Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 29

Skírnir - 01.01.1905, Page 29
Um lieimavistarskólahús handa börnum. 29 lega, einn einasti húsasmiður að koma henni fyrir því miður. Miðstöðvarhitun með heitri vatnsgufu, sem veitt er i járnpípum um húsið úr gufukatli í kjallara, er komin í fáein hús hér á landi; útbúnaðurinn er miklu dýrari en ofnar og ber sig ekki nema í stórum húsum. fferbergjaskip- Hvernig verður öllum þeim herbergjum, nn og bygg- sem nefnd hafa verið, bezt komið fyrir i ingarlag. einu húsi? A húsið að vera einlyft eða tvílyft; stór kjallari eða lítill? Skólastofa má ekki vera í kjallara, þar verður birtan of lítil; bezt að hún sé i stofunni (á 1. lofti), til þess að börnin hafi sem greiðastan gang út og inn milli stunda. F j ö r u t í u börn má ekki láta sofa á öðru lofti vegna eldshættu, nema því að eins, að þau hafi öll greiðan gang að 2 breiðum stigum sínum hvoru megin í húsinu. Tveir breiðir stigar stela miklu rúmi úr húsi, þess vegna hagn- aður að hafa svefnsalina á fyrsta lofti. íbúð kennara gæti vel verið á öðru lofti. Alt snýst um það, að húsið verði sem hentast og þó sem ódýrast. Vanir húsasmiðir segja mér, að hver rúmalin í kjall- ara, þótt hann sé vel vandaður, verði að jafnaði nokkru ódýrari en rúmalin í timburhúsinu ofan á. I kjallara er efnið að mestu leyti innlent, kostnaðurinn felst þar meira í vinnunni; bein peningaútgjöld geta orðið miklu minni. Sjái rnenn sér ekki fært að gera húsið að öllu leyti úr steini eða steypu, þá mun vafalaust hentast og ódýr- ast að hafa húsið einlyft, stórt um sig og stóran kjallara. í vönduðum kjallara má hafa eldhús, geymslu, þvottahús, baðhús, borðstofu barnanna og alla íbúð skólakennara. En þó má kjallarinn ekki ganga meir en í mesta lagi 3 fet niður í jörð, og ekki vera lægri undir loft en nemi 9 fetum. Ef þessi kostur er tekinn, þá verður nóg rúm uppi í húsinu fyrir forstofu, skólastofu, svefnherbergi barnanna, bústýru- og aðstoðarkonuherbergi. Þá má þakið vera lágt og fiatt, t. d. 3 álnir af miðjum bita í mæni, og þá

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.