Skírnir - 01.01.1867, Page 10
10
INNGANGUB.
eigi aS eins megi vakna við fornu ágæti og frama, en verSa þess
um færir aS veita samþjóSum sínum mart og mildS til frjófgunar
andans og loflegs eptirdæmis.
þetta var höfuSárangur sambandsmanna þar sySra, en um-
skiptin á þýzkalandi voru eigi aS minna marki og horfa engu ?
miSur til heillaríkra afdrifa fyrir ena þýzku þjóS. SambandiS
gamla, er í reyndinni var ekki annaS en ábyrgSarsamband böfSingja
fyrir völdum sínum og rjettindum, er nú slitiS, en í staS þess
kemur annaS samband, reist á þjóSartrausti og stofnaS til aS
varSa um frelsi og framfarir hinnar þýzku þjóSar. Yínarörninn,
er í FrakkafurSu hlakkaSi frá (1forsal vinda” yfir öllu landsmegini
J)jóSverjalands, er nú hrakinn aptur til átthaga sinna og er þó
fullhræddur um, aS síSar meir verSi enu dregiS undan sjer þaS
hreiSriS, er hann er helzt elskur aS, þ. e. hin þýzku lönd Austur-
ríkis. J>rír höfSingjar, Hannoverskonungur, hertoginn af Nassau
og kjörherrann af Hessen hafa orSiS aS sleppa sprota sínum í
hendur Prússakonungs, og hinum fjórSa lorust vonirnar um hertoga-
krúnuna í Schleswig-Holstein. Enn fremur er þingborg sambandsins
gamla, FrakkafurSa, kastali gullgæSinganna (Rothschilds), svipt
sjálfsforræSi og komin á vald Prússa. ASrir höfSingjar fyrir
norSan MainfljótiS hafa orSiS aS heita ígöngu og sambandsfylgi
enu nýja rikjasambandi meS forustu Prússa. Frjálslega kjöriS
sambandsþing (ríkisþing) á aS setja lög og ráSa úr sambands-
þörfum, en ásamt því tekur sambandsráS (nefnd sendiboSa, er
situr í Berlinarborg) þátt í stjórn sambandsmála. Prússakonungur
tekur viS herstjórn sambandsins eSa allri yfirstjórn hermála og
landvarna fvrir öll sambandsríkin, en auk þess verSur öllum lands-
hagslögum og rjettarfari þokaS til sem mestrar einingar og sam-
hljóSanar í öllum þeim löndum. J>ess má geta, aS fjöldi manna í
þeim löndum, er Prússar hafa tekiS, una Jiví illa aS hafa misst t
höfSingja sína, en flestir þeirra eru lendbornir menn eSa hermenn,
eSa íbúar enna fyrri höfuSborga (aSsetursborga), er kunna illa
horfinni höfSingjadýrS og hirSskrauti ásamtfl. þessh. J>öir þykjast
aS vísu allir harma þaS, aS land sitt sje svipt ríkisforræSi, en
bágt mun þó aS sýna, hver þjóSarnot hvert land, eSa J)ýzkaland í
einu lagi, hefir haft af enu svo nefnda sjálfsforræSi smáríkja og
*