Skírnir - 01.01.1867, Side 83
Sprfnn.
FRJETTIR.
83
meS mikilli grimmd, og fjell mart manna af hvorumtveggju. Um
kveldiS stundu eptir miðaptan hafSi O’Donnel kæft uppreistar-
báliS, og drepiS af samsærismönnum rúm tvö hundruS en hand-
tekiS fimm hundruS. DrottningarliSið liafSi og fengiS mikinn
mannskaSa og í byrjun uppreistarinnar höfSu samsærissveitirnar
drepiS 13 fyrirliSa, er vildu stöSva ófriSarráSin. Einn af þeim
þremur hershöfSingjum, er fengu sár og skeinur í bardaganum, var
Narvaez marskálkur. Drottningin hafSi nú fengiS nýja raun um, aS
harSfylgi og hervarnir höfSu forSaS ríki hennar frá illum afdrifum,
Eenda varS nú margur vargur í vjeum, sem nærri má geta.
O’Donnel hafSi aS vísu dugaS henni vel, en liann jpótti þó ekkert
vinna til hlítar til þess aS varSa um hásæti hennar og treysta
t>aS gegn illum ráSum byltingarmanna. Skömmu síSar varS hann
aS leggja af sjer völdin, en Narvaez settist í sæti lians, og fylgdu
honum þeir einir í ráSaneytiS, er taldir eru enir harSsnúnustu af
apturhaldsfiokkinum. Nú mátti kalla, aS öllum griSum væri lokiS,
og enginn mátti lengur um frjálst höfuS strjúka þeirra manna, er
annaShvort voru grunaSir um ráSafylgi til þeirra atburSa, er gerzt
höfSu, eSa um mótistöSu gegn ráSum og tiltektum ens nýja ráSa-
neytis. Öllum var vísaS frá embættum er eigi þóttu traustir eSa
einarSarfullir aS framfj’lgja boSum stjórnarinnar, flestar borgir
settar í hervörzlu, prentfrelsi og fundafrelsi óhelgaS meS öllu, en
atfarir og ofsóknir hafSar á hendur öilum, er eitthvaS jþóttu hafa
gert til saka. Líflátsdómar, handtökur og landflæmingar voru
jþau ein tíSindi, er í langan tíma heyrSust frá Spáni. Ellefu
fyrirliSar, er höfSu tekiS þátt í uppreistinni — meSal þeirra hers-
höfSingi, Pierrad aS nafni — voru dæmdir af lífi og skyldu
skotnir, en þrír af ritstjórum frelsisblaSanna í Madrid (Democracia,
Iberia og Novedades) ásamt sjö öSrum blaSamönnum og mála- .
færslumönnum skyldu festir upp í gálga. þeim hafSi jþó öllum
tekizt aS forSa sjer eSa strjúka úr dýflissunum og svo burt af
landi, áSur dómurinn var kveSinn upp. HundruSum saman stukku
menn úr landi um þetta leyti, og leituSu flestir til Frakklands og
Parísarborgar. Nóttina milli 27. og 28. september voru hand-
teknir 185 manna í Barcellónu, flestir í rúmum sínum, og settir
i dýflissur. Fjöldi manna er rekinn af landi, og margir fluttir í
6*