Skírnir - 01.12.1906, Page 19
Skírnir.
Ferðaþættir frá Bretlandi.
Eftir
ÞORVALD THORODD9EN.
II. Vatnaland.
Nyrzt og vestast á Englandi er víðáttumikið fjall-
lendi, sem Englendingar kalla Vatnalandið (The Lake
District); það er frægt fyrir náttúrufegurð og skáld þau?
sem þar hafa búið. Skáldakyn það, sem sérstaklega hefir
gert þessi héruð fræg, var uppi um fyrri hluta 19. aldar;
þeir eru kallaðir vatnaskáld (the lakers) og höfðu mikla
þýðingu fyrir bókmentir EnglendÍDga á 19. öld; náttúran
var aðal-yrkisefni þeirra, og kvæði vatnaskáldanna um
manneðlið og sköpunarverkið eru látlaus og frumleg. I
þessu fagra landi bjó Wordsworth (1770—1850),
Coleridge (1772—1834), Southey (1774—1843),
Euskin (1819—1900) og mörg önnur skáld og rithöf-
undar. Vatnaskáldin sungu fegurð fósturjarðarinnar inn i
sálu Englendinga, og landið, sem þeir lýstu, er því orðið
helgistaður þjóðarinnar, sem óteljandi ferðamenn af enskri
tungu skoða sér til ánægju og hressingar.
Vatnalandið tekur yfir rúmar 100 ferh. hnattmílur og
íbúatalan er rúm 300 þúsund. Hálendið takmarkast að
vestan af Irlandshafi, að norðan af Solway-firði, að sunnan
af Morecombe Bay og gengur landið fram sem breiður
skagi milli þessara flóa; að austan og norðan er láglendi
(Eden- og Lune-dalir), er skilur það frá Pennin-hæðum.
Hálendið hefir upprunalega verið bunguvaxið, en er nú
grafið sundur af djúpum dölum, sem ganga út sem geislar
20*