Skírnir - 01.12.1906, Page 22
210
í’erðaþættir frá Bretlandi.
Skírnir.
aftur, sumir með sindrandi járnteina i höndum, aðrir stýra
þungum sleggjum og reka járn eða hella glóandi málmi
ker úr keri; flestir eru verkmennirnir berir niður að mitti
og þó bogar af þeim svitinn. Manni kemur ósjálfrátt í
hug sálmversið í Flokkabókinni gömlu:
Myrkur og svæla sifeldleg
sorg og djöflamynd ófrýn mjög,
óp og ýlfranir eilífs veins,
andstyggileg lykt brennisteins o. s. frv.
Einkennilegt er að sjá á hinni löngu leið norður Eng-
land hve sveitirnar eru tómar; fólkið alt hefir hniprað
sig saman í bæina, flúið sólskinið og hreina loftið og sezt
að í svælu og myrkri. Akrar sjást varla í þessu frjóa
landi, í stað þeirra eru komin beitarlönd og bezta land er
víða orðið að harðvelli með skúfum af hrossapunti; sveit-
unum heflr farið stórkostlega aftur og enginn samjöfnuður
er hvað Danmörk er betur ræktuð; í Englandi snýst alt
um iðnað og verzlun. Meðan Englendingar geta selt af-
urðir iðnaðar síns er þeim óhætt, en komi sá tími, að það
verði örðugt af samkepni, ófriði eða öðrum orsökum geta
orðið mikil vandræði í iðnaðarhéruðunum, því matvæli
sín mega Englendingar nú kaupa frá öðruui löndum.
Enskur hagfræðingur hefir reiknað, að enskur verkalýður
yrði að svelta miljónum saman, ef þeir vegna ófriðar eða
af öðrum orsökum yrðu að borga fyrir nef hvert 25 aur-
um meira fyrir mat á degi hverjum. Ekki þarf nú mik-
ið út af að bregða til þess illa fari.
Þegar kemur norður fyrir L e e d s fer landið mjög
að fríkka með hálsum, dölum og ám. Við Hellifield
fórum við af aðallestinni til þess að komast vestur í Vatna-
land. Við botninn á Morcombe Bay eru víðáttumiklar
fjörur og leirur úr ánni Kent og við Ulverston beygir
járnbrautin upp í fjöllin að suðurendanum á W i n d e r-
m e r e, það er langt vatn og mjótt, eigi ósvipað Skorra-
dalsvatni og skógivaxnir 6—800 feta háir hálsar á bæði
borð. Við settumst að í Lake Side, það er lítið þorp,