Skírnir - 01.01.1867, Qupperneq 110
110
FKJETTIB.
Þýzkaland.
Elfi. Honum hafBi misteldzt a8 banna Prússum leiSir aS austan,
og ásetti sjer nú að beita her sínurn sem fyrst móti ennm vestri
herdeildum (Karls og Herwarths) áSur hvorutveggju næSi saman
(þær og her krónprinzins). Allur meginher Austurríkismanna var
hjer saman kominn á eitt svæSi ásamt liSi Saxa, og mun talan
eigi hafa skort mikiS í 200 þúsundir. Vesturdeildir Prússa voru
taldar til 120 þúsunda. Benedek tók sjer höfuSstöS fyrir vestan
Königgráz á Elfarbökkum, en þar eru hæSir margar, jiorp og
skógar, og J>ar ljet hann deildir sínar taka vígi, en fyrir vestan
gætti á ein, eigi mikil, er Bistriz heitir, og áttu Prússar yfir
hana aS sækja. 2. júlí Ijet konungur her sinn halda suSur og
austur til funda, og um kveldiS var eigi meir en míla vegar milli
fremstu forvarSa. J>aS kveld sendi Karl prinz röskan mann meS
brjef austur til frænda síns (krónprinzins) og baS hann hraSa
sveitum sínum suSur á móts viS Königgrftz, J>ví J>ar myndi báSum
kostur aS reyna sig viS Benedek liinn næsta dag. Herdeildir
krónprinzins stóSu j>aS kveld viS Miletin, bæjarþorp tvær mílur
vegar fyrir vestan Elfi, eSur Königinhof, er fyrr er ncfnt, en
sumar skammt þaSan, austur viS þann bæ, er Gradliz heitir og
áttu lakar þrjár mílur yfir aS sækja til vetfangsins. SendimaS-
urinn komst leiS sína um nóttina, þó hættuför væri, fram hjá
varSflokkum Austurríkismanna, og um hæl aptur meS boSin til
herbúSa Karls og konungs. Um nóttina skaut Karl enum fremstu
deildum fram aS þorpi því, er Dub heitir, eigi meir en fjórSung
mílu frá Bistrizá, en jpar var hátt lciti, svo aS sýn fal, og gátu
forverSir Austurríkismanna viS varSvitana eigi sjcS neitt til þeirra
ferSa. Frá ásinum hallar landinu jafnt niSur aS Bistriz, en hinu-
megin voru þorpin Sadowa, litlu sunnar og austar Lipa, en -í
suSur Dohalizka og Benatek. Hjer stóSu hægri armfylkingar og
brjóstfylkingar Austurríkismanna. í aptureldingu tóku sveitir
Prússa aS sækja niSur frá liálendinu aS ánni, og stýrSi Karl prinz
enum fyrstu sóknum aS Sadowa. Fyrir þeim deiidum, er bjer
sóttu fram, voru þeir hershöfSingjar, er Horn og Fransecky eru
nefndir. Stundu eptir miSjan morgun tókust skotakveSjur meS
hvorumtveggju yfir ána, og stóS sú hríS lengi, svo aS hvergi reiddi
til munar. Stundu fyrir dagmál var konungur kominn á vetfang,