Skírnir - 01.01.1867, Page 60
60
FRJETTIR.
Frakkland.
fullbata. Keisari og drottning fara á hverju sumri til baða eSa
brunna (heilsulinda). Lengstum eru fau í Biariz, skammt frá
Bayonne viS Gascogne-flóann. J>ar eiga þau lystigarSa og í feim
bæ kemur saman mart stórmenni frá öllum löndum, og þangaS
sækir mikill sægur allra þeirra, er hafa peningaráð til aS njóta
sælla daga, viS allsháttar lystisemdir og gjálífi. Drottningunni
fylgir ávallt mikil hirðsveit, og er þab mesti sveimur meS kynja
viShöfn og sundurgerSum. J>á er annar bær er Yichy heitir, og
keisarinn velur sjer til bústaðar á sumrum. þar býr hann í lysti-
garSi, sem er í hátt svissneskra garSa. þann garS gaf hann í
haust eS var þjóni sínum, er hann hefir mætur á, fyrir langa og
trúa þjónustu, en skildi þaS til aS hann leigSi sjer húsiS eptir-
leiSis. „Leiguna skal jeg borga þjer skilvíslega11, sagSi keisarinn,
„ef jþú ert ánægSur meS 20 þúsundir franka.11
Af látnum mönnum er tveggja aS geta: Thouvenels (Edouard
Anton), eins af stórgæSingum keisarans og Victors Cousins, eins
af nafntoguSum vísindamönnum Frakka. Thouvenel var fæddurll.
nóv. 1818 í Versailles og andaSist 18. okt. næstliSiS ár. Hann
stundaSi lögvísi og ferSaSist síSan til Austurlanda. 1845 varS hann
sendiboSi Frakka í Aþenuborg, seinna í Múnchen. þegar Napó-
leon hafSi tekiS keisaratign, gerSi hann Thouvenel aS deildarstjóra
í stjórn erlendismála, þar er stjórnarmál bar undir. Seinna 1855
fjekk hann erindarekstur í MiklagarSi og þótti leysa þar allt sem
bezt af hendi, svo mikinn vanda sem aS bar á þeim árum. 1860
tók hann viS utanríkismálum og var ItöTum ávallt hinn þarfasti og
og hjálpsamasti í öllum ráSum. þaS er sagt, aS enginn af ráS-
herrum keisarans hafi veriS honum meir samhuga um þaS mál og
austræna máliS en Thouvenel. Victor Cousin er fæddur í. Parísar-
borg 1792, dó 14. jan. þ. á. Hann var um tíma á þýzkalandi
og kynnti sjer heimspeki þjóSveija, og kvaS kenna af því í rjtum
hans. BæSi fyrirlestrum hans og ritum eigna menn mikiS í öllu, er
gerSist til bóta og framfara um langan tíma (1820—1840) 1 mennta
og vísindalífi Frakka. Hann var aldavinur Guizots, og fjekk,
meSan hann var viS völd, yfirumsjón skólamála. í ráSa-
neyti Thiers stóS hann fyrir kirkju- og kennslumálum. Honum er