Skírnir - 01.01.1867, Qupperneq 8
8
INNGANGUE.
— og þar sem hvorutveggju áttu sama óvin á velli, a? hvorir
voru annara sjálflyörnir bandamenn. Á hinn bóginn gat á þeim
tíma ekkert samband veriS Prússum hagfelldara en sambandiS viS
Itali, þá þjó<5 er var uppáhald Frakka og hafði játaö þjóSernis-
rjettinn svo gildan, sem Frakkakeisari vill hafa í lög leitt, og ekkert
gat veriS þeim vinsælla en aS hjáipa þessari þjóS til aS ná
óSulum sínum undan Austurríki. þaS fór því sem bezt saman,
aS Bismarck hjet á þjóSernistilfinning þýzkra manna, er hann sá
aS hann j'rSi aS láta til skarar skríSa meS Austurríki, og hitt, aS
hann gerSi samlag viS þá þjóS, er hefir skiliS tákn tímanna og
skynjaS, aS þjóSernisfrelsi er fyrir þjóSirnar hiS sama sem
samvizkufrelsi fyrir hvern einstakan mann1.
*) í>að er sagt, að Cavour sil. hafi eitt sinn jagt fyrir sendiboða Itala í
Kaupmannahöfn, að hyggja grandgæfilcga að þrætumili Dana og þ>jóð-
verja, því þar kynni að koma, að það bæri vel til efnis fvrir Italiu.
Jetta er ekki ólíkt, og er það þá nýr voltur um forsæi Cavours. Menn
hafa kallað Bismarck Schönhausen Cavour þjöðverja — og til þess
má mart finna —, en það er vist óhætt að fullyrða, að hann hefir fyrir
löngu ætlað, að á því máli skyldi það prófast, hvort sjer mætti meira:
samdrattur þýzkra manna til þjóðlegrar einingar, eða kotríkjafóstur
Austurríkis, er hjelt öl|U á dreif og sundrungu. Vjer höfum stundum
áður niinnzt á í þessu riti fundaveður þjóðverja og turnhátíðir þeirra
og flcira þessh , þar sem ávallt var svo mikið talað og sungið
um „ættlandið mikla”, um „þýzka menntun og siði” og um allshátlar
þýzkan forkunnleik og vfirburði yfir aðrar þjóðir; en vjer höfum og
minnzt hins, hvernig menn höfðu eining og samheldi jþjóðverja í skopi.
f>egar verkin skyldu sýna merkin, þá er einhverju skyldi koma fram
til verulegs samlags eða einingar (að því skipti landshagsskipanir,
samskipti, þegnlög, ríkjalög og s. frv.), þá var opt svó sem ætllandið
„mikla” tæki eigi út yfir það ríkispettið, er hver taldi sig til. 'þess
hefir áður verið getið í þessu riti, hvert umstang Prússar urðu að
hafa fyrir tollsamningunuin við Frakka og hvernig Austurriki og sum
suðurríkja streittust á móti. Austurríki hafði jafnan mesta daður við
smáhöfðingja og miðríkjakonunga, en stælti þá helzt upp til þess er
verst gegndi. f>að var beint í anda Austurríkis, að meðal- og smá-
höfðingjar ^ýzkalands gerðu rjett hertogadæmanna samfelldan rjetti
prinzins af Agústenborg, og enginn hefir lagt sig svo í líma við að
færa rök fram fyrir rjetti hans og gert það með svo þýzkri fjölþreifni
sem von der Pfordlen (í álitsskjali hans á Frakkafurðuþinginuj, er var