Skírnir - 01.01.1867, Síða 145
Tyrkjaveldi.
FKJETTIE.
145
væri eigi að eins konungur Grikklands, en konungur Grikkja
(,,Hellena“), og hann myndi heldur kjósa aS leggja niSur þá
tign og hverfa aptur til Danmerkur, en hregSast jjeim skyldum,
er hún legSi sjer á herSar.“ — Grikkir hafa jafnan gert mikiS
úr öllum sigurfregnum frá Krítarey, og í Aþenuborg var jjeim
ávallt mjög fagnaS. Eitt sinn kom tyrkneskt skip inn á Pireus-
höfn, og hafSi innanborSs nokkur hundruS sjálfboSaliSa frá Grikk-
landi, er gengiS höfSu á valdTyrkjum. FólkiS varS mjög æst er
£eir komu áland, og varS þeim naumast forSaS undan steinkasti
og atgöngu lýSsins, og sagt var aS sumir fengi limalát og bana.
J>etta mæltist misjafnt fyrir, en í grískum blöSum fór sú saga af
J>essum mönnum, aS J>aS hafi veriS versti óþrifalýSur, er í staS
J>ess aS verSa eyjarbúum aS liSi hafi haft sig til rupla og ræna,
og svo fleygt frá sjer vopnunum, er Jpeir urSu fyrir liSi Tyrkja.
— J>aS mun sannfrjett, aS Grikkir sje jþess albúnir aS veitast aS
meS hverjum jþeim af skattgildingum Soldáns, er hefja vill her-
skjöld á móti honum, og aS þeir hafi haft J>au boS frammi, eink-
anlega viS Serbajarl. þeir hafa og sent erindreka til stórveldanna
(og til Bandaríkjanna), aS setja þeim fyrir sjónir alla afstöSu mála
þar eystra, og tjá þeim sín vandræSi. Enn fremur hafa þeir eflt
allar varnir sínar og búiS her sinn eptir föngum, en til þess hafa
þeir orSiS aS auka drjúgum skattkvaSir, og var því vel tekiS á
þinginu. Kommonduros hefir nú forsæti í ráSaneyti Georgs kon-
ungs og stendur fyrir utanríkismálum. — TalaS er um, aS kon-
ungur ætli meS vorinu aS leggja á ferS til ýmissa höfuSborga í
NorSurálfunni, en muni koma viS í Kaupmannahöfn til þess hátíS-
arhalds, er verSur í brúSkaupsminningu konungs vors og drottn-
ingar fyrir 25 árum síSan (26. maí). MeSan konungur verSur á
burtu, er sagt aS föSurbróSir hans, Hans af Gliicksborg, eigi aS
standa fyrir ríkisstjórninni.
ívetur hafa jarSskjálftargengiS á sumum eyjum í Grikklandshafi og
víSar, og valdiS manntjóni; svo kvaS aS þessu áLesbos, aS mennhjeldu
um tíma aS eyjan myndi hverfa í sjó meS öllu. Flutningaskip hjeldu til
eyjarinnar í skyndi, aS bjarga fólkinu, og fluttu þaS á burtu svo fljótt sem
yfir varS komizt. A Kefalóníu og Iþöku urSu og miklir skaSar, mest
á enni fyrri, þar er annar helzti bærinn (Lixouri) eyddist meS öllu.
10