Skírnir - 01.12.1906, Page 7
■Skírnir.
Islenzk þjóðlög.
295
syngja lagið sjálft, en einn, og það venjulegast bezti söng-
maðurinn, syngur fylgiröddina eða »fer upp«.
Síðan hinn nýi söngur tók að breiðast út um landið,
•eftir miðja 19. öld, hefir tvísöngurinn horfið smátt og
smátt, og í byrjun 20. aldar má segja að hann sé víðast
livar horfinn hér á landi nema í Húnavatnssýslu; þar eru
margir, sem syngja tvisöng enn í dag og munu gjöra um
nokkra áratugi enn.
Tvísöngurinn er, eins og áður er sagt, hin merkileg-
asta og þjóðlegasta grein hinna íslenzku þjóðlaga, og þeg-
ar hann hverfur, þá hverfa með honum hinar síðustu
menjar af stórmerkilegum fornaldarleifum, og tvísöngslög
þau, sem nóteruð eru í þjóðlagasafni þessu með báðum
röddum eins og þau voru sungin hjá oss um margar ald-
ir, munu standa eins og merkilegur minnisvarði frá liðn-
.um tímum.
Þá er í inngangi þjóðlagasafnsins löng ritgjörð u m
söng og söngkenslu áíslandi frá elztu tímum
og alt fram á vora daga, og er hér aðalinnihaldið í fáum
orðum.
Þess er getið í fornum ritum, að við skóla þann, er
.Jón biskup ögmundsson hinn helgi stofnaði á Hólum 1107,
var kendur söngur og söngfræði og gjörði það franskur
klerkur að nafni Richini, sem Jón biskup fekk einmitt til
þess starfa. Stóð söngur og söngkunnátta með miklum
blóma í skóla þessum einnig eftir daga Jóns biskups.
Sjálfur var Jón biskup ágætur söngmaður og hafði frá-
bærlega fagra og mikla söngrödd. Því var það, er Jón
knm sem biskupsefni til Niðaróss og kom þar í kirkju er
•erkibiskup flutti aftansöng, að erkibiskupi varð svo hverft
við þegar Jón byrjaði að syngja frammi í kirkjunni, að
hann leit fram í kirkjuna til þess að vita hver sá væri,
er slíka rödd hefði, en hann hafði stranglega bannað öll-
um klerkum sinum að líta fram í kirkjuna meðan tíðir
væru sungnar. Afsakaði erkibiskup sig á eftir með því,