Skírnir - 01.01.1867, Side 82
82
FRJETTIR.
•Spátm.
Seinnstu afreksverk Spánarflota voru þau, aS þeysa skothríSareldi
yfir Vaiparaiso, höfuSborg Chilíbúa (í sex tíma), og leggja stór-
mikinn fjölda húsa í eySi og miklar vörubirgSir, halda síSan til
Callao, hafnarborgar í Perú, og skjótast á viS vígi borgarinnar í
fjórar stundir, en verSa síSan aS leggja frá meS allmiklar skeinur
og drjúgan mannskaSa. Sagt er aS skaSi Valparaisomanna sje
reiknaSur allt aS 20 milljónum dollara. í Callao varS fáeinum
húsum meint viS skotin. Eptir þessi stórvirki hjelt flotinn á burt
frá stföndunum, og ljet stjórnin vel yfir, aS hann hefSi refsaS
fjandmönnum ríkisins. Sáttir hafa eigi komizt á til þessa, og hafa
þó Frakkar og Englendingar gengiS á milli. Hjer mun skamma stund
hönd höggi fegin, því í Valparaiso húa margir kaupmenn fráFrakk-
landi, Englandi og fleirum löndum, er hafa beiSst fuilra hóta fyrir
þann skaSa er þeir fengu af skothríSinni, og þarf varla viS öSru
aS húast, en aS Spánarstjórn verSi hjer aS inna slíkt af hendi
sem krafizt er.
þó stjórninni tækist aS brjóta niSur þá uppreist, er Prim
gekkst fyrir, varS henni lengi vandgætt til friSarins, því heldur
sem hún varS aS taka til harSari ráSa, takmarka prentfrelsi
og fundafrelsi, halda fram rannsóknum um landiS til aS uppgötva
þá, er höfSu veriS í ráSum meS Prim, og fl. þessh. þaS jók
einnig á kur frelsismanna, er drottningin ljet ánetjast á nýja leik
af fortölum og ráSum presta sinna og þess bjegiljulýSs — einkan-
lega skriptaföSur síns og Patrociníu nunnu, er O’Donnel hafSi reynt
til stía frá henni. Allt gekk þó slysalaust fram til júnimánaSar,
en þá brutust fram uppreistarráS í sjálfri höfuSborginni, og voru
því hættulegri, sem tvær sveitir af skothemum höfSu bundizt í
samsærisráSin. 10’Donnel gat þó fengiS nógu snemma njósnir af
því er hjer var í bruggi,' svo aS hann var viS engu óbúinn. Undir
eins og óspektirnar byrjuSu (22. júní) rjeSst hann og þeir mar-
skálkarnir Narvaez og Serrano meS miklum sveitum til hermanna-
skálanna og annara staSa, þar sem samsærisliSiS tók aS leita
stöSva. Bæjarskríllinn hafSi fengiS vopn hjá liSinu á sumum
stöSum, en O’Donnel varS skjótari aS hragSi en, samsærismenn
höfSu búizt, viS, og fyrir þá sök varS minna úr samtökum borgar-
manna og liSsins. Bardaginn stóS þó lengi dags á strætunum