Skírnir - 01.01.1867, Side 98
98
FRJETTIB.
t’ýzkalnnd
trúarnir gátu ekki skorazt undan a<5 setja nefnd í Jiessu máli,
sem öðrum, en vildu jió gjarna vita betri grein á uppástungum
Prússa og Jióttust jmrfa aS spyrja sig fyrir lieima, hver i sínu
landi, og s. frv. Bismarck kvaS sjer ekki vera um neinn drátt á
málinu og gaf (11. mai) nefndinni nokkuS til vitundar, t. d. um
aSalþingstjórn sambandsmála (Cenlralgewalt durch ein Parlament),
um frekari keimild þeirrar stjórnar á lagasetningum, um samgöngu-
bætur, þýzkan flota og landher og fl. þessh. Allt var þetta mælt
nokkuS á víSáttu og um yfirstjórn sambandsins var ekki talaS, og
mun suma hafa grunaS nokkuS áþekkt því, er síSar varS upp-
kveSiS. þetta gerSi engum Ijettara um hjartarætur, því á her-
búnaSinum hjeldu allir af kappi, og fjórum dögum áSurhafSi Bis-
marck látiS Mensdorff vita, aS Prússar vildu aS vísu koma sjer
saman viS Austurríki um mál hertogadæmanna, en þar mætti
enginn þriSji (t. d. sambandiS) til hlutast, og þar sem Mensdorff
hefSi talaS um prinzinn af Ágústenborg, mætti engum koma til
hugar, aS Prússar seldi neinum fengna heimild og rjett, utan fyrst
og fremst væri sjeS borgiS eigin hagsmnnum og velfarnan þýzka-
lands. Enn fremur hafSi liann beSiS Saxa aS stöSva liSsafnaS,
en þeir höf&u aptur á móti 5. maí skoraS á bandaþingiS, aS
beiSast slikrar skilagreiSslu af Prússum, aS sambandsríkin sæi eigi
11. grein bandalaganna hafSa í veSi. Uppástunga Saxa var sam-
þykkt (9. maí) meS 10 atkvæSum gegn 5. Ýmsir vildu reyna
miSlunarmál, og í því skyni bar Bayara fulltrúi þaS upp, aS öll
þau ríki, er búizt höfSu til vígs, skyldi inna skil af höndum á
þinginu þann 1. júní. þetta var líka samþykkt og gefiS hlutaS-
eigendum til vitundar, eSa af þeim krafizt skila 24. maí. Um
þetta leyti höfSu hin stórveldin boSiS til ríkjafundar, sem áSur er
getiS (bls. 41), en þau gáfu upp máliS viS afsvör Austurríkis.
Nú kom hinn mikli skilagjalddagi eSa yfirlýsingadagur 1. júní.
Sendiherra Austurríkis lýsti fagurlega allri framgöngu Austurríkis-
keisara í máli hertogadæmanna, lcvaS Prússa hafa gert þaS aS
ofríkismáli og leitaS fulltingis hjá útlendum mótstöSumönnum Austur-
ríkis; keisarinn mætti því ekki dreifa liSi sínu fyrr en ríki hans
væri engin hætta búin. Mál hertogadæmanna vildi hann nú leggja
á vald baudaþingsins og hlíta því, er þaS gerSi um, en til þess