Skírnir - 01.01.1867, Blaðsíða 181
Mexikó.
FRJETTIR.
181
Mexíkó.
„Eigi verða allar ferSir til fjár“, en sjaldan hefir þaS sannazt
betur en á leiSangursförinni til Mexíko. þrjú ríki NorSurálfunnar
tóku sig saman fyrir nokkrum árum aS beiSast betri fjárskila af
þarlandsmönnum eSa stjórn landsins. Tvö þeirra drógust aptur
úr, ef til vill af því, aS þeim jþótti fariS í geitarbús aS biSja sjer
ullar, og þau vildu ekki gjalda leiSarvitiS er leiSangurinn var
róinn, en Frakkakeisara bjó meira niSri fyrir, hann vildi reisa og
vekja til krapta ena rómönsku þjóSmenning fyrir vestan haf, en
til þess þótti lionum ekkert betur falliS, en þaS, aS setja á stofn
keisararíki í Mexíkó. þaS er sagt, aS drottning hans hafi veriS
mjög hvetjandi á þetta ráS, og má vera hún hafi haldiS, aS Frakkar
mætti enn finna marga fjeþúfuna á þessu landi, sem landar hennar
(Spánverjar) í fyrri daga. þaS má og ætla, aS Maximilían hertogi
hafi og hugaS til auSs meS vöidum, en hann var aS sögn skuld-
um vafinn, er hann rjeSst vestur. Engum hafa hjer ræzt góSar
vonir. Frakkar hafa a8 vísu unniS hjer mart meS hreysti sem
víSar, en lagt mikiS í sölurnar, og ávallt hefir orSiS aS skrifa
meira á skuldareikninginn — en þaS fje er nú eigi síSur „von-
arpeningur", en hitt, er heimta skyidi í fyrstu. Maximilían hefir
átt aS litlum fögnuSi aS hverfa, liefir staSiS í önnum og aga,
viljaS aS vísu skipa mörgu til betri vegar, en tekiS í staSinn van-
þakkir, trúnaSarbrigSi og margar raunir. En þó hefir honum nú
brugSizt bezta traustiS, er Frakkar hafa fariS á burt, og hann
verSur nú meS litlum og ótraustum afla aS verjast fyrir þeim,
cr ætla aS reka hann frá völdum og af landi — utan þeirra
griSa verSi synjaS. — Vjer höfum áSur getiS þess, hvaS eink-
anlega muni hafa knúiS Frakkakeisara til aS flýta liSi sínu á heim-
leiS, enda mun honum hafa veriS orSiS fullljóst, aS þaS myndi
eigi meSalþraut, aS festa ríki bróSur síns í Mexíkó. Hann taldi
þar til óborgaSra 466 millj. franka fyrir skuldirnar gömlu og öll
framlögin, og átti aS hafa hálfar tollatekjur upp í skuldirnar, unz
borgaS yrSi. En Bazaine marskálkur (yfirforingi Frakka) tók bjer
eitthvaS frekar til, en Maximilíani keisara líkaSi, og upp úr því
komst missætti milli þeirra. Mexíkókeisari sendi Charlottu drottn-