Skírnir - 01.01.1867, Page 121
Þýzkaland.
FBJETTIR.
121
ustu, en látiS Jieim kost á aS fara til Danmerkur ef þeir kysi
þa8 heldur, og beitt öllum brögSum til þess aS hverfa eða J>reyta
áhuga manna aS komast í samband aptur viS Danmörk. Ýmsar
nefndir hafa sótt á fund konungs og Bismarcks aS norSan, en
peim hefir veriÖ synjaS áheyrzlu meS ýmsum fyrirslætti. Eins
hefir fariS um bænarskrár (eina meS 17,000 nöfnum), a<3 eigi
hefir annaS veriÖ greidt til andsvara, en aS máliS jjyrfti enn
mikils undirbúnings og rannsókna áSur nokkuS yrSi ráSiS um
atkvæSagreiSsluna eSa dagsetning hennar. Jjó bæSi allur jþorri
Jjingfulltrúa og alþýSa manna á Prússlandi muni vera stjórninni
samhuga um þetta mál, og þeim þyki mest sæmd í aS ekkert
gangi undan, er náSzt hefir, má þó geta þess, aS eitt af merkari
blöSum Prússa, KölnartíSindi, hefir þráfaldlega minnt á aS gæta
hjer sanns og rjettar, og bent á þann vanda, er enn mætti risa
út af enum gömlu misklíSum viS Dani. þó hefir blaSiS ekki
þoraS aS ráSa til aS skila þeim aptur Als og Dybhöl.
I enu norSlæga ríkjasambandi eru 22 ríki, en Lauenborg (aS
svo komnu), Hansaborgir og norSurhlutinn af Hessen-Darmstadt
fylla þá tölu. Eptir því frumvarpi, sem þegar er iagt til umræSu
á sambandsþinginu nýja, hefir Prússaveldi forsæti og forstöSu
sambandsins, setur erindreka, ræSur öllum samningum, ályktar
stríS eSa gerir friS, ogsvofrv., fyrir þess hönd. Prússakonungur
ræSur flota sambandsins og stýrir öllum landvörnum. Fyrir hvern
mann, er tekinn er til herþjónustu (aS venjast henni) leggja ríkin
í sambandssjóS 225 prússneska dali á ári (til kosts og búnaSar),
en hver maSur er skyldur aS þjóna í sjö ár, er hann hefir náS
tvítugsaldri, en síSan vera tiltækur í landvarnarliSinu í 5 ár.
Lagasetning ber undir sambandsráSiS og sambandsþingiS. I ráS-
inu koma málin undir 43 atkvæSi, en af þeim stýra Prússar 17,
Saxland 4, Meklenborg-Schwerin og Brúnsvík tveimur hvort, en
hin ríkin hvert fyrir sig einu. RáSsliSar eru fulltrúar stjórnenda,
sem þingmenn þegna. Formann ráSsins setur Prússakonungur.
þingmenn eru aS tölu 293 (60 frá sambandsríkjum Prússaveldis,
43 frá enum nýju skattlöndum), og kosningar (til þriggja ára)
beinar og eigi bundnar viS fjáreign. Prússakonungur ræSur þing-
kvaSningu og þingslitum. Ein lög ráSa í öllu sambandinu um