Skírnir - 01.12.1906, Page 26
314
Ferðaþættir frá Bretlandi.
Skirnir,
-djúpum giljum og hömrum og skringilegum klettasnösum
uppi á brúnum; gra-sgeirar ganga upp eftir hlíðunum
•og er landi skift milli bæja með löngum stein-
görðum, sem eru svipaðir görðum þeim, er skilja tún á
Færeyjum. Austan megin er fjallið Helvellyn, 3118 fet á
hæð, en lægri fjöll að vestan (16—1900 fet); hestagötur
liggja þar austur yflr fjöllin til Ullswater, en engir ak-
vegir. Thirlemere er fjallavatn hreint og tært, þrjár
enskar milur á lengd og 112 fet á dýpt; bærinn Man-
chester á vatnið og fær þaðan neyzluvatn og eru veitu-
stokkarnir frá Thirlemere til Manchester 24 danskar míl-
ur á lengd eða nærri 5 þingmannaleiðir. Leiðin frá Thirle-
mere niður að bænum Keswick við Derwentwater liggur
um daladrög milli hamrafella og er fjallasýn fögur og
margbreytileg. A vagninum sat við hliðina á okkur prest-
ur frá Lancashire með systur sinni, og skröfuðum við
margt við hann á leiðinni. Prestur hafði heyrt getið um
Geysi, en ekkert annað vissi hann um ísland; um fornsög-
urnar hafði hann aldrei heyrt getið og ekki heldur um Eddu.
Þetta var þó háskólagenginn maður og mjög greindur i
tali. Það er annars ekki einsdæmi; eg hefl víða hitt
lærða menn í útlöndum, sem ekki hafa minstu hugmynd
um fornöld Norðurlanda, og þá getur maður ekki til mik-
ils ætlast af alþýðu. Vér getum varla búist við að al-
menningur viti mikið um jafn örlitla þjóð eins og Islend-
ingar eru; hvað vitum vér um aðrar þjóðir, sem eru miklu
stærri ?
I bænum Keswick dvöldum við rúma. viku Kes-
wick liggur í dalverpi nálægt Derwentwater við ána
Greta, þar eru 4500 íbúar og er bærinn snotur og vel
bvgður; meira er þar .at' skrautlegum búðum og gistihús-
um en búast mætti við í jafnlitlum bæ, en aðsókn er
þangað mikil af ferðafólki, því nágrennið er fagurt, bæði
vatnið og fjallahringurinn og má þaðan gera margar
skemtiferðir í allar áttir um fjöll og dali, vötn og skóga.
Margt var hér af ferðamönnum og voru þeir flestir frá