Skírnir - 01.01.1867, Page 117
Þýzkaland.
FRJETTIR.
117
huga til þessarar borgar, því hjeSan höfSu komiS mörg kaldræSi
gegn Prússlandi frá öllum nefndunum og fundunum, hjer hárust
fyrir handafulltrúarnir (stukku þaðan 14. júlí til Augsborgar), og
hjeBan veittu fjárplógsjúSarnir sjer til gróSa gull-lækjunum á akra
miSríkja og smáríkja. þaS fór aS fara um gullgæSingana, er þeir
heyrSu aS Prússa væri von til borgarinnar, en þó lágu þeir kyrrir,
sem Fofnir í hreiSri sínu, er Falkenstein kom aS þeim. J>aS
sem fyrir var af liSi stökk í burt, og er sagt, aS sumum auS-
mönnunum hafi orSiS þetta aS orSum, er þeir sáu hurtfórina:
„ó! hve sælir eruS þiS ekki, sem eigi hafiS annaS aS missa en
lífiS“. Falkenstein þótti fangafrekur áJótlandi, en hjer varS hann
engu vægari í kvöSum. Hann Ijet setja mönnum sínum horS meS
góSum föngum matar og drykkjar, hirgja þá aS vindlum og tóbaki
og öllu er þeir þörfnuSust, en baS borgarbúa þar aS auki greiSa
í ríkissjóS Prússa 6 milljónir gyllina. Litlu seinna var Falken-
stein settur til landstjórnar í Böhmen, er Manteuffel tók viS yfir-
forustu hersins. Hann lagSi enn á borgina 25 milljónir, en borgar-
ráSiS neitaSi aS borga. j>á voru settar upp á borgarmenn heilar
sveitir til skylduvistar, og skyldi svo viS þá menn gert, sem fyrir
var mælt — en margir fengu þar í kost hálft hundraS manna.
Borgarbúar fengu þó seinna dregiS úr peningakvöSunum (seinni)
eSa urSu lausir viS þær aS mestu. Manteuffel hjelt skjótt austur
meS meginherinn eptir handaliSinu, er skundaSi til aS komast í
sameiningu viS liS Bayverja. Á þeim vegi var á, er Tauber
heitir, og yfir liana skyldi Prússum leiSin bönnuS. Hjer sló í
smábardaga 23. og 25. júlí, hjá Hundheim, Gerchsheim og Helm-
stadt, og höfSu bandamenn hiS sama gagn sem fyrri. Hjer var
sveit Badensmanna í orrustu og drýgSi heldur litla dáS, því um
tíma stóS Yilhjálmur prinz viS Hundheim meS 7000 manna í gegn
1500 og bar þó ekki af — enda missti hann heldur ekki mart
sinna manna. Eptir þaS hjelt bandaherinn til kastaíanna Wiirz-
borgar og Marienborgar, og höfSu Prússar skotiS á þenna kastala
um hríS, er fregnir komu (27. júlí) af vopnahlje meS Prússum og
Bayverjum. þeim frjettum munu margir hafa orSiS fegnastir og
þótt gott heilum vagni heim aS aka, enda leiS á skemmstu áSur
allur handaherinn dreifSist, og hverir sóttu til sinna heimkynna.