Skírnir - 01.01.1867, Blaðsíða 176
176
FRJETTIR.
Amer/ka.
vönslumönnunum aS reka fundarmenu út úr fundarsalnum. Margir
fundarmanna voru settir í varðliald, en bæjarskríllinn þusti þá
líka til og vann a mörgum til bana e?a meiSsla. Eptir Jia8 var
ráðizt aS svörtum mönnum, er ætluðu aS veita hinum liS, og sló
i bardaga á strætunum, og fengu hjer bana 40 menn, en 150 urSu
særSir. Landstjórinn, Wells, hefir aSsetur sitt í borginni, og
hafSi leyft fundinn, en ljet nú ekkert til síu taka. Sheridan hers-
höfSingi var eigi viSstaddur, en sendi Johnson þau brjefskeyti,
aS bæjarstjórinn væri embættisrækur fyrir aSferS sína. Johnson
tók t»ó eigi svo undir þaS mál, en tjáSi landstjóranum jiakkir
fyrir, aS menn hefSi svo örugglega bælt rósturnar niSur. Lengi
sumars var mikiS um fundahöld af báSum flokkunum. „LýSvalds-
menn” og fylgismenn Johnsons áttu fjölsóttan fund af öllu stór-
menni síns liSs í Fíladelfíu 16. ágúst. }>ar voru 45 hershöfSingjar,
62 dómenda, 12 ráSherrar (fyrrverandi) og tveir úr ráSaneyti
Johnsons. Tilgangurinn var aS stofna fastan flokk og traustan
til aS stySja ráS forsetans móti kappi hinna, og meSal annars, er
menn fjellust á, var }>aS, aS lýsa }>inginu í Washington JaS heim-
ildarlaust, aS banna fulltrúum SuSurríkjanna þingsetu; ekkert ríki
mætti ganga úr bandalögunum og engu ríki mætti heldur úr þeim
hrinda, en hitt skyldi hverju þeirra sjálfrátt, aS veita svörtum
mönnum atkvæSarjett eSa synja hans. Fundarmenn fengu vin-
samlegar kveSjur frá Johnson, en sendu menn á fund hans meS
ályktar uppkvæSin. Hann tók þeim meS fögnuSi og virktum, og
hjet jpeim í viSurvist Grants, æSsta hersforingja Bandaríkjanna, ,
aS láta í(fráskilnaSarmennina” norSurfrá kenna á eins hörSu og
hinir hefSi kennt á fyrir sunnau. þeir Grant, Sherman, Meade,
Farragut, frægustu fyrirliSarnir úr stríSinu, ásamt Seward, ráS-
herra utanríkismálanna, og hinum ráSherrunum, eru Johnson sinn-
andi hálft í hvoru, eSa aS þvi leyti, aS þeir vilja flýta fyrir aS
koma ríkjunum í einingarlag, en þeir hafa þó viljaS hafa hann aptur
af sumu, er þeim þótti hann aS eins æsa mótstöSuflokkinn. I
lok ágústmánaSar ferSaSist Johnson til Newyork og þaSan til Chi-
cago, aS því látiS var: til þess aS vígja minnisvarSa í þeirri borg,
er reistur var til heiSur og minningar þeim manni, er Stephan
Douglas hjet, öldungur á bandaþinginu og einn af forustumönnum