Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1893, Page 56

Skírnir - 01.01.1893, Page 56
56 Frakkland. l>ví almennt illa fyrír máli logleysingja. Þ6 vex flokkur þeirra ár frá ári og margir nafnkendir menn hallast nú að skoðun þeirra, þótt lítið heri á, en sumir kannast við með skýrum oiðum, að þeir séu lögleyBÍng- jar, svo sem hinn frægi landfræðingur Elisée Keclus. En því er miður, að til eru annars konar lögleysingjar en þeir, sem getið hefir verið um. Það eru b6far, sem ekki svífast að drepa menn hrönnum saman, ýmist að gamni sínu eða til að hefna sín eða til þess að fá tækifæri til að ræna og rupla. Þessum lögleysingjum er alment blandað saman við hina, enn sem komið er, og er ekki auðvelt að gera greinarmun á þeim, eptir fregnum þeim, sem standa í blöðunum. Hér verður þvi að segja frá athæfi lögleysingja á Frakklandi í einu, þótt það séu að eins lögleysingjar af hinu lakara tagi, sem eiga þátt í því, sem hér verður tekið fram. Aðalvopn lögleysingja hafa verið ýmB sprengitól, enn sem komið er. Þeir sem stiltari eru og betur vilja munu þó eiga lítinn þátt í þessu, en bófarnir, lögleyBÍngjarnir af verra taginu, hafa ekki sparað að reyna til að sprengja náungann í lopt upp og hefir það stundum tekizt. 16. mai náði franska löggæzluliðið fimm lögleysingjum í grend við París. Þeir voru að búa til sprengitól og höfðu þegar smíðað allmarga af þessum þokkagripum. Allir voru þeir óbótamenn, marghýddir þjófar og þar fram eptir götunum. Þeir fengu makleg málagjöld og var vel farið. I Seinna hluta ársins má heita að hver sprengingartilraunin hafi rekið aðra. 1 nóvember var sprengd vél í Marseille við hús herforingja nokk- urs. Manntjón varð ekki, en allmiklar skemdir á húsum. Þegar farið var að rannsaka vetvanginn komst upp, að rnikill viðurbúnaður hafði verið gerður í borginni til sprenginga, en varð ekki úr að sinni. 9. desember varð sá atburður i Parísarborg, er miklum tíðindum þótti sæta. Þá varpaði Vaillant nokkur sprengivél frá áhorfendasæti í þingsal fulltrúadeildarinnar ofan í þingsalinn. Svo var til ætlazt, að vélin spryngi ekki fyr en niðri á gólfi, en um leið og Vaillant varpaði henni frá sér, kom kona við hann, sem sat við hliðina á honum, og varð þetta til þess, að vélin rakst á handriðið fyrir framan áhorfendapallinn og brast í sund- ur áður en hún náði gólfinu. 20 manns særðust og þar á meðal Vaillant sjálfur, enginn beið bana af. Heppni var, að ekki varð meira úr tilræðinu, því hefði sprengivélin komizt alla leið áður en hún sprakk, mundi hafa orðið hið mesta manntjón, Furða var, hve lítið uppþot varð í þing-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.