Skírnir - 01.12.1906, Side 1
Skírnir.
íslenzk þjöðlög.
Innan skamms kemur út á kostnað Carlsbergssjóðsins
I Kaupmannahöfn stór bók og fróðleg að mörgu leyti og
heitir Islenzk þjóðlög. Hefir verið safnað til þeirrar
bókar, bæði lögurn og alls konar þjóðlegum fróðleik í rúm
25 ár. Eru þar y f i r þ ú s u n d lög og laga-tilbreytingar
og margar ritgerðir lengri og skemmri til skýringar þessu
málefni. Skal hér stuttlega vikið að innihaldi þessa rits
og eftirtekt almennings vakin á því.
Meðal annars er þar all-langt mál um íslenzk
þ j ó ð 1 ö g yfir höfuð og u m hinn íslenzka tví-
s ö n g sérstaklega.
Það hefir verið ætlun manna til skamms tíma, að
fremur lítið væri til af íslenzkum þjóðlögum og mun sú
skoðun mest stafa af því, hve þessu efni hefir verið ákaf-
lega lítill gaumur gefinn, hve litlu hefir verið safnað og
hve lítið hefir verið gefið út. Því þótt töluvert hafi verið
gjört til að safna íslenzkum þjóðsögum, þjóðkvæðum, þul-
um og gátum, þá hefir þjóðlögunum oftast nær verið
gleymt og þau orðið út undan. Skal hjer minst á hið fáa,
sem gjört hefir verið á undanförnum tíina til þess að
safna íslenzkum þjóðlögum og gefa þau út. Er þar fyrst
að telja fimm gömul íslenzk þjóðlög prentuð í París 1780
í hinu franska riti eftir Laborde og Roussier: Essay sur
la Musique anciente et moderne. í þjóðlagasafni A. P.
Berggreens eru 9 lög frá íslandi, en ekkert af þeim er
tvísöngslag og þó var tvísöngurinn þá mjög ahnennur
víðast um landið. Tvö lög við Barbarossakvæðið: Keisari
nokkur, mætur mann, hefir Konrad Maurer gefið út í
19