Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 51
Frakkland.
51
og gert víöa um lönd 1893 og urðu hvergi neinar róstur að marki nema
í Marseille; ]>ó kvað fremur lítið að þeim.
Snemma í jöli urðu uppþot mikil í Parísarborg og stóðu i marga
daga. Upptökin voru litilsverð og fremur kátbrosleg, og má fullyrða, að
hvergi befði orðið jafnmikill eldur úr jafnlitlum neÍBta og í París. Svo
stóð á, að ungir námsmenn gerðu sér einu sinni glatt kvöld sem optar
og slógu dansleik með lagskonum sinum. Kátinan hefir eflaust keyrt
fram úr hófi, eins og opt vill verða þegar svo ber undir, og skarst lög-
gæzluliðið að lokum i leikinn. Þessu undu námsmennirnir illa, gengu um
strætin með fylktu Iiði og lýstu yfir óánægju sinni. Alls konar skríll
og óþjóðarlýður, sem nóg er af í Parísarborg, tók i sama strenginn, og
lá við að yrði verulegt uppblaup. Stræti voru stemd með vögnum og
öllu því sem til fékkst, eins og tiðkazt hefir þegar stjórnarbyltingar hafa
orðið, en söluhreysi brennd, þar sem blöð voru seld o. s. frv. Löggæzlu-
liðinu tókst ekki að stemma stigu fyrir uppþoti þessu og varð herlið að
skerast í leikinn; vnrð fjöldi manna sár, en sumir biðu af bana. Mörg
hundruð manna voru settir í varðhald. Löggæzluliðið þótti ganga slælega
fram í máli þessu, enda var lögggæzlustjóranum Lozé vikið frá því
embætti.
í júli og ágúst urðu róstur nokkrar með Frökkum og Síamsmönnum
og má segja að lítið lagðist þar fyrir kappann, frönsku þjóðina. Svo var
mál með vexti, að Kambodja heitir landshluti nokkur á Iudlandi hinu
eystra og eru landsmenn báðir Frökkum. Síamsbúar höfðu opt gert Kam-
bodjamönnum ýmsan óskunda og kvörtuðu þeir yfir því við Frakka. Auk
þess höfðu Síamsbúar gletzt við Frakka í Annam, þvi það land er líka
háð þeim. Frakkar beiddust bóta, en Siamsbúar synjuðu. Frökkum þótti
sér misboðið með þessu og sendu herskip til Síam. Bangkok heitir höfuð-
borgin í Síam og liggur við á þá, sem Menam heitir, nokkrar mílur í
landi upp. Frakkar sendu herbáta upp ána og skutu þeir á vígi Síams-
búa á árbökkunum, en Síamsbúar náðu aptur frönsku póstskipi á ánni og
höfðu skipshöfnina i haldi. Frakkar sendu nú fleiri herskip til Siam og
hótuðu að skjóta Bangkok niður til grunna, ef Síamsmenn gengju ekki að
kostum þeirra, en þeir vóru, að þeir létu af hendi fimm miljónir franka
fyrir ómakið og lönd öll austanvert við ána Mekong. Siamskonungur
treysti því, að Englendingar mundu fylgja sér að málum og tók þunglega
í kröfur Frakka, en það brást og varð hann þá að ganga að kostum þeirra,
þótt harðir væru Frökkum áskotnaðist að vísu allmikið landflæmi, alt
4*