Skírnir - 01.01.1867, Qupperneq 122
122
FIiJETTIR.
f’ýzkaland.
toll og verzhra, um póstmál, hraSfrjettir, járnbrautir og svo frv.
SambandsþingiS setur lög um atvinnu, ábyrgSir, vistir og búferli,
peningamótan og bánka, fjárkvaSir til sambandsþarfa, málasókn
almennra þegnmála og fl. þessh. Af þessu má sjá, hvert taumhald
Prússkonungur befir fengib á öllum norðurhluta þýzkalands.
Af alþýSu manna í enum nýju skattlöndum mun þaS sannast
sagt, a8 hún uni vel sínum kosti, sem orSinn er. I Hannover er
allmikill flokkur lendra manna og hermanna, er láta sjer sem verst
eira umskiptin, og í hertogadæmunum þeir, er fyllt hafa flokk
prinzins af Ágústenborg, þó margir hafi nú sætt sig viS þau eSa
gengiS í hinn flokkinn, er studt hefir ráS Prússa frá öndverSu.
Nærri má geta, aS Prússar hafi látiS þá menn kenna hitans í
haldinu, en þó komust nokkrir af þeim fram vi8 kosningarnar.
í NorSursljesvík reru Prússar fast á móti, a8 kosnir yrSi menn
af dönsku þjóSerni, en hjer tjáSu engin brögS í tafli, og urSu
þeir kosnir Ahlmann frá Sönderborg á Alsey og Kryger frá Bef-
toft. í Hannover voru nokkrir kosnir, er ávalit hafa veriS mót-
stöSumenn Prússa, t. d. Miinchhausen, og á sumum öSrum stöSum,
en þó er meginhluti fulltrúanna stjórn Prússa svo sinnandi, aS
hún þarf eigi aS ugga um framgöngu samhandslaganna. Sljesvíkur-
máliS hefir borizt í mál á þinginu, og var Bismarck eigi seinn
til aS minna þá Ahlmann og Kryger á, aS danskir menn í
NorSursljesvik hefSi einkis rjettar aS krefja um atkvæSagreiSsluna.
Yæri þaS nokkur, þá yrSi þaS aS vera .Austurríkiskeisari. ÁSur
slíkt yrSi ákveSiS (ef svo færij, þyrfti mart til greina aS taka
og mart um aS semja viS stjórn Dana, t. d. skuldamál Sljesvíkur,
því rynni aptur til Danmerkur landssvæSi meS 100 þúsundum
ábúa, þá yrSi aS fylgja þeim skuldapartur, er myndi nema 6
milljónum dala.
Prússakonungur setti sambandsþingiS 24. febrúar og minntist
þess í ræSu sinni, aS þýzkalandi mætti nú hlotnast sá þrifnaSur,
vald og frami, er þaS hefSi heSiS í langan tíma. Stjórnendur
sambandsríkjanna mætti nú sjá þaS ná fullnaSi og framgangi um
einingarfestu og mikilfengi þýzkalands, er allir þýzkir menn hefSi
svo lengi þreyS, fyrir þaS aS allir hefSi þeir lagt nökkuS í söl-
urnar. „Jeg hef8i“, sagSi hann „gert hiS sama fyrir velfarnan