Skírnir - 01.12.1906, Page 2
290
Islenzk þjóðlög.
Skírnir-
þýzku tímariti 1868. Þetta er alt og sumt, og við þetta
stóð þangað til nú fyrir nokkrum árum að farið var að>
gefa máli þessu gaum fyrir alvöru. Um 1890 kom út bók
Olafs Davíðssonar: Islenzkar skemtanir; er þar meðal
annars getið um sönglist Islendinga að fornu og nýjur
kvæðaskap þeirra og hljóðfæraslátt og er þar margvís-
legan fróðleik að finna í því efni; þar eru einnig nóteruð
11 af hinum algengustu íslenzku þjóðlögum; bygði Olafur
þar á ófullkominni þekkingu annara og eru sum lögin
skakt nóteruð, einkum tvísöngslögin; einnig eru þar 15-
rímnalög. Þá má einnig minnast á ritgjörð dr. A. Ham-
merichs: Studier over islandsk Musik, Kmh. 1900, og eru
þar fáein sýnishorn ísl. þjóðlaga, einkum úr hndr. í Árnasafni-
En með riti þessu, sem hér er um að ræða, er fyrst
hægt að tala um nokkurn veginn fullkomið s af n
islenzkra þjóðlaga af ýmsurn tegundum, bæði úr handrit-
um, úr prentuðum bókum og úr minni fólks, og frá flest-
um héruðum landsins.
Ekki mun fært að neita því, að ýms lög í safni þessu,
eru af útlendum rótum runnin; en svo mun vera um ýms
þjóðlög annara þjóða, að þau eru ekki upphaflega til orð-
in í því landi, þar sem þau að síðustu hafa tekið sér ból-
festu sem þjóðlög. Það er kunnugt, að þjóðlög, ekki sið-
ur en annar þjóðlegur fróðleikur, ferðast land úr landi og
breytast á ýmsa vegu; og eins og ýmsar þjóðsögur, þjóð-
kvæði, þulur og gátur hafa slæðst hingað til lands á um-
liðnum öldum, breyzt hér og orðið hér innlend, eins er
hitt víst, að vér, að því er snertir þjóðlögin, höfum orðið
fyrir útlendum áhrifum, bæði fyr og síðar á öldum; út-
lend lög hafa fluzt hingað, breyzt á ýmsa vegu, meira
og minna, og orðið hér að reglulegum þjóðlögum. En
sökum fjarlægðarinnar frá öðrum þjóðum höfum vér í
þessu sem öðru orðið fyrir minni áhrifum en ella mundi
hafa orðið; vér höfum og af þessari sömu ástæðu staðið í
stað í sönglegu tilliti sem mörgu öðru meðan öðrurn þjóð-
um fór mikið fram; en vér höfum einnig af sömu ástæðu.
varðveitt margt í sönglegu tilliti sem mörgu öðru, svo að>