Skírnir - 01.01.1867, Qupperneq 163
SWþjóð og Norvegur.
FRJETTIR.
163
samlag krapta vorra, og í öllum greinum eru fjelög á stofn sett.
þa<5 er einkanlega atvjnna, búhagur og gróSi, er samtök vor
beinast a8 — og af því peninga þarf til allra fyrirtækja og alls
þrifnaðar, göngum vjer nú úr skugga um, aS vjer verSum aS
leggja saman orku vora, ef nokkuS á aS vinnast á til gagns og
árangurs; en hitt vitum vjer, að vjer erum smámenni hver í sinn
staS aS auSlegSinni til, og aS enginn stýrir því peningamagni, aS
miklu muni. Ekkert er fremur einkunn vorra tíma eSa stefnn
þeirra, en samlagsleitan manna, enda verSur hver þjóS, er eigi
vill verSa aptur úr, aS neyta svo góSstækis sjertil framgangs og þrifa.“
I Noregi hefir sem víSar veriS allmikiS stríS um breyting
skólakennzlu, bæSi í læríum skólum og alþýSuskólum, og hafa
menn eigi komizt á neina nýja niSurstöSu aS svo stöddu, en
máliS — um ena lærSu eSa æSri menntaskóla — er nú lagt til
álita og skoSunar í nefnd manna. Inn í alþýSuskóla máliS hefir
spunnizt nýr vafaþáttur, en hann er, hvort eigi muni ráSlegast aS
taka upp mál alþýSunnar eSa hjeraSamáliS („Landsmaálet"') viS
kennsluna. í tungustríSinu („Maalstrœvet11) er barizt meS kappi
á báSar hendur, og vansjeS má þaS þykja, aS þeir hafi sitt mál
fram aS óskum, er vilja útrýma meS öllu enu danska ritmáli og í
staS þess taka upp einhverja samsteypu máilýzka í sveitum, þar
sem þó ritmáliS er líka tungumál allra borgarbúa, en fólkiS f
bæjunum eykst ár frá ári miklu fljótar en í sveitum. Nú eru
bæjabúar í Noregi allt aS 300 þúsundum, eSa meira en Vr. af
öllu landsfólki. Fyrir „landsmálinu" berst „Dölen“ (Ásmundur
Yinje) og nýtt blaS í Björgvin „Ferdamannen“, en þeir er í móti
standa segja þaS náttúrlegustu rás þessa máls (og þaS ætlum vjer
lika), aS rithöfundar og menntaSir menn auSgi mál sitt af forSa
alþýSumálsins meS orSum og orStökum og ýmsum hugnámsmyndum
er þar eru tilbúnar, í staS þess að lána slíkt af öSrum þjóSum
— en eigi hitt, aS má þaS allt út aptur, er fyrir rit skálda og
fræSimanna, fyrir tölur þeirra í skóla, kirkju og á þingum hefir
fest rætur í hugmyndalífi allra menntaSra manna.
I Stokkhólmi var haldin í fyrra sumar mikil gripasýning frá
öllum NorSurlöndum og Finnlandi. Gripahöllin var opnuS 15.
júní og helgaSi Lovisa drottning hana aSsækendum til skemmt-
H*