Skírnir - 01.12.1906, Page 20
308
Ferðaþættir frá Bretlandi.
Skirnir.
frá miðju fjalllendisins. Fjöllin eru klungrótt og hrika-
leg og 2—3000 fet á hæð, Scafell Pike er hæstur tindur
þar, 3200 fet. I dölunum eru skógar og afiöng vötn með
mörgum eyjum, en fjöldi tjarna í hálsaslökkum og há-
lendismýrum. Otal fell og tindar skiftast á við skógi-
vaxnar hlíðar og dali, hamra og hengiflug blikandi vötn,
fossa, gil og gljúfur. Héruðin i þessum bygðarlögum heita
Cumberland, Westmoreland og Lancashire. Fjöllin taka við
regnskýjum frá sjó og loftslag er mjög rakasamt, regn-
hæðin yflr G0 þumlungar á ári (í Reykjavík 28 þ., í Vest-
manneyjum 48l/2 þ-); akuryrkja þrífst eigi fyrir vætu, en
íbúar lifa mest á kvikfjárrækt; iðnaður er þar lítill og
námugröftur ekki heldur mikill; þar fæst þó dálítið af
járni og kolum suðvestan til; blýantsnámur voru fyrrum
í Borrowdale, en þær eru nú tómar. Af þessu leiðir, að
hálendi þetta er næsta ólíkt miðlandshéruðum á Englandi;
þar er tiltölulega strjálbygt og engir verksmiðjubæir, en
náttúrufegurðin dregur þangað fjölda ferðamanna, sem
íbúarnir hafa mikinn hagnað af.
Hinn 24. júní (1905) lögðum við á stað frá London
norður í þetta fagra fjallaland. Vinir okkar höfðu ámint
okkur um endilega að muna eftir regnkápum og regn-
hlífum, því í Vatnalandi væri alt af rigning, en við vor-
um svo heppin meðan við dvöldum þar, að þá kom aldrei
dropi úr lofti; þar voru sífeldar mollur og sólskin. Járn-
brautir á Englandi eru allar eignir félaga og er stundum
dálítíð örðugt fyrir útlendinga, sem koma frá fastalandi
og eru vanir stjórnarjárnbrautum, að átta sig á ýmsum
fyrirbrigðum, sem þar af leiða. Að láta járnbrautirnar
vera í höndum einstakra manna og félaga ber ekki vott
hagsýni þá, sem Englendingar eru svo kunnir fyrir, enda
játa þeir sjálfir að það íyrirkomulag sé úrelt og geti jafn-
-vel verið hættulegt, en örðugt er að breyta og Englend-
ingar eru ákaflega fastheldnir við gamlar venjur og það
er þeirra aðalstyrkur. Hvert járnbrautarfélag verður að
eiga stórhýsi í hverjum bæ þar sem brautir þeirra liggja,
og eru því víða margar járnbrautarhallir hver við hliðina