Skírnir - 01.01.1867, Síða 76
76
FBJETTIB.
Íulí».
enn eptir á Púli og Sikiley frá fyrri tímum, og til skamms tíma
hefir stjórnin orðið aS halda mikinn her til landhreinsunar á
SuSurítalíu. Sikileyingar hafa orSiS einna lengst apturúr, en þar
er líka fádæma sægur af munkum og lijegiljulýS, er alþýSan verSur
háS, unz hún tekur sjer fram til uppfræSingar og mennta. Á
eyjunni eru eigi færri klaustur en 638, og eiga þau nálega allan
þriSja part landsins. AS klerkum og klaustralýS mundi eira þaS
sem verst, er stjórnin tók aS draga klaustragózin í ríkisvörSslu,
mátti í vændir vita, en viS því átti hún þó eigi búiS, aS klerk-
arnir myndi berast þau ráS fyrir, er fram komu í miSjum septem-
ber. Um þaS leyti var heriun norSurfrá, en fátt manna undir
vopnum á evjunni, og í Palermo vart 1200 manna. þegar út-
boSin komu til eyjarbúa, höfSu margir menn strokiS úr vistum og
gengiS til lags viS stigamenn í fjöllunum, eSa fengiS leyni og
skjól bjá munkunum hjer og hvar í klaustrum þeirra. þessi bófa-
lýSur dróst saman til uppreistarráSa og brauzt í þúsundatali inn
í Palermo 15. september. þeir voru allir vel vopnaSir og gengu
fyrirstöSulítiS aS hirzlum borgarmanna, en þeir urSu deigir til
varnar, og margir þeirra voru grunaSir um mök viS uppreistar-
menn. þeir sögSust vilja steypa konungvaldinu, en reisa þjóS-
valdsstjórn. þeir hrutu upp öll varShöld bæjarins og juku afla
sinn meS þeim er þar sátu. KonungsliSiS gat lítiS aS hafzt fyrir
fæSar sakir, og haíSi fullt í fangi aS halda vörn uppi, unz liS
kom frá meginlandinu. Uppreistarmenn gáfu engum griS, er þeir
náSu af hermönnunum, og drápu ýmsa ríka menn og embættis-
menn, or eigi vildu stySja ráS þeirra. þeir hjeldu Palermoborg
á valdi sínu í vikutíma, en þá kom mikil hersending, og gekk
þaS liS þegar til bardaga viS ófriSarherinn. Stigamenn voru lengi
torsóttir á vighlöSum sínum um stræti borgarinnar og fengu
konungsmenu drjúgan mannskaSa áSur þeir gátu hrakiS þá út úr
hænum. Leikurinn harst þá út um eyjuna og átti liSiS um tíma
í eltingum viS bófana, og náSi mörgum, þó fleiri kæmist undan
til leyna sinna í fjöllunum eSa á öSrum stöSum. Konungsmenn
höfSu látiS 7 fyrirliSa, en 27 urSu sárir. Af hermönnum fjellu
eSa særSust uokkuS á fjórSa hundraS. Nú er kyrrS og friSur á
eyjunni, og situr þar allmikill her til gæzlu, en tvö þúsund manna