Skírnir - 01.01.1893, Síða 89
Egyptaland.
89
Þegar þing Serba kom saman, var ráðið að kæra ráðaneyti það, sem
vikið var frá fyrir ýms afglöp, einkum formann þess Avaknmovic. Þeim
var gefið að sök, að þeir hefðu margrofið stjórnarskrána, haft í frammi
svik og gjörræði við almennar kosningar og drýgt ýmsa aðra stjórnlega
glæpi. Avakumovic og félagar hans gátu ekki borið þetta af sér og voru
þeir dæmdir í varðhald og sektir. Sagt er að bæði Rússakeisari og Natha-
lia drottning hafi beðið ráðgjöfunum vægðar, en það kom fyrir ekki. í
desember varð Dokic að segja af sér völdum vegna veikinda og fóru fé-
lagar hans að dæmi hans. Alexander konungur fól Gruic herforingja á
hendur að mynda nýtt ráðaneyti.
Egyptaland. Frá Egyptalandi er það að segja, að Kedívinn kemur
sér ekki allskostar saman við Englendinga, sem hafa haft mest yfirráð
yfir landinu nm hríð. Ráðgjafaskipti urðu hjá honum og ætlaði hann að
taka sér ráðgjafa, sem ekki væru hlynntir Englum. Frökkum þótti gott
að heyra þetta, því þeim hefir lengi leikið hugur á að koinast að á Egypta-
landi. En þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Rosebery utanríkisráð-
gjafi Engla lét fjölga ensku setuliði í Egyptalandi til að sýna Kedívanum
í tvo heimana, ef hann hefði sig ekki hægan og sitja Englendingar þar
sem fastast. Út úr öllu saman varð talsvert þref á þingi Frakka. Eng-
lendingar munu, yfir höfuð að tala, hafa farið vcl að ráði sínu á Egypta-
landi, þótt hætt sé við að þeir raki nokkuð eldinn að köku sinni í verzl-
unarmálum og öðrum gróðainálum.
Um mitt suraarið sótti Kedíviun Tyrkjasoldán heim og var mál manna
að hann hefði farið fram á við hann að fá Englendinga til að hverfa frá
Egyptalandi og stefna þaðan herliði sínu, en soldán hafi þvertekið fyrir
það. Sagt er að hann óttist að Abbas, sem er ungur maður og einbeittur
verði sér ofjarl, ef Englendingar hverfi úr landinu og vilji hann því und-
ir niðri, að þeir sitji þar sem lengst.
Síðan Gordon féll hefir lítið heyrzt frá Mahdíanum og athöfnum hans,
en í desember Iét hann aptur sjá til sín. Svo er ástatt, að ýmsar smá-
deildir af enskum og egypzkuin hermönnum hafast við á suðurtakmörkum
Egyptalands og eiga þær að sjá um, að monn Mahdíans fari ekki oflangt
norður eptir. Herdeildir þessar höfðu lengi átt náðuga daga, en 12. des-
ember réðust Árabar á eina þeirra. Þeir voru reyndar hraktir á flótta,
en spáð er að árás þessi muni vita á meiri styrjaldir í löndunum kring-
um upptök Nílarár. Ennfremur er búizt við að Englendingar muni hafa