Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1906, Side 6

Skírnir - 01.12.1906, Side 6
294 Islenzk þjóðlög. Skírnir. Því hefir verið haldið fram í ýmsum íslenzkum bók- um til skamms tíma, að Erasmus Villadsson, józkur að ætt, síðast prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð (f 1591), hafi fyrstur manna flutt tvísöng inn í landið, og á þetta leggja þeir fúslega trúnað, sem ætla að vér Islendingar eigum ekkert sjálfir í þessum efnum en höfum alt fengið að láni. En það vill svo vel til, að hægt er að sanna, að þetta nær engri átt. Sést það bezt á því, að vér eig- um handrit með íslenzkum tvísöng, ekta kvintsöng, frá 1473, eða 120 árum áður en síra Erasmus dó. Og ekki getur Erasmus þessi verið upphafsmaður þess tvísöngs hér á landi, sem Lárenzíus Kálfsson Hólabiskup var að amast við meira en hálfri þriðju öld áður eða um 1320, er hann vildi hvorki láta »tripla né tvísyngja, kallandi það leik- araskap, heldur syngja sléttan söng eftir því sem tónað væri á kórbókum«. (Bisk. sög. I. 847). Þar sem dr. Hammerich í riti sínu, er áður er nefnt, minnist á það, hve almenn hin 1 ý d i s k a tóntegund sé í íslenzkum þjóðlögum, einkum tvísöngslögunum, segir hann enn fremur: »En það er spurning, sem ekki verður svar- að að sinni, hvort þessa tóntegund ber að skoða hér sem leifar frá kirkjutóntegundum miðaldanna, eða hvort vér höfum hér fyrir oss upprunalegan íslenzkan (eða norsk- an?) tónstiga, sem heyrir þjóðinni til og hefir heyrt henni til áður en hún varð fyrir áhrifum utan að«. Það má taka það fram, að oss, sem erum fæddir og upp aldir við tvísöng, þykir hann bæði fagur og viðkunn- anlegur, sé hann vel sunginn; oss finst hinn stækkaði kvart (frá f til h í staðinn fyrir frá f til b) hvorki ljótur né erfiður viðfangs. Góðum tvísöngsmönnum fellur ótrú- lega létt að hitta tónana í hinni 1 ý d i s k u tóntegund, og eru þeir mjög leiknir í því að stökkva ýmist upp fyrir eða niður fyrir þann, sem lagið syngur, og gjöra það ávalt á hentugasta tíma. Oftast er tvísöngur sunginn þannig, að einungis tveir syngja, sinn hvora röddina, og fer söng- urinn þá að jafnaði bezt; en stundum, þegar margir eru saman komnir, er hann sunginn þannig, að nokkrir menn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.