Skírnir - 01.12.1906, Síða 16
304
lslenzk þjóðlög.
Skirnir.
kunna nú meira og minna að leika á Harmonium og eru
þau hljóðfæri orðin töluvert almenn um landið og komin
i mikið meira en helming kirknanna. Tvö pípuorgel eru
í kirkjum í höfuðstaðnum. Fortepiano eru allmörg til í
kaupstöðunum og kunna margir dálítið að leika á þau,
einkum þó kvennfólk; ýms önnur hljóðfæri þekkjast hér
talsvert, en af þeim mun Guitarinn vera almennastur.
Þá er í þjóðlagasafninu greinileg lýsing á þeim
tveimur hljóðfærum, sem innlend hafa verið talin, en það
eru fiðlan og langspilið, og hefir hingað til vantað
greinilega lýsingu á fiðlunni, sem nú er íyrir nokkru
liðin undir lok.
Þá er inngangi safnsins lokið og taka þá við nóturn-
ar; er þeim aðallega skit't í þrjá flokka. í 1. flokki eru
lög úr handritum, bæði handritum á Arnasafni, á lands-
bókasafninu og mörgum fleiri handritum bæði á skinni
og pappír alt í frá 1200 og fram á 19. öld. Merkasta
handritið er skinnhandrit eitt æfagamalt frá dómkirkj-
unni í Skálholti; er þar á nóteraður allur tíðasöngur sá,
er svngja skyldi og sunginn var um langan aldur á
Þorláksmessunum báðurn og er hann kallaður Þorláks-
tiðir og er langur mjög; textinn er allur á latínu og
inniheldur mjög íburðarmikið hrós um Þorlák biskup
hinn helga. Eru hér færð rök fyrir því svo sem unt er,
að söngur þessi muni innlendur vera, þar sem áreiðanlegt
má telja að hann sé ekki kominn hingað frá Niðarósi,
og hafi ekki þekst þar.
Þá taka við nótur úr tneira en 20 öðrum handritum á
safni Árna Magnússonar og siðan rekur hvert handritið
annað uns lokið er, en þau eru töluvert löng, sum
þeirra. Eitt þeirra er gamalt Antiphonarium — þó ekki
heilt, — sem í katólskri tíð heflr tilheyrt dómkirkjunni
á Hólum.