Skírnir - 01.01.1867, Blaðsíða 170
170
FRJETTIR.
Ainer/ka.
heimi. Af þvi má marka anSmegin Bandaríkjanna, aS þau borga
ab jafnaíi meira en 13 milljónir dollara á mánuSi af ríkissknld-
unum, og í nóvember var bói8 aS hleypa þeim niSur um 150
millj. 808,074 dollara. Menn hafa boriÖ saman skuldagreiÖslu
Ameríkumanna og Englendinga, og fundiö þann mun á, aÖ þar
sem Englendingar hafa í 46 ár eigi borgaö meira af skuldum
sínum en 210 milljónir dala (danskra), höfÖu hinir í október-
mánuÖi borgað 350 milljónir á 14 mánuðum, en höföu þó
fyrirliggjandi í fjehirzlu ríkisins 243 milljónir dala. Skuldir Banda-
rikjanna voru eptir striðið komnar upp í 2,705 millj. 646,000
dollara, en verði borgað að jöfnu hófi framvegis sem ena síðustu
mánuði ársins, verða þær kvittaðar ti) fulls á 8—10 árum.
Skattar og álögur eru líka þúngar sem stendur, og verið getur,
að stjórniu vilji heldur draga úr þeim en borga svo mikið á
hverju ári. I Bandaríkjunum eru menn, er hafa árstekjur í millj-
óna tali, en sumir þeirra veita líka fje svo milljónum dollara
skiptir til opinberra þarfa eða fyrirtækja. Maður í Newyork, er
Alexander Stewart heitir', hefir veitt milljón dollara til íbúðar-
húsa handa verkmannafólki, og aðra sá, er Peabody heitir. Peabody
befir búið nokkurn tíma í Lundúnaborg og gaf þar fátæku fólki til
styrktar stórmikið fje (að oss minnir 1 millj. dollara), en auk
þessara stórgjafa hefir hann og veitt I milljón til samkomuhúss í
Baltimore, til fyrirlestra og bókalesturs með miklu bókasafni
(15,000 bindum), 150 þús. dollara til nýs kennaraembættis við
Harvardsháskóla í Massachusetts í ameríkanskri fornmenjafræði og
þjóðafræði, og til menjasafns er þar til heyrir, og enn 50 þús. til
kennaraembættis í náttúrusögu við Yaleháskóla í Connecticut.
þetta er fátt eina til dæmis upp á stórgjafir einstakra manna til
almeunra nauðsynja, en öll framlög af hálfu rikisins (ríkjauna)
eru engu iniður stórkostleg. Til alþýðuskóla er af opinberu fje í
Bandaríkjunum lögð meiri peningaupphæð, en sú er goldin er til
*) Hann er kauprnaður og er talinn ríkastur allra manna í Newyork.
Honum berast inn á einu ári 7—8 milljónir danskra dala, eða rúm-
lega það cr samsvarar þriðjungi allra rikistekja I Danmörk.