Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 72

Skírnir - 01.01.1905, Side 72
72 Willard Fiske. sína — þar á rneðal forna dyrindis-steina, hálsbönd, brjóstnálar o. s. frv. Þeir Sigfús Blöndal og Halldór Hermannsson skulu annast um að gefa út ófullger rit, er arfleiðandi lét eftir sig. Að öðru leyti fellur mestallur auðurinn til Cornell-háskóla. Það má því með sanni segja, að próf. Fiske gerði ekki endaslept með velgerðir sinar til Islands. Allar ráðstafanirnar undir töluliðunum 1, 2a, b. og c. hér að framan eru Islandi engu síður til hagsmuna, heldur en gjafir þær sem beint eru gefnar Islandi. Cornell- -háskóli með bezta íslenzka bókasafni í heimi, sem sífelt verður aukið að öllu, sem út kemur á islenzku, hlýtur að verða miðstöð alls norrænu-náms, Mecca allra norrænu- nema og norrænufræðinga, um alla Vesturálfu. Arsritið um Island hlýtur að auka mjög þekking á íslenzkum bókmentum og fræðimönnum og draga athygli að þeim. Og þá er það ekki þýðingarminst, að hafa um aldur og ævi íslenzkan bókavörð í Ithaca. Sá maður heflr færi á að vinna bókmentum vorum ómetanlegt gagn, og er vonandi að það sæti verði jafnan skipað manni, sem er því vaxinn. Próf. Willard Fiske var tæplega meðalmaður á hæð, að minsta kosti eftir vexti Ameríkumanna; hann var þrekvaxinn og fallega vaxinn, dökkur á hár og skegg (áður en hann tók að hærast) og einkar-góðmannlegur á svip og gáfulegur. Augun minnir mig væru grá. Hann var inn ljúfmannlegasti maður í allri framgöngu, stiltur og kurteis; góður maður og vandaður í hvívetna, eins og flestallir Swedenborgstrúar-menn, er ég hefi þekt. Sú var trú hans og eins móður lians. Hann var ákaflega fjöl- fróður, og sérhver fræðigrein og sérhvert almeiit mál gat hugðnumið hann. Hann var maður glaðlyndur og skemti- legur, vinfastur og tryggur.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.