Skírnir - 01.01.1867, Page 135
Rússland.
FRJETTIR.
135
höfn, og mesta fagnaðar móti af hálfu borgarbúa. 9. nóv. hjeldu
þau brúðkaup sitt, krónprinzinn og Dagmar, er nú hafSi hlotiS
annaS nafn í enni nýju skírn — er hún játaSist undir ena grísku
trú — og nefndist Maria Feodorowna. I brúSkaupinu var mart
stórmenni frá ýmsum iöndum. MeSal annara voru jieir j>ar:
FriSrik, krónprinz Dana og bróSir prinzessunnar, prinzinn af
Wales og krónprinz Prússa.
Menn vita, aS frændsemi og vinátta fara eigi allajafna saman,
og svo hefir orSiS meS Ameríkumönnum og Bretum, en þó skyldu
margir ætla, aS jað væri fátt, er drægi til alúSarvináttu meS
enum fyrr nefndu og Rússum. {>ó hafa jieir látiS svo dátt hvorir
aS öSrum á seinni árum, aS mönnum mætti koma til hugar, aS
alræSisvald keisarans á Rússlandi og aljýSuvaldiS í Bandaríkjunum
væri bræSramark beggja ríkjanna. Eitt hefir hjer veriS líkt meS
óskyldum, þrælabaldiS í suSurríkjunum og áþján bændanna á
Rússlandi — og hitt, aS hvorir um sig hafa máS þessa bletti af
sjer, en þess verSur aS gæta, aS svertingjar í Vesturheimi voru
enginn þjóSarstofn, sem bændalýSurinn á Rússlandi. þaS er þó
hvorki þetta eSa annaS í þjóSlífi hvorra fyrir sig, er hefir laSaS
þá hvora aS öSrum, heldur hitt, aS hvorir þykjast vilja hafa hinna
styrk og fylgi til meginráSa í öllum heimi. Menn hafa stundum
sagt, aS þaS væri orSiS alþýSuorStak í Bandaríkjunum, aS Rússar
og Ameríkumenn myndi skipta meS sjer heimsráSum, er aldir
liSi fram. HvaS mikiS rætist af þeim spám, er bágt aS vita, en
hitt er ekki efandi, aS mart verSur aS skipast á aSra leiS í þjóSar-
fari hvorratveggju, til þess aS vinfengiS endist til slíkra afleiSinga.
í fyrra sumar komu sendiboSar vestan um haf meS fagnaSar-
kveSjur til keisarans frá forseta Bandaríkjanna, en því var fagnaS,
aS drottinn hefSi hlíft lífi keisarans viS tilræSi Karakosows, er
getiS var í fyrra í viSaukagrein rits vors. Fyrir sendiförinni var
maSur úr stjórn flotamálanna í Washington, er Fox heitir, en
skipi hans fylgdi turnskip (Monitor) furSulega rammgert úr járni,
er Miantonomoh heitir, og fannst öllum mikiS um þessa járnskeiS,
en hún er sú fyrsta sinnar tegundar er lagt hefir leiS yfirAtlants-
haf. SendiboSunum var fagnaS meS mestu virktum í Pjetursborg
og víSar á Rússlandi, en þaS er sagt af minnisdrykkjum, aS