Skírnir - 01.01.1893, Qupperneq 26
26
Menntnn.
og stofnnðu blað af nýju og nefndu „Stefni" — kom það út tvisyar í
mánuði. Ritstjðri var Páll Jónsson, sá er áður hafði haidið út „Norður-
ljðsinu". Á ísafirði var um haustið stofnað nýtt blað, er „Grettir" heitir,
sem einnig kemur út á hverjum hálfum mánuði; er það gefið út af ýms-
um ísfirðingum, sem eru andstæðingar Skúla Thoroddson, sem nú hefir
tokið við ritstjðrn „Þjóðviljans unga“, er verið hefur hið eina hlaðáYest-
fjörðum. Ritstjóri Grettis er Grímur Jðnsson, cand. theol. í Reykjavik
hðfst nýtt fylgirit með „Kirkjublaðinu“; heitir það „Ný kristileg smárit“
og er gefið út að tilhlutun biskups. í málfræði voru merkust rit Jóns
rektors Þorkelssonar, Beyging sterkra sagnorða (6. hepti) og Supplement
til isl. Ordböger (6.—7. hepti), er hvort um sig lýsir, eins og önnur rit
höfundarins, hinum fráhæra frððloik hans og alkunnu vandvirkni. Páll
Þorkelsson lét pronta i Kaupmannahöfn „Samtalsbók íslenzk-franska"; höf-
undurinn, sem er sjálfmenntaður, er mjög vel að sér i frakkneskri tungu
og hefur áður byrjað að gefa út orðbðk, islenzk-frakkneska, en riti þessu
þykir þó að ýmsu leyti vera allmjög ábótavant. Af íslendingasögum gaf
Sigurður bðksaii Kristjánsson út Yatnsdælu, Kormákssögu, Hrafnkelssögu
og Gunnlaugs sögu ormstungu — allar í vandaðri alþýðuútgáfu. Björn
ritstjóri Jðnsson gaf út annað bindi Heimskringlu (Ólafs sögu helga);
hafði Eggert Brim uppgjafaprestur búið það að mestu undir prentun, eins
og fyrsta bindið, og naut þar almenningur síðast vandvirkni hans og fróð-
leiks í fornum fræðum, því hann andaðist, áður en bindið var alprent-
að. Bókmenntafélagið byrjaði að gefa út „Ártíðaskrár", sem til eru frá
fyrri tímum; dr. Jón Þorkelsson (yngri) bjó þær undir prentun og samdi
við þær inngang og fróðlegar athugasemdir. Sagan af Þuríði formanni
og Kambsránsmönnum, er Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi hefir samið
byrjaði að koma út sem fylgirit með blaðinu „Þjóðólfi"; mun það verða
allfróðlegt rit, þegar það er allt komið út, þvi það segir frá einhverju
hinu mesta sakamáli, cr komið hefir fyrir á íslandi, og er samið af manni,
sem bæði er fróður og vel ritfær. Smásögur komu út eptir Ólaf Ólafsson
í Vesturheimi og framhald af smásögusafni Péturs heitins biskups. Sögur
biskupsins hafa náð meiri alþýðuhylli en flestar aðrar bækur og þykja
sögur Ó. Ó. komast hér um bil til jafns við þær. Af þjóðsagnaritinu
Huld kom 3. hepti. í ársritinu „Draupni“ kom út framhald af skáldsögu
Torfhildar Holm um Jón biskup Vídalín og var þeirri ritsmíð þar meðlokið.
Það er löng saga er flytur margan fróðleik frá þeim tima, er hún gerð-
ist á og er víða skemmtilcg, en skoðuð frá skáldlegu sjónarmiði mun hún