Skírnir - 01.01.1867, Síða 151
Danmórk.
FRJETTIB.
151
mílur vegar, a<5 leysast frá sóknarkirkju sinni og taka sjer til
prests þann er þeir kysi, úr tölu vígSra manna, er eigi ætti
embætti aS gegna. Ýmsu var viö bætt af þeirri nefnd er sett
var í þessu máli í fólksdeildinni, t. d. um samþykki konungs og
tilsjón kirkjumálaráÖherrans, m. fl., en málinu varÖ hrundiÖ meÖ
öllu í landsþingsdeildinni, því bænarskrár frá mörgum bundruÖum
presta komu til þingsins, og beiddu þaö mjög einskoraö, aÖ
hreyfa eigi viÖ málefnum kirkjunnar, fyrr en þau væri borin
undir tillögur og atkvæði presta óg byskupa, eöur rædd á kirkju-
fundi, sem lengi hefÖi verið í ráði. — Nýmælin höfðu Grundtvigs-
menn fram, til þess sjerílagi aö koma aukasöfnuði Birkedals í
Ryslingesókn í lagatengsli viö ríkiskirkjuna.1
í fyrra var nefnd manna sett til að semja frumvarp um endur-
skipan hers og hervarna á sjó og landi. I haust eö var haföi
nefndin lokið verki sínu, en 'hermálastjórnin breytti frumvarpinu í
sumum atriðum, áður en það var lagt til umræðu á þinginu.
FrumvarpiÖ mælir svo fyrir, að landherinn veröi 50,985 manna,
ef ófrið ber að höndum, en til flotans veröi boðið út 5—6 þús.
sjóliðum. Flotann á að auka svo að járnbyrðum skipum, aö tala
þeirra veröi um 10 ár: 4 freigátur járnbyrðar, 4 turnskip járn-
varin, 2 skotflekaskip (Monitorer), 3 freigátur með skrúfu, 3 korf-
ettur meö skrúfu, 6 skrúfuskip minni -tegundar (Skonnerter), 7
fallbyssubátar með skrúfu, 4 hjólskip og 40 flutningsbátar — með
278 fallbyssum eöa stórskeytavopnum, að öllu samtöldu. — En
nýja járnbyrðisfreigáta, er lokið var við í fyrra sumar, heitir
Peder Skram, og þykir gott skip, en Dannebrog, er keypt var á
Englandi 1864, er þunglamaleg til gangs og allra vika, og því
hefir stjórnin í hyggju að selja það skip og fá sjer tvö skip minni
fyrir andvirðið. — Um kostnað er svo á ætlað, aö 3 '/a milljón
dala gangi til landhers, og til sjóvarna rúmlega l’/a milljón á ári.
*) Birkedal hcOr nú komið sjer upp kapellu með samskotum Grundtvigs-
sinna, og var hún vígð í fyrra sumar i miklu preslafjölmenni úr þeim
Ookki. Birkedal kveðst eigi vilja segjast úr lögum við kirkjuna, cn
þar sem lögin vantar um þetta frelsi, verður stjórn kirkjumálanna að
þykja annað i efni um slíkar sjálfræðistiltektir.