Skírnir - 01.01.1867, Qupperneq 59
Frnkkland.
FRJETTIR.
59
í ræSu sinni, a8 í fyrra vetur hefði 30 þúsundir kennara (í
22,947 hreppum) byrjaS kennslu í 24,636 nýjum skolum handafull-
aldra fólki. í feim skólura fengu tilsögn 42,567 kvenna og
552,959 karla. „þar sáust gamalmenni a8 námi vi8 hliSina á
börnum sínum. Af allri tölunni eSa 595,506 fullorðinna manna
kunnu 249,199 ekkert á bók, og höfSu lítiS skyn á því,
er börn almennt nema. Af þeim ur8u læsir 62,212, en
bæSi læsir og skrifandi 102,132, og aS reikna lærSu
194,102. Hinn hlutinn (346,307) jók nám sitt og kunnáttu í
ýmsum greinum, t. d. lærSu rjettritun, uppdrátt, landmælingar,
tölvísi, mælingarfræSi, náttúrufræSi, sögu, landafræSi og söng.“
Af þessu má sjá, hversu mjög er á vant á Frakklandi, sem víSar.
til uppfræSingar alþýSunnar, og aS þaS er eigi minnsta þarfaverk
keisarans, er hann vinnur bjer til umbóta.
Löndum vorum mun þegar kunnugt um fiskisýninguna í Bou-
logne, er haldin var í fyrra sumar. J>ess má geta hjer, aS
NorSmenn eigi aS eins gengu Frökkum til jafns um sendingarnar
(12 sendingar fleiri frá Frakkneskum mönnum), en flest er frá
þeim kom þótti vera meSal þess merkasta og bezta, er þar var
til sýnis (t. d. veiSarfæri, sjóklæSi, bátar, verkað sjófang, allskonar
uppdrættir, er lýsa æxlun ýmissa fiskitegunda og allri meBferS
manna þar sem fiskeldi er haft, ásamt sýnishornum af svo mörgu
úr húnaSi sjómanna og fl. þessh). Svíar og Danir höfSu líka sent
margar góSar sendingar e8a sýnismuni, og a<5 tölunni til kom
næstum eins mikiS frá NorSurlöndum, sem frá öllum öSrum löndum
samtals. Svíar höfSu þar net, skrautlituS og glólituS meS ýmsu
móti (til aS ginna fiskana), og handnet meS háfi er lykst um
fiskana sem völskuvjel. Af því er Danir sendu, var mönnum eigi
minnst starsýnt á fiskibúnaS og báta Grænlendinga.
I fyrra sumar gengu ýmsar sögur af heilsufari keisarans, og
höfSu stjórnarblöSin varla viS aS hera aptur margar flugufregnirnar,
því öllum gerir órótt er slíkt er kvisaS. þetta er vottur um ótta
margra manna, aS mörg bönd og skorSur bresti, er nú halda flestu
saman á Frakklandi, ef frafáll hans bæri bráSan aS. NokkuS
mun hafa veriS satt um lasleik keisarans, en nú er hann sagSur