Skírnir - 01.12.1906, Page 11
Skirnir.
Islenzk þjóðlög.
299
:sálmalagabók, er var í gildi hjá oss meir en 200 ár og
var gefin út 19 sinnum. Framan við 1. útgáfuna var
formáli eftir Odd biskup Einarsson í Skálholti »um þann
sálmasöng, sem tíðkast í kristilegri kirkju«, og er formáli
þessi hið fyrsta, sem prentað er í íslenzku u m
s ö n g , en engin tilsögn í söngfræði er þar veitt. Aftan
við 6. útgáfu Grallarans er »Appendix, sem er stutt
undirvísun um einfaldan söng«. Er þessi Appendix að
eins 7 blaðsíður og er eftir Þórð biskup Þorláksson, og
«r hin fyrsta söngfræði, sem prentuð hefir verið
á íslenzku; var þetta örstutta og ófullkomna ágrip hin
eina söngfræði, sem vér höfðum við að styðjast í hálfa
aðra öld, alt þangað til söngfræðis-ágrip Magnúsar
Stephensens kom út 1801. Þessi Appendix stóð upp
frá þessu orðréttur aftan við allar útgáfur Grallarans.
Eftir þessum nótum og eftir þessari söngfræði var
söngur kendur bæði i Hólaskóla og í Skálholtsskóla.
Mest áherzla hefir þar eflaust verið lögð á sálmasöng og
hátíðasöng Grallarans, en mikil líkindi eru til þess, að
eitthvað meira hafi verið kent þar, bæði fleiri og önnur
sálmalög, lög við andleg kvæði og jafnvel lög við ver-
aldleg kvæði. Vér höfum yfirgripsmikil sönglagasöfn,
skrifuð um og eftir 1700, sem innihalda mikið af slíkum
lögum og eingöngu lög, sem ekki eru i Grallaranum, og
hendir það til þess, að mikið hafi þá verið sungið af
lögum í landinu um fram það, sem þá var prentað.
Virðist mjög liklegt að ýms af þessum lögum hafi verið
kend við skólana ásamt Grallarasöngnum.
Það má telja það áreiðanlegt að söngur og söngleg
þekking hafi staðið í miklum blóma hjá oss i katólskri
tíð og alt fram undir siðabót; og einnig hitt, að söng og
sönglegri þekkingu hafi byrjað að hnigna um og eftir
siðaskiftin; að minsta kosti kvartar einn hinn merkasti
maður 17. aldarinnar mjög yfir því, hve sönglistinni sé
þá aftur farið og hve fáir tiðki þá þessa íþrótt, sem
fjöldi manna hafi áður lagt hina mestu stund á. Þessi
afturför hélt áfram, sönglegri þekkingu hnignaði og lögin