Caracas, segir að maður, sem gefið hafi upp nafnið Manuel Antonio Rodriguez Perez, hafi gengist undir aðgerð þar í vikunni sem leið. „Maðurinn lét breyta nefinu og augnlokunum og fór án þess að greiða reikning- inn,“ sagði Ponte. „Hafi hann komist til landsins ólöglega ætti það ekki að koma á óvart þar sem það er auðveldara að komast til Venesúela með ólög- legum hætti en löglegum,“ sagði Jose Vicente Rangel, utanríkis- ráðherra Venesúela. Margir telja að erfitt verði að hafa hendur í hári Montesinos vegna reynslu hans sem njósna- foringja en aðrir efast um að reynt hafi verið að handsama hann. „Montesinos hefur undir höndum mikilvægar upplýsingar um marga menn,“ sagði Federico Salas, fyrrverandi forsætisráð- herra Perú. „Þess vegna vilja margir að hann finnist ekki.“ Montesinos Þessi mynd var tekin af geimstöðinni Mír árið 1996. AP Vandkvæði við stýringu Mír Sambandslaust í tæpan sólarhring Koroljov, Moskvu. AFP. Lyf við alzheim- er-sjúk- dómnum? KANADÍSKIR vísindamenn segjast hafa framleitt öflugt bóluefni við alz- heimer-sjúkdómnum og er það nú tilbúið til prófana á mönnum. Kemur það að sögn í veg fyrir eða dregur úr minnistapi og elliglöpum, sem sjúk- dómnum íylgja. Kom þetta fram í BBC, breska ríkisútvarpinu, á dög- unum. Talið er, að alzheimer-sjúkdómur- inn stafi af því, að eitruð efnasam- bönd safnist fyrir í heila og skaði taugafrumur. Rannsóknir á músum hafa hins vegar sýnt, að unnt er að eyða þessu efni með bóluefni, sem er svipað að gerð og eitruðu efnasam- böndin. Ekki hefur þó tekist fyrr en nú að sýna fram á, að það hafi bæt- andi áhrif á heilastarfsemina. Stöðvaði samsöfnun eiturefna Vísindamennimir, sem starfa við háskólann í Toronto, segja í tímarit- inu Nature, að þeir hafi alið mýs og framkallað í heila þeirra sams konar eiturefni og sams konar glöp og hrjá alzheimer-sjúklinga. Síðan voru mýsnar bólusettar eða gefið nýja lyf- ið og þá kom í Ijós, að það stöðvaði samsöfnun eiturefnanna, hreiriáaði heilavefinn og kom í veg fyrir éin- kenni alzheimer-sjúkdómsins. Eiturefnin, sem um ræðir, eru sterkju- eða sykurhvítupeptíð og vís- indamennirnir segja, að þótt ýmis- legt annað komi til sé enginn vafi á, að þessi efni séu mesti skaðvaldurinn. Frekari rannsóknir á lyfinu fara fram á næstunni og vísindamennimir trúa því, að farið verði að prófa það á mönnum innan árs. Alzheimer-sam- tökin í Bretlandi hafa fagnað þessum tíðindum en áætlað er, að þar í landi þjáist um 600.000 manns af þessum sjúkdómi. HUGSANLEGA munu geimferða- yfírvöld í Rússlandi breyta áform- unum um að steypa geimstöðinni Mír f Kyrrahafið í febrúar nk. eftir að sambandslaust varð við geim- stöðina í tæpan sólarhring frá öðr- um í jóluni og fram á gærdaginn. Sambandið hafði aldrei áður rofnað í svo langan tíma á þeim 14 ámm sem Mír hefur svifið á sporbaug um jörðu. Júrí Koptjev, yfírmaður rúss- nesku geimvísindastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í gær að svo gæti farið að áformunum um að steypa Mír til jarðar hinn 27. eða 28. febrúar gætu breytzt. Engar skýringar lágu fyrir að svo stöddu á því hvers vegna sam- bandið rofnaði við stöðina um há- degi að fslenzkum tfma á annan f jólum. Að sögn talsmanna rúss- nesku geimvísindastofnunarinnar gæti það tekið marga daga að kom- ast til botns í því hvað olli sam- bandsleysinu og hvað væri hægt að gera til að tryggja að þetta gerðist ekki aftur. Mír er enn á sporbaug í 315 km hæð yfir jörðu og á að geta haldizt þar a.m.k. til 15. marz en þá er reiknað með því að eldsneytið sem um borð er þijóti. Upprunalega var Mír ekki hönnuð til að gegna hlut- verki sínu lengur en í fimm ár. Þegar Mír verður látin falla til jarðar er gert ráð fyrir að stór hluti hennar brenni upp við að fara í gegnum gufuhvolfið en leifar geim- stöðvarinnar, alls um 40 tonn af braki, muni falla niður í sunnanvert Kyrrahaf. Talsmenn rússnesku geimferðastofnunarinnar hafa hins vegar ítrekað sagt að engin trygg- ing sé fyrir því að áformin gangi upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.