Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 82

Skírnir - 01.01.1905, Side 82
82 Ritdómar. Ritdómar. Æfintýri og sögur eftir H. C. Andersen. Steingrimur Thor.steinsxon þýddi. Reykjavik 1904. [Kostnaðarm. Gudm. Gamalielsson]. X + 311 bls. Æfint/ri H. C. Andersens hafa fariS land úr latidi. Þau eru heimsfræg. Líklega fyrnast mörg þeirra seint eða aldrei. Þvt veldur jafnt efni þeirra og búningur. Þau eru ekki leikfang setn aðeins gleður börnin stutta stund, leikfang sem þau fleygja svo út í skotr undir eins og þau sjá »hvað er itinan í«. Því að »innan í« er oft skínandi gimsteinn eða perla, sem hefir sitt gildi fyrir gamlan jafnt sem ungan. I þeim sér barnið í hylhngum skáldskaparins mörg af meginsannindum mannlífsins. Þatt koma þar ekki sem dauðar þul- ur, heldur í lifandi myndum, litríkum og fjölskrúðugum, en um leið svo sönnum. Þau eru eitts konar draumar andríkrar barnssálar um tilveruna, og af þvi þessir draumar eru rutinir af reynsluuni sjálfri, rætast þeir í hverju spori og rifjast þá upp aftur. Þess- vegna heilla þessi æfintyri jafnt gamla og unga. Fyrir barnið eru þau morgunroöinn, sem boðar daginn með anuríki hans og iinaðij öldungnum eru þau kvöldroðinn með endttrminningunum; en báð- um lýsir sama sólin — barnseðlið, skapandi, vermandi og lífgandi- Og loksins er nú fallegt úrval þessara æfint/ra, 27 að tölu, komið í íslenzkri þ/ðingu. Það er reyndar furða, hve lengi það hefir dregist. íslendingar hafa þó unnað æfint/rum og eiga sitt- hvað af því tagi í fórum sínum. Þeir hafa líka stundum verið dálítið upp með sér af því að íslenzku skáldin, Jónas Hallgrímsson og Grímur Thomsen, voru ntanna fyrstir til að viðurkenna Ander- sen, en samt hafa þangað til nú aðeins komið örfá af æfint/rum hans í íslettzkri þ/ðingu. Jónas byrjaði með því að segja efnið úr einni þeirra upp á íslenzku, og er snild á því, en ekki held eg það yrði margra meðfæri að leika slíkt eftir, svo að einkenni Ander- sens haldist. Til þess verður að þ/ða hann eins og hvert annað útlent, skáld, þó ísleuzkum börnum sé ókunnugt um margt af því sent æfint/rin tala um. Þ/ðing sú er hér ræðir nm er eins og vænta mátti gerð af hinni mestu alúð og nákvæmni. Víðast er málið ljómandi fagurt, 1/singarnar glæsilegar, samtölin smellin og blæ Andersens haldið. Á stöku stað finst mér þó að frásögnin yrði eirtfaldari, barnslegri

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.